Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2012, Qupperneq 23
11.11. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23
Gerðu gæða- og verðsamanburð
FINNDU MUNINN
Listhúsinu Laugardal, 581 2233 · Baldursnesi 6, Akureyri, 461 1150 · Opið virka daga kl. 10.00 - 18.00 · laugardaga 12.00 - 16.00
*3,5% lántökugjald
ÝMIR rúm 153x203 aðeins kr. 124.900
ÝMIR, SAGA, FREYJA,
ÞÓR OG ÓÐINN
Hágæða svæðisskiptar heilsudýnur
Valhöll heilsudýna
5 svæðaskipt gormakerfi
153x203 aðeins kr. 89.900
Tilboðsverð
12 mánaðavaxtalausargreiðslur*
Guði sé lof fyrir hávaðarok sem hristir af fólki seigfljótandiskammdegisslen. Ekkert nema gott að láta vindinn um aðhreinsa af beinunum þann bévítans bölmóð sem á það til að
leggjast á mannskepnurnar eins og versta mara á þessum árstíma.
Heldur betur meira fútt í því að mæta fjúkandi fólki en niðurlútum
lurkum sem draga lappirnar.
Djöfull sem það er hressandi og kynörvandi
að lenda í sviptivindum. Finna náttúruna rífa
svo kröftuglega í skrokkinn að hann tekst
nánast á loft. Svaðalega frelsandi að láta Kára
taka af sér völdin og snara stjórnlausum út-
limum milli staura. Augun glennast upp í
nettum ótta, ópið sleppur út um munninn og
húfur og treflar fjúka út í buskann. Hláturinn
losnar úr læðingi og rokið í hárinu hleypir
heldur betur lífi í villiblóðið, þetta sem svaf
þarna fyrir innan höfuðskelina og vissi varla
að það væri lengur til. Við lendum bara alltof sjaldan í fanginu á frum-
kröftum sem rífa af okkur grímuna og spýta adrenalíni út í blóðið.
Það er óhjákvæmilegt annað en að upp hafi sprottið einhver ástar-
sambönd millum þeirra sem skullu saman þegar þeir fuku um fold hér á
dögunum. Stormurinn hefur vafalítið leitt saman einhverja þeirra ótal
gesta sem hingað komu til að njóta Airwaves tónlistarhátíðarinnar.
Ég sé fyrir mér pör sem sitja í rökkurró eftir nokkra áratugi og rifja
upp daginn sem þau lentu í krumlum Kára: „Hvar værum við ef örlaga-
rokið hefði ekki feykt okkur í fang hvort annars þarna um árið á Ís-
landi?,“ og svo flissa þau í flókaskóm og minnast köldu læranna sem
gott var að nudda saman þegar komið var uppí rúm. Og saltir voru koss-
arnir eftir sjóinn sem hafði frussað yfir þau við Sæbrautina.
Ég get ekki sleppt því að leyfa Hannesi Hafstein að eiga lokaorðin
þar sem hann yrkir um storminn:
Og þegar þú sigrandı́ um foldina fer,
þá finn ég, að þrótturinn eflist í mér.
Ég elska þig, kraftur, sem öldurnar reisir,
ég elska þig, máttur, sem þokuna leysir.
Ég elska þig, elska þig, eilífa stríð,
með ólgandi blóði þér söng minn ég býð.
Þú alfrjálsi loftfari, hamast þú hraður;
hugur minn fylgir þér, djarfur og glaður.
ÓLMAST Í MÉR
ÓVEÐRIÐ
Stigið í
vænginn
KRISTÍN HEIÐA
A
lmennt ef við tökum fisk þá eru það fitu-
miklar fisktegundir eins og lax og silungur
sem innihalda mikið af omega-fitusýrum.
Það dugar ekki að borða ýsu eða þorsk
sem eru tegundir sem innihalda allt of lítið af fitu.
Maður verður að borða frekar fitumikinn fisk,“
segir dr. Alfons Ramel, fræðimaður við mat-
væla- og næringarfræðideild Háskóla Ís-
lands, spurður að því hvaða fisktegundir
séu bestar til að uppfylla þörf líkamans á
omega-3 fitusýrum. Omega-fitusýrur eru
lífsnauðsynlegar og hafa meðal annars
jákvæð áhrif á starfsemi sjónhimnu og
skipta máli fyrir nýrnahettur og tauga-
kerfi mannslíkamans. Þar sem manns-
líkaminn framleiðir ekki omega-
fitusýrur er hann háður þeim úr
fæðunni. Þar spilar fiskneysla
stórt hlutverk en það er
ekki sama hvaða fiskur er.
„Bæði villilax og eldislax
innihalda mikið af omega-3 fitusýr-
um,“ sagði Alfons.
Sunnudagsblaðið leitaði til Ólafs
Reykdal, sérfræðings hjá Matís, og
spurði hann út í meðal annars muninn
á eldislaxi og villtum laxi út frá magni
á omega-fitusýrum.
Meira í eldislaxi en þorski
„Það má segja að fitusýrur í eldislaxi
ráðist af fitusýrum í fóðrinu. En fóðrið
er nú yfirleitt þannig að fitusýrurnar
verða kannski ekki mjög frábrugðnar því
sem er í villtum laxi en það getur verið ein-
hver munur,“ sagði Ólafur og bætti við:
„Við höfum gert mælingar á eldisfiskinum.
Fjölómettaðar fitusýrur alls eru 26% og
undir þeim eru omega-3 fitusýrurnar og
við höfum mælt þær sem 17% af öllum
fitusýrunum sem er mjög hátt. Þetta
kemur mjög svipað út fyrir eld-
isbleikju.“ Ólafur segir að í þorski sé
innan við 1% fita og hann sé því mjög hita-
einingasnauður en omega-3 fitusýrurnar séu um
50% af öllum fitusýrum. „En þá kemur á móti
að það er svo lítil fita í þorskflökunum að við fáum
í raun og veru miklu meira af omega-3
fitusýrum í eldislaxi og eldisbleikju ef
við reiknum þetta í grömmum og það er
í raun og veru það sem skiptir máli,“
sagði Ólafur.
Það skiptir máli að gæta að hlutföllum í
neyslu omega-3 og omega-6 fitusýra. Alf-
ons segir þó að það sé mjög óalgengt að
það gæti skorts á neyslu fitusýra hérlendis.
Hann segir að miðað við 100% orkuneyslu
og -þörf eigi um 25% af orku að koma
úr fitu sem hlutfall af heildarork-
uneyslu. „En almennt þurfa fjölómett-
aðar fitusýrur [omega-3 og omega-6] að
vera að minnsta kosti 10% og þar af að
minnsta kosti 3% omega-3.“
Talið hafa forvarnagildi
Omega-6 fitusýrur er helst að finna í korni
og jurtaolíum eins og sólblómaolíu sem og
í jurtasmjöri og smjörlíki. Mikil umræða
hefur verið um neyslu á omega-fitusýrum og ýms-
ar kenningar eru uppi um að skortur á þeim geti
valdið ofvirkni og eins að þær hafi ýmiss konar
forvarnagildi gagnvart hjarta- og æða-
sjúkdómum, sykursýki og einhverjum
tegundum krabbameins, svo dæmi séu
tekin.
Við Íslendingar neytum um fjórfalt
meira af omega-6 fitusýrum en
omega-3 en Bandaríkjamenn neyta fimm-
tán sinnum meira af omega-6. Alfons segir
því nauðsynlegt að horfa til þessa atriðis
þegar dregnar eru ályktanir út frá nið-
urstöðum vestan hafs þar sem hlutföllin
séu allt önnur en hér.
Lífsnauðsynlegar
fyrir líkamann
OMEGA-FITUSÝRUÞÖRF MANNSLÍKAMANS
OKKUR ÖLLUM ER NEYSLA Á OMEGA-FITUSÝRUM NAUÐSYNLEG
TIL EÐLILEGRAR LÍKAMSSTARFSEMI. SUNNUDAGSBLAÐIÐ VELTIR FYRIR
SÉR HVAÐA FISKUR HENTI BEST FYRIR UPPTÖKU Á OMEGA-FITUSÝRUM..
Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is
* Við fáum íraun miklumeira af omega-3
fitusýrum í eldislaxi
og eldisbleikju en
úr þorski.