Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2012, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2012, Blaðsíða 50
SUMIR VILJA SPÁ ÞVÍ AÐ NÝJASTA MYND BENS AFFLECKS VERÐI TILNEFND TIL ÓSKARSVERÐLAUNA. AFFLECK HEFUR ÓNEITANLEGA TEKIST VEL TIL OG SAGÐI HANN SUNNUDAGSBLAÐI MORGUNBLAÐSINS FRÁ HVERNIG ARGO LEIT DAGSINS LJÓS Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Þ að má halda því fram að þessi síðustu ár hafi Ben Affleck hafi verið í ládeyðu og ríflega það. Hann hreppti Óskarinn snemma á ferlinum fyrir Good Will Hunting en þótti ekki beinlínis eft- irminnilegur og hvað þá verðskulda verðlaun fyrir framlag sitt í myndum sem á eftir komu eins og Pearl Harbor, Bounce, eða Daredevil að maður tali ekki um rómantísku gamanmyndina Gigli. En svo kom The Town árið 2010, þar sem Affleck var bæði í aðalhlutverki og settist í leikstjórastólinn í annað sinn. Í einu stökki reis Affleck upp úr miðjumoðinu og með nýj- asta sköpunarverkinu, Argo, vilja menn meina að Affleck þurfi að fara að rýma pláss í hillunni þar sem hann geymir gömlu Óskarsstyttuna því það á eftir að fjölga í verðlaunasafninu. Argo er frumsýnd á Ís- landi þess helgi. Blaðamaður Morgunblaðsins hitti Ben Affleck á fundi í London. Hann segist hafa stokkið á handritið þegar það lenti í fangi hans en myndin segir frá æsispennandi og um leið ótrúlegri björgunaraðgerð í miðri gíslatöku í banda- ríska sendiráðinu í Íran frá 1979 til 1981. „Það hvíldi leynd yfir þessari aðgerð allt til ársins 1997. Þá fagnaði bandaríska leyniþjónustan, CIA, 50 ára afmæli stofnunarinnar og létti leynd af 50 mik- ilvægustu afrekum útsendara CIA. Þar á meðal var björgunarferð CIA-liðans Tony Mendez til Teheran,“ útskýrir Affleck. „Það fór samt ekki mikið fyrir þessu tiltekna máli í fréttum og var það á endanum blaða- maður frá Wired-tímaritinu sem gróf söguna upp og kom á framfæri við almenning. Boltinn fór þá að rúlla og við tók langt ferli sem endaði í afbragðsgóðu hand- riti.“ Þóttust vera kanadískir Þegar bandaríska sendiráðið var tekið yfir af herskáum mótmælendum komst hluti sendiráðsstarfsmannanna undan og leitaði skjóls hjá kanadíska sendiherranum. Þar faldi hópurinn sig og beið björgunar. Tony Mendez fékk þá óvenjulegu hugdettu að lauma hópnum úr landi undir því yfirskini að þau væru kanadískir kvikmynda- gerðarmenn. Hófst þá umsvifamikil aðgerð sem meðal annars fólst í því að þekkt andlit úr Hollywood voru fengin til að leggja sitt af mörkum til að gera blekkinguna sem trúverð- ugasta. Til að vernda gíslana sem eftir sátu varð líka að búa svo um hnútana að það liti út fyrir að björg- unaraðgerðin hefði verið framkvæmd af kanadískum stjórnvöldum. „Handritið var algjör draumasmíð: þarna er bæði mikil spenna og átök, en einnig létt augnablik inn á milli, og í ofanálag er um sannsögulega atburði að ræða.“ Affleck fékk að skoða handritið sem leikstjóri, en hann segist ekki hafa getað staðist freistinguna að veita sjálfum sér aðalhlutverkið. „Þetta blundar alltaf í leik- aranum, að vera á höttunum eftir góðri rullu, og þarna var komið mjög áhugavert hlutverk til að takast á við.“ Affleck var sjálfur bara lítill patti þegar atburðir myndarinnar áttu sér stað. „Ég man mjög óljóst eftir þessum tíma, og eru mér helst minnisstæðar Star-Wars fígúrurnar mínar og Star-Wars rúmfötin,“ segir hann Viðtal 50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.11. 2012 og bætir við að hann hafi þurft að leggjast í töluverða rannsóknarvinnu við gerð myndarinnar. Það hjálpaði reyndar til að Affleck er með mikla dellu fyrir kvikmyndagerð áttunda áratugarins. Þegar talið berst að stíl og handbragði myndarinnar kemur dellan greinilega í ljós: „Ég gæti kjaftað af fólki eyrun um smáatriðin sem fóru í tökurnar en við lögðum okk- ur fram við að beita svipuðum aðferðum og nota sams- konar linsur og filmur og notuð voru á þeim tíma sem atburðir myndarinnar gerist,“ segir hann og þylur upp langa bunu af ólíkum filmutegundum og linsugerðum sem hann notaðist við. Efni myndarinnar hefur vissulega ákveðna skírskotun í atburði í samtímanum. Affleck segir ekki hafa vakað fyrir sér að gera pólitíska kvikmynd og hann hafi lagt sig fram við að segja söguna á sanngjarnan og yfirveg- aðan hátt. „Við gerum þetta t.d. með upphafsatriði myndarinnar, sem bætt var við handritið á seinni stig- um. Þar rekur sögumaður í stuttu máli þá atburði sem sköpuðu það ástand sem ríkir í Íran árið 1979, og varp- ar t.d. ljósi á afskipti Bandaríkjanna af stjórnarfari landsins. Við vildum að áhorfendur væru meðvitaðir um margbrotinn veruleikann að baki atburðum mynd- arinnar og að þeir skildu að Íranar eru ekki bara ein- tómir byltingarhermenn með úfin skegg.“ Óttinn er enn við völd Atburðirnir og þjóðfélagsbreytingarnar í Íran sem sjást í myndinni hafa enn áhrif allt fram á okkar dag, og mótuðu t.d. framleiðsluferli myndarinnar. „Ég athugaði þann möguleika að ferðast til Íran, en eftir að hafa ráð- fært mig við utanríkisráðuneytið var sú hugmynd blásin af. Ekki það að ég þyrfti að óttast um öryggi mitt en hætta var talin á að slík ferð yrði gerð að pólitísku máli og jafnvel túlkuð sem einhvers konar stuðningur við írönsk stjórnvöld,“ segir Affleck. „Hluti mynd- arinnar er tekinn upp í Istanbúl, en þar gátum við ekki fengið íranska leikara til að taka þátt í myndinni því þeir óttuðust að það gæti haft slæmar afleiðingar fyrir skyldmenni þeirra sem enn búa í Íran. Af svipuðum or- sökum gekk ekki að fá íranska leikstjóra til að taka upp fyrir okkur senur af byggingum og landslagi. Ástandið í landinu er einfaldlega of þrúgandi.“ Það reyndist síðan vera samfélag landflótta Írana í Bandaríkjunum sem kom framleiðendum Argo til bjarg- ar. „Ég vissi ekki af því fyrr en ég hóf vinnu við þessa kvikmynd að í Los Angeles er að finna eitt stærsta samfélag Persa utan Írans. Þetta er fólk sem flúði land bæði í tíð shahsins og í tíð Khomeni. Við leituðum að aukaleikurum og feng- um heilu staflana af umsóknum.“ Nýlegar árásir á bandarísk sendiráð í arabalöndum vekja óþægilegar spurningar um hvort sagan sem sögð er í Argo sé að endurtaka sig. „Því er ekki að neita að það má sjá ákveðnar samsvaranir á milli þess sem gerðist í Íran fyrir þremur áratugum og þess sem við sjáum í fréttum síðustu vikur og mánuði. Þetta er umhugsunarvert en aftur er rétt að taka það fram að okkur gekk það ekki til að gera pólitíska mynd, heldur að segja áhugaverða sögu. Ef eitthvað er viljum við heiðra starfsmenn utanríkisþjónustunnar og leyniþjónustunnar sem starfa fyrir Bandaríkin út um allan heim, oft við mjög krefjandi og ófyrirsjáanlegar aðstæður.“ Upprisa Afflecks Það er kominn tími til að taka Ben Af- fleck alvarleg sem leikara og leikstjóra. AFP *Okkur gekk þaðekki til að gerapólitíska mynd, heldur að segja áhugaverða sögu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.