Morgunblaðið - 29.11.2012, Side 34

Morgunblaðið - 29.11.2012, Side 34
34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2012 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þetta var auðvitað tryllt hugmynd og mikil bjartsýni af okkar hálfu. Við fundum það þegar við vorum komnir af stað, því við lentum í hverju óveðr- inu á fætur öðru. Við náðum samt alltaf að brjóta okkur leið og komast á leiðarenda,“ segir Jónas Sigurðs- son um nýaflokna tónleikaferð sem hann fór í um landið ásamt Ómari Guðjónssyni, en þeir félagar keyrðu hringinn á húsbíl með góðan aðstoð- armann sér til halds og trausts. Að sögn Jónasar léku þeir félagar fjórtán tónleika á jafnmörgum dög- um þar sem þeir kynntu nýútkomnar breiðskífur sínar, annars vegar Út í geim sem Ómar sendi frá sér og Þar sem himin ber við haf sem Jónas sendi frá sér. „Þetta var svolítið eins og að vera á sjónum, því það var ekki tími til neins nema keyra, bera inn græjur, spila, bera út græjur og sofa. Það var rosalega gaman að fara á alla þessa litlu staði. Fólk mætti á tónleikana þrátt fyrir vond veður og mikinn snjó,“ segir Jónas og tekur fram að það hafi vakið athygli hans að mætingin jókst meðal bæjarbúa eftir því sem staðirnir minnkuðu. Á plötunni Þar sem himin ber við haf eru ellefu frumsamin lög eftir Jónas og fleiri höfunda, en lögin flyt- ur Jónas ásamt Lúðrasveit Þorláks- hafnar auk þess sem Tónar og trix, tónlistarhópur eldri borgara í Þor- lákshöfn, syngur með. Í seinasta mánuði hélt Jónas þrenna útgáfu- tónleika í reiðhöll Þorlákshafnar fyr- ir fullu húsi og voru flytjendur á svið- inu um sjötíu manns. Spurður hvort ekki hafi verið áskorun að koma tón- listinni til skila í mun einfaldari bún- ingi í nýafstaðinni tónleikaferð svar- ar Jónas því játandi. „Þetta er auð- vitað allt annað konsept og maður nálgast það sem slíkt,“ segir Jónas og tekur fram að það sé vel inni í myndinni að halda fleiri tónleika með lúðrasveitinni til að fylgja plötunni eftir. „Mér finnst platan alveg eiga það inni. Þetta var svo fallegt verk- efni og viðbrögð tónleikagesta svo sterk. Tónlist er svo sterkt hreyfiafl og þegar spilagleðin er jafnmikil og þarna var er auðvelt að hrífa áheyr- endur með sér,“ segir Jónas og bætir við að hann reyni ávallt á tónleikum sínum að búa til aðstæður þar sem myndast getur sterk samkennd milli flytjenda og tónleikagesta. Vildi komast að kjarnanum Aðspurður segist Jónas hafa verið innblásinn af hafinu og náttúrunni þegar hann samdi nýju plötuna sína. „Umhverfi okkar Íslendinga er mjög harðgert og ég spyr mig oft að því hvernig fólk gat byggt þetta land á öldum áður,“ segir Jónas og bætir við: „Platan er spiritúalísk. Það er ekki beint hægt að lesa út úr henni sögur heldur frekar stemningu.“ Spurður hvernig hann semji tónlist sína segir Jónas hana koma í gusum. „Á þessari plötu ákvað ég að setja til hliðar predikunarelementið sem ver- ið hefur sterkt hjá mér, þótt það hafi ekki tekist að öllu leyti. Þegar ég sem lög sem eru meira predikandi þá er takturinn allsráðandi. En á þess- ari plötu var ég að vinna út frá ákveðnum tilfinningum og leyfði öllu að flæða,“ segir Jónas og tekur fram að hvert lag fari í gegnum margar sí- ur og mikla endurskoðun. „Ég gef lögunum góðan tíma til að malla, líkt og með góðan mat.“ Jónas hlaut sem kunnugt er Ís- lensku tónlistarverðlaunin 2010 fyrir lag sitt „Hamingjan er hér“ af plöt- unni Allt er eitthvað auk þess sem hann var tilnefndur í fleiri verð- launaflokkum. Spurður hvort erfitt hafi verið að fylgja þeirri velgengni eftir svarar Jónas því neitandi. „Mesta pressan kom innan frá og sneri að því hvort mér tækist að segja það sem mig langaði að segja. Ef ég ætlaði að uppfylla væntingar annarra gæti ég alveg eins hætt, því þá deyr tónlistin. Á fyrri plötunum mínum hef ég verið í orðaleikjum og talað undir rós, en markmiðið núna var að tala skýrar og komast að kjarnanum. Einnig var það markmið mitt að allir flytjendur plötunnar kæmu vel út og fengju að njóta sín. Mig langaði að vaxa sem bæði texta- og lagasmiður. Og ég held að það hafi tekist, því ég er ansi ánægður með útkomuna.“ Predikun „Á þessari plötu ákvað ég að setja til hliðar predikunarelementið sem verið hefur sterkt hjá mér, þótt það hafi ekki tekist að öllu leyti,“ segir Jónas Sigurðsson sem hér sést í miklum ham á útgáfutónleikum í Þorlákshöfn. „Tryllt hugmynd“  Þar sem himininn ber við haf er þriðja breiðskífa Jónasar Sigurðssonar  Langaði að vaxa sem laga- og textasmiður Söngkonan Jussanam da Silva gaf fyrir skömmu út aðra breiðskífu sína, Rio/Reykjavík og mun hún ásamt hljómsveit sinni halda útgafu- tónleika í Fríkirkjunni annað kvöld kl. 21. Í hljómsveitinni eru Ásgeir Ásgeirsson, Birgir Bragason, Agnar Már Magnússon, Haukur Gröndal og Matthías Hemstock. Auk þeirra kemur fram slagverksleikarinn Cheick Bangoura. Platan hefur m.a. að geyma lög samin sérstaklega fyr- ir Jussanam, eftir Ingva Þór Kor- máksson, Svíann Harald Erici og Bandaríkjamanninn Manny Cepeda. Einnig eru á plötunni brasilísk bossanovalög eftir Tom Jobim, lög eftir Jón Múla Árnason og „Þú komst við hjartað í mér“, sungið á portúgölsku. Jussanam og hljómsveit fagna diski í Fríkirkjunni Hæstánægð Jussanam með nýja diskinn, Rio/Reykjavík. Þór Elís Pálsson, myndlistar- og kvikmyndagerð- armaður, og Ólafur Gíslason listheimspek- ingur taka þátt í opnum samræð- um um þá heim- speki sem liggur að baki verkum myndlistar- mannsins Jóhanns Eyfells, á sunnu- daginn kl. 15 í Listasafni Reykja- víkur, Hafnarhúsi. Spjallið er haldið í tengslum við sýninguna Hreyfing augnabliksins sem nú stendur yfir í húsinu. „Eins og heiti sýningarinnar felur í sér er henni ætlað að kanna umbreytingarafl tímans en sýningin hverfist um Tausamfellu Jóhanns sem bylgjast eftir endilöngum salnum. Öll lista- verkin tengjast framvindu og breytingum og endanleg ásýnd listaverkanna er ófyrirsegjanleg,“ segir m.a. um sýninguna í tilkynn- ingu. Frekari upplýsingar má finna á listasafnreykjavikur.is. Heimspekin og Jóhann Jóhann Eyfells þingholtsstræti 1 · 101 rvk · sími 562 7335 caruso.is · caruso@caruso.is við Erum líka á facebook Fjölbreyttur matseðill þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi veitingastaðurinn caruso kynnir kósýkvöld með eyfa 4. árið í röð bjóðum við nú upp á hin geysivin- sælu „Kósýkvöld með Eyfa“, þar sem hinn ástsæli tónlistarmaður Eyjólfur Kristjánsson leikur og syngur íslenskar og erlendar dægurperlur, meðan matargestir njóta þriggja rétta ljúffengrar máltíðar á hinni rómantísku og notalegu 3. hæð okkar. Fimmtudagskvöldin 8., 15., 22. og 29. nóvember Fimmtudagskvöldin 6., 13. og 20. desember –– Meira fyrir lesendur Í blaðinu verður fjallað um þá fjölbreyttu flóru sem í boði er fyrir þá sem stefna á frekara nám NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Fyrir kl. 12, miðvikudaginn 19. desember PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Skólar & námskeið Þann 4. janúar kemur út glæsilegt sérblað um skóla og námskeið sem mun fylgja Morgunblaðinu þann dag SÉRBLAÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.