Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2012, Blaðsíða 37
@13thwitness
Í
vikunni sem leið tilkynnti Póst- og fjarskiptastofnun
að ráðist yrði í uppboð á tveimur tíðnisviðum fyrir
4. kynslóð farsíma, svokallaða 4G tækni. Talsmenn
íslenskra símafyrirtækja spá því að innleiðingin hér
á landi verði hröð og reiknað er með að notendum
bjóðist 4G þjónusta í byrjun nýs árs.
Helsta breytingin sem notendur verða varir við með
tilkomu 4G er umtalsvert meiri hraði á gagnaflutningi,
en kerfið er fyrst og fremst hannað með gagnaflutning
í huga, ekki hefðbundin símtöl. Í gögnum sem Póst- og
fjarskiptastofnun hefur lagt fram í tengslum við upp-
boð á tíðnisviðunum kemur fram að miðað sé við að
10Mb/s hraði náist í fyrsta áfanga nýrra 4G kerfa í
þéttbýli hérlendis fyrir 2016, en fyrir 2020 verði hrað-
inn kominn í 30Mb/s.
Stóraukin netnotkun drífur þróunina áfram
Kerfið býður mögulega upp á allt að 100 Mb/s hraða,
sem jafngildir ljósleiðaratengingu í dag, en við prófanir
hefur farsímafyrirtækið Nova náð rúmlega 80Mb/s
hraða við kjöraðstæður á prófunarsvæði sínu í Reykja-
vík. Þá er einnig talsverður munur á tengihraða, en
biðtími eftir tengingu verður líklega aðeins um 20 milli-
sekúndur, sem er um einn þriðji af því sem er algengt í
dag. Það er þó ljóst að áfram verður notast við 3G
kerfið enn um sinn, og rétt að taka fram að 4G tæki
geta nýtt sér það kerfi áfram ef á þarf að halda.
Það er fyrst og fremst stóraukin netnotkun í farsím-
um sem drífur þessa þróun. Mikil aukning hefur verið
í gagnaflutningi á stafrænu myndefni, myndböndum
og hljóði í farsíma á undanförnum tveimur árum, og
er búist við að um 90% af öllu gagnamagni um far-
símakerfi verði af þeim toga innan fárra ára. Til að
anna þessari eftirspurn er nauðsynlegt að auka af-
kastagetu flutningskerfisins umtalsvert. Sú mikla
flutningsgeta sem 4G býður upp á mun jafnframt
þýða að þráðlaust 4G samband mun í einhverjum til-
fellum geta leyst af hólmi nettengingar heimila.
Fjórða kynslóðin er framtíðin
VÍÐA Í EVRÓPU ER 4G TÆKNIN AÐ RYÐJA SÉR TIL RÚMS EN NORÐURLÖNDIN
HAFA VERIÐ LEIÐANDI FRÁ ÞVÍ AÐ INNLEIÐING HÓFST ÞAR 2009
Sveinn Birkir Björnsson sveinnbirkir@gmail.com
4G tæknin verður tekin í notkun hérlendis á næsta ári.
Morgunblaðið/Ernir
11.11. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37
Opnunartímar:
Smáralind
Virka daga 11-19 | Fimmtudaga 11 - 21 | Laugardaga 11 - 18
Sunnudaga 13 - 18 | Sími 512 1330
Laugavegi 182
Virka daga 10-18 | Laugardaga 11 - 16 | Sími 512 1300
iPad
mini
Haltu á hinum stafræna
heimi í einu undratæki sem
smellpassar í lófann.
Komin í verslanir
@mittromney
@chrisozer@barackobama
@iamyuttie
@altitude_dj
@barackobama @newyorkcity
@simardent
Stofnað Október 2010.
Eigandi Facebook.
100.000.000 Skráðir notendur.
58 myndum er deilt á hverri sekúndu að jafnaði.
3. sæti á Google Play yfir mest sóttu símaforrit fyrir
Android.
1600% fjölgun notenda á milli apríl 2011 og apríl 2012.
1 vika leið þar til Instagram náði 100.000 notendum.
1.000.000.000 myndum hafði verið deilt á
Instagram í maí á þessu ári.
1.000.000.000 USD er upphæðin sem
Facebook greiddi fyrir Instagram fyrr á þessu ári.
77 milljónir dollara fengust fyrir myndarisann
Kodak á sama tíma.
7,3 milljón einstakir notendur á hverjum degi.
1 nýr notandi á sekúndu í maí 2012.
Instagram í tölum