Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2012, Blaðsíða 4
Mikið undir í forystuslag FORYSTUSLAGUR SAMFYLKINGARINNAR Í SUÐVESTURKJÖRDÆMI VELDUR SKJÁLFTA Í HERBÚÐUM FLOKKSINS UM ALLT LAND. ÁRNI PÁLL ÁRNASON OG KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR TAKAST Á, EN ÁRNI HEFUR ÞEGAR BOÐIÐ SIG FRAM TIL FORMANNS OG KATRÍN TILKYNNIR ÁKVÖRÐUN SÍNA EFTIR FORVALIÐ. Í SKOÐANAKÖNNUN MMR UM MIÐJAN OKTÓBER KOM FRAM AÐ AF STUÐNINGSMÖNNUM SAMFYLKINGARINNAR TREYSTU 26,3% ÁRNA PÁLI BEST OG 24,3% KATRÍNU. AÐRIR NUTU MUN MINNI STUÐNINGS. ÞVÍ ER LJÓST AÐ MIKIÐ ER UNDIR. HVERNIG SKYLDU ÞAU STANDA MÁLEFNALEGA? Myndvinnsla/Elín Esther * „Katrín Júlíusdóttir er sá frambjóðandi, sem flokksforystanhefur sent fram á vígvöllinn til að stöðva Árna Pál af. For-ystusveit Samfylkingar mun leggja allt undir til að það takist.“ Styrmir Gunnarsson á Evrópuvaktinni Þjóðmál PÉTUR BLÖNDAL pebl@mbl.is 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.11. 2012 1Hvernig finnst þér ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar hafa tekist til á kjörtímabilinu? 2Er Samfylkingin komin of langt til vinstri? 3 Var rétt að hrófla við niðurstöðu rammaáætlunarinnar og færa sex virkjanir úr nýtingarflokki yfir í biðflokk? 4Er stefnan sem mörkuð hefur verið í ríkisfjármálum trúverðug? 5 Fjárþörf Íbúðalánasjóðs er mikil og bagginn þungurfyrir ríkissjóð. Hvað er til ráða? 6Hvernig sérðu fyrir þér æskilegt stjórnarmynstur eftir kosningar? 1 Vel. Við fengum í fangið gríðarlegt verkefnisem enginn bað um og höfum leyst það vel.En mikil verkefni bíða úrlausnar. Þorri fólks upplifir á eigin skinni minni tekjur og meiri útgjöld. Okkar bíður að rjúfa efnahagslega einangrun landsins og leggja grunn fyrir verðmætasköpun sem getur staðið undir þjóðlífinu með sjálfbærum hætti. Við höfum ekki heldur leyst úr því fullkomna varnarleysi sem íslenskur almenningur býr við með íslenska krónu andspænis fullu frelsi í fjármagns- hreyfingum. Við verðum að verja fólk og fyrirtæki fyrir kollsteypum framtíðarinnar. 2Samfylkingin á að endurspegla mjög fjöl-breytt litróf. Hún er komin of langt frágrundvallarsýn sinni um samfélagslega sam- stöðu, frelsi og frjálslyndi. Kvennalistinn gagn- rýndi réttilega „skilgreiningardauðann“ sem þjáði vinstri menn, þegar allt var flokkað og hólfað í gott og vont og ekkert mátti gera eða hugsa. Fjöl- breyttur jafnaðarflokkur getur ekki leitt ríkisstjórn með því að draga fólk stöðugt í dilka og flokka í vini og óvini. Það er þvert á móti sögulegt hlutverk okk- ar að laða alla til fordómalauss samstarfs með al- mannahagsmuni að leiðarljósi. 3 Það er mjög mikilvægt að varðveita það trú-verðuga og vandaða ferli sem rammaáætl-unin byggði á, því hún verður að duga lengur en til einnar nætur. Og þess vegna er mikilvægt að allar breytingar sem hið pólitíska vald gerir á rammaáætlun frá því sem kom út úr vinnu sérfræð- inga séu gagnsæjar og byggi á efnislegum rökum. Vonandi tekst okkur að ná slíkri niðurstöðu í þinginu. 4 Við eigum allt undir að ná jöfnuði í ríkisfjár-málum sem allra fyrst. Þess vegna þarf aðfara að standa gegn útgjaldaþrýstingi. Við búum við mjög viðkvæma umgjörð efnahagsmála og eigum ekki að skapa væntingar um að aðstæður hafi skapast til stórfelldrar útgjaldaaukningar. Það er ekki gott að nálgast stjórnmálin með hinu hefð- bundna alvöruleysi loforða á kosningavetri. Við skuldum okkur sjálfum og þjóðinni annað og meira. 5 Húsnæðislánastefna síðustu ára er gjald-þrota. Tugþúsundir eru fastar í skuldafjötr-um eða geta ekki flutt að heiman. Lág- tekjufólk ræður ekki við lágmarksleigu. Við verðum að veita þessu fólki svör og lausnir. Op- inberar stofnanir á sviði húsnæðismála eiga að veita slíkar lausnir, ef aðrar fjármálastofnanir geta ekki sinnt því hlutverki. Það er engum til góðs að halda öllu í kyrrstöðu, Íbúðalánasjóði hálf lífvana í óbreyttri umgjörð og horfast ekki í augu við stað- reyndir. 6 Samfylkingin hefur reynt að við þurfum aðhafa svigrúm til að geta samið á bæði borð tilað ná fram málefnum Samfylkingarinnar í stjórnarmyndunarviðræðum. Ef við eigum bara einn kost, fáum við lélegar heimtur í stjórnarsátt- mála. En það má ekki gleyma sér í dagdraumum. Samfylkingin þarf að hafa stærð og sjálfstraust til að leiða ríkisstjórn. Tuttugu prósent flokkur gerir það tæpast – hans bíður hækjuhlutverk. Þess vegna vil ég sækja umboð til flokksmanna til að gera Samfylkinguna að burðarafli í breytingum á stjórnmálunum. Stjórnmál gærdagsins freista mín ekki. Það er heillandi verkefni að rjúfa vítahring niðurrifs og neikvæðni og skapa ný stjórnmál og nýtt verklag sem fólk trúir í raun að geti leyst úr þeim tröllauknu verkefnum sem bíða. 1Ríkisstjórnin tók við þegar fjármálakerfið hafðihrunið, gjaldmiðillinn hrapað, efnahagur bæðiheimila og fyrirtækja orðið fyrir miklu áfalli. Tæp- um fjórum árum síðar hefur okkur tekist að stöðva gíf- urlega skuldasöfnun ríkissjóðs en verja um leið stöðu þeirra sem veikast stóðu og sjálfar grunnstoðir velferð- arkerfisins. Jafnframt tókst okkur að tryggja stuðning við nýsköpun og þróun í atvinnulífinu, efna til átaks í ferða- þjónustu og setja rammalöggjöf um ívilnanir vegna ný- fjárfestinga, svo fá dæmi séu nefnd. Við höfum lagt góðan grunn að nýrri sókn. 2Kjarni jafnaðarstefnunnar er hin tvíþætta áhersla áannars vegar öflugt og samkeppnishæft atvinnulífgrundvallað á athafnafrelsi og almennum gagn- sæjum leikreglum og hins vegar á jöfnuð, velferð og menntun fyrir alla. Verkefni okkar er og verður að bæta lífskjör allra Íslendinga og standa vörð um almannahags- muni gegn sérhagsmunum. Þetta hefur líka verið leið- arljós okkar frá hruni í því forgangsverkefni að stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs sem hefði að óbreyttu dregið máttinn úr atvinnulífinu og fest okkur í höftum til lang- frama. Við höfum orðið að ganga í brýn verkefni í sam- starfi tveggja flokka og tekist það án þess að fjarlægjast okkar grunngildi. 3 Tillaga sú sem lögð var fyrir Alþingi er niðurstaðalögbundins ferils. Niðurstaðan felur í sér stórtækaráætlanir um vernd mikilvægra svæða en jafnframt eru margir kostir settir í nýtingarflokk þar sem þá er hægt að hefja rannsóknir eða vinnslu. Í biðflokk eru settir kostir sem krefjast frekari skoðunar áður en ákvörðun er tekin um vernd eða nýtingu. Ég tel að þarna sé ágætis jafnvægi þar sem meira en nægir kostir eru til nýtingar næstu fjögur árin eða þar til rammaáætlun verður endur- skoðuð. Mikilvægast er að allar ákvarðanir séu gagnsæjar og rökstuddar á grundvelli þess faglega ramma sem verk- efnisstjórn og faghópar setja verkefninu. Það er besta leiðin til sátta. 4Víða um heim er litið til Íslands sem fyrirmyndarþegar kemur að viðbrögðum við fjármálahruni. Ístað þess að skera allt strax niður við trog með til- heyrandi stöðnun og hörmungum fórum við þá leið í upp- hafi að mæta áfallinu með því að viðhalda eftirspurninni í hagkerfinu og halda þannig hjólum efnahagslífsins gang- andi. Svo var unnin langtímaáætlun um að stöðva skulda- söfnun ríkisins sem við höfum fylgt ár frá ári. Slíkt er aldr- ei auðvelt og allir hafa þurft að færa fórnir. En árangurinn sem við blasir sýnir að stefnan var bæði rétt og trúverðug. 5 Það er rétt að staða Íbúðalánasjóðs er ekki góð.Hann er mjög laskaður eftir að gefin var út óábyrg-ur kosningavíxill árið 2003 með skattgreiðendur sem ábekinga. Við erum enn að vinna úr því tjóni. Þar sem ríkissjóður er ábyrgur fyrir lántöku sjóðsins verður hann ekki gjaldþrota. Nú er verið að meta hversu mikið ríkið þarf að leggja út til að styrkja eiginfjárstöðu hans en ég hef fullan hug á því að tryggja hið félagslega hlutverk sjóðsins til framtíðar. 6Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG hefur við erf-iðar aðstæður tekist að reisa hið hrunda efnahags-kerfi Sjálfstæðisflokksins við svo eftir er tekið víða um heim. Stefnumið okkar eru farin að virka en það tekur nokkurn tíma enn fyrir áætlanir okkar að skila sér að fullu í auknum hagvexti. Þar til gangverkið sem við höfum ýtt af stað er komið á fullt skrið væri fyrsti kostur að núver- andi ríkisstjórn fengi endurnýjað umboð til að tryggja áframhaldandi efnahagsbata. Ég er hins vegar til í að vinna með hverjum þeim sem vill leggja gott til málanna í þeirri viðleitni að tryggja lífskjör fólksins í landinu. Út á það gengur jú starf stjórnmálamannsins þegar öllu er á botninn hvolft. KatrínÁrni Páll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.