Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2012, Blaðsíða 8
Vettvangur
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.11. 2012
Það sem var rétt í gær er ekki endilega rétt ídag. Í gær þótti rétt að fela einkafyrirtæki íeigu bankanna að annast rafræn auðkenni
og vildu sumir að það fyrirtæki tæki jafnvel að sér
öll rafræn auðkenni á vegum hins opinbera, alla
vega drjúgan hluta. Þegar talað er um auðkenni er
um að ræða eins konar lykla sem við fáum í hendur
til að öðlast aðgang að kerfum eða persónubundn-
um upplýsingum um okkur sjálf. Þess vegna þurf-
um við að auðkenna okkur á öruggan hátt.
Auðkenning með veflykli ríkisskattstjóra hefur
mest verið notuð af opinberum aðilum en einnig
hefur verið boðið upp á auðkenningu með rafræn-
um skilríkjum og hefur ríkið átt samstarf við bank-
ana um skilríkin.
Ef til vill var bankalausnin í lagi. Að ekki sé á
það minnst þegar bankarnir voru í samfélagslegri
eigu. Allt sæmilega traust og gott. En svo kom
einkavæðingin og síðan hrun. Heimurinn varð
hverfulli. Fyrirtæki á markaði má kaupa og selja.
Ef selja má fyrirtæki, sem annast auðkenni, einum
banka, þá má selja það öðrum og þess vegna hvaða
fyrirtæki sem er.
Við þekkjum kröfuna um jafnræði á markaði.
Það þýðir væntanlega að selja mætti Samherja,
Krónunni eða Núbó umsýslu með auðkenni Íslend-
inga. Það sem við á annað borð setjum á markað er
raunverulega þangað komið – eftirleiðis háð duttl-
ungum og hagsmunum þeirra sem stýra fjármagni.
Nú má vel vera að niðurstaðan verði sú að bank-
arnir haldi áfram þróun grunnkerfis fyrir rafræn
skilríki og rafrænar undirskriftir í samstarfi við
ríkið enda er ekki um það deilt að þörf er á slíku
kerfi. En stóra spurningin sem við stöndum
frammi fyrir snýr að farveginum sem við viljum
beina auðkenningarmálum almennt í til lengri tíma
litið með hámarksöryggi fyrir almenning í huga.
Væri í lagi að ríkisskattstjóri útvistaði sínu auð-
kenningarkerfi, eða heilbrigðisþjónustan? Kerfið
yrði í höndum fyrirtækis á markaði og gengi þar
kaupum og sölum? Starfshópur sem ég skipaði sl.
vor til að fjalla um rafræna stjórnsýslu og rafrænt
lýðræði leitar nú lausna til að auðvelda almenningi
notkun rafrænnar stjórnsýslu og nýta rafræna
möguleika í lýðræðismálum. Í áfangaskýrslu hóps-
ins er lagt til að rekstur og þjónusta rafrænnar
auðkenningar fyrir opinbera vefi verði í sam-
félagslegri eigu og annist Þjóðskrá Íslands þróun-
arstarf og samræmingu á þessu sviði. Þessi þjón-
usta verði í boði fyrir einstaklinga og fyrirtæki til
að sækja þjónustu á vegum opinberra aðila og til
þess að eiga við þá samskipti. Jafnframt standi
auðkenningarþjónustan til boða fyrir þjónustu
einkaaðila.
Hér er með öðrum orðum talað fyrir samfélags-
legum farvegi og litið á auðkenni sem hluta af inn-
viðum samfélagsins.
Þessa umræðu þarf að taka. Mörg
einkavæðingarslys undangenginna ára urðu vegna
skorts á opinni umræðu.
En það eru ekki bara hagsmunir markaðs-
fyrirtækja sem þarf að horfa til. Í stórveldapólitík
framtíðarinnar kunna hagsmunirnir að liggja í
yfirráðum yfir grunnkerfum samfélaganna.
Lykill stórveldanna að þessum kerfum gæti þá
hæglega orðið í gegnum markaðinn. Það skýrir
fyrirsögnina á þessum pistli.
Mætti Núbó eiga?
*Mörg einkavæðingarslysundangenginna ára urðuvegna skorts á opinni umræðu.
ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM
Ögmundur
Jónasson
ogmundur@althingi.is
Sigur Obama
Fólk á Facebook var greinilega með
hugann við forsetakosningarnar í
Bandaríkjunum.
Margir vöktu
frameftir til að
fylgjast með kosn-
ingasjónvarpi.
Hlynur Sigurðs-
son var ekki alveg sáttur við RÚV:
„Ef ég væri Bandaríkjamaður kysi
ég Obama. En hrikalega fer þessi
grímulausa hlutdrægni í taugarnar á
mér hjá viðmælendum RÚV-ara.“
Húrrahrópin og myndirnar
hrönnuðust inn þegar úrslitin voru
ljós. Margir létu
duga einfalt „Jei“
eða „Húrra“ eða
jafnvel „Ob, ob,
ob, ob, ob Obama
style“ á meðan
aðrir höfðu meira að segja. Dagur
B. Eggertsson skrifaði: „Það
kemur mér næstum því á óvart
hvað ég gleðst innilega yfir sigri
Obama í nótt. Loksins vann ein-
hver úr tiltektarliðinu kosningar!
Enn og aftur gefur Obama VON
um réttlæti og svo margt annað.“
Kolbrún Halldórsdóttir skrifaði
í léttari dúr: „Obama unir nú glað-
ur við sitt, en ekk’er eins gaman hjá
aumingja Mitt!“
Færsla Obama sjálfs á Twitter:
„Four more years“ eða fjögur ár til
viðbótar við mynd af þeim hjónum
í faðmlögum er orðið vinsælasta
tíst sögunnar. Þegar þetta er skrif-
að höfðu 783.590 manns endurbirt
færslu hans.
Kvikmyndagerðarmenn
fögnuðu
Vera Sölvadótt-
ir skrifaði á Fa-
cebook: „TAKK
ÍSLAND! Gleði-
dagur fyrir ís-
lenska kvikmynda-
gerð og okkur öll. Tvöföldun
Kvikmyndasjóðs sem hefur orðið
fyrir stórfelldum niðurskurði síð-
ustu árin er orðin að veruleika.
Það er svo ánægjulegt þegar hægt
er að vera glaður með Ríkisstjórn-
ina.“
AF NETINU
Tökum á víkingaþáttunum Ferðalokumlauk á fimmtudag en í þáttunum verðurfjallað um valda atburði úr Íslendinga-
sögunum. Þættirnir verða sýndir á RÚV í
upphafi næsta árs. Vesturport á veg og vanda
að þáttunum en það er Rakel Garðarsdóttir
sem er framleiðandi ásamt Ágústu Ólafs-
dóttur.
Þáttunum leikstýrir Ragnar Hanssonen
það var Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur
sem skrifaði handritið og átti hugmyndina að
þáttunum.
Þættirnir verða að hluta til leiknir og að
hluta til heimildaþættir. Fjöldi íslenskra leik-
ara kemur fram í þáttunum en mikil leynd
hvílir yfir þátttöku erlendra stórstjarna sem
áformað er að segi frá upplifun sinni af Ís-
lendingasögunum. Sænsk-íslenska leikkonan
Noomi Rapace er ein þeirra sem fram koma
en samkvæmt heimildum Sunnudagsblaðs
Morgunblaðsins hefur einnig verið rætt við
sir David Attenborough.
„Tökunum er lokið á Íslandi og nú er loka-
hnykkurinn framundan,“ segir Rakel og á þar
við tökur á erlendri grundu fyrir heimilda-
hluta þáttanna. Í samtali vildi hún þó ekkert
láta uppi um hvort sjónvarpsmaðurinn frægi
yrði meðal viðmælenda í þáttunum.
Vesturportsliðið hefur gert víðreist á und-
anförnum árum og má telja víst að einhverjar
þeirra stjarna sem orðið hafa á vegi þeirra í
gegnum tíðina komi fram.
Tökum lokið
á Ferðalokum
Rakel Garðarsdóttir framleiðir víkingaþættina
Ferðalok ásamt Ásdísi Ólafsdóttur.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
STJÖRNUM PRÝDDUR VÍKINGAÞÁTTUR Á SKJÁINN EFTIR ÁRAMÓT
Sir David Attenborough telst svokallaður
Íslandsvinur og líklega hefur hann margt um
Íslendingasögurnar að segja.
Morgunblaðið/Kristinn