Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2012, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2012, Blaðsíða 37
@13thwitness Í vikunni sem leið tilkynnti Póst- og fjarskiptastofnun að ráðist yrði í uppboð á tveimur tíðnisviðum fyrir 4. kynslóð farsíma, svokallaða 4G tækni. Talsmenn íslenskra símafyrirtækja spá því að innleiðingin hér á landi verði hröð og reiknað er með að notendum bjóðist 4G þjónusta í byrjun nýs árs. Helsta breytingin sem notendur verða varir við með tilkomu 4G er umtalsvert meiri hraði á gagnaflutningi, en kerfið er fyrst og fremst hannað með gagnaflutning í huga, ekki hefðbundin símtöl. Í gögnum sem Póst- og fjarskiptastofnun hefur lagt fram í tengslum við upp- boð á tíðnisviðunum kemur fram að miðað sé við að 10Mb/s hraði náist í fyrsta áfanga nýrra 4G kerfa í þéttbýli hérlendis fyrir 2016, en fyrir 2020 verði hrað- inn kominn í 30Mb/s. Stóraukin netnotkun drífur þróunina áfram Kerfið býður mögulega upp á allt að 100 Mb/s hraða, sem jafngildir ljósleiðaratengingu í dag, en við prófanir hefur farsímafyrirtækið Nova náð rúmlega 80Mb/s hraða við kjöraðstæður á prófunarsvæði sínu í Reykja- vík. Þá er einnig talsverður munur á tengihraða, en biðtími eftir tengingu verður líklega aðeins um 20 milli- sekúndur, sem er um einn þriðji af því sem er algengt í dag. Það er þó ljóst að áfram verður notast við 3G kerfið enn um sinn, og rétt að taka fram að 4G tæki geta nýtt sér það kerfi áfram ef á þarf að halda. Það er fyrst og fremst stóraukin netnotkun í farsím- um sem drífur þessa þróun. Mikil aukning hefur verið í gagnaflutningi á stafrænu myndefni, myndböndum og hljóði í farsíma á undanförnum tveimur árum, og er búist við að um 90% af öllu gagnamagni um far- símakerfi verði af þeim toga innan fárra ára. Til að anna þessari eftirspurn er nauðsynlegt að auka af- kastagetu flutningskerfisins umtalsvert. Sú mikla flutningsgeta sem 4G býður upp á mun jafnframt þýða að þráðlaust 4G samband mun í einhverjum til- fellum geta leyst af hólmi nettengingar heimila. Fjórða kynslóðin er framtíðin VÍÐA Í EVRÓPU ER 4G TÆKNIN AÐ RYÐJA SÉR TIL RÚMS EN NORÐURLÖNDIN HAFA VERIÐ LEIÐANDI FRÁ ÞVÍ AÐ INNLEIÐING HÓFST ÞAR 2009 Sveinn Birkir Björnsson sveinnbirkir@gmail.com 4G tæknin verður tekin í notkun hérlendis á næsta ári. Morgunblaðið/Ernir 11.11. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 Opnunartímar: Smáralind Virka daga 11-19 | Fimmtudaga 11 - 21 | Laugardaga 11 - 18 Sunnudaga 13 - 18 | Sími 512 1330 Laugavegi 182 Virka daga 10-18 | Laugardaga 11 - 16 | Sími 512 1300 iPad mini Haltu á hinum stafræna heimi í einu undratæki sem smellpassar í lófann. Komin í verslanir @mittromney @chrisozer@barackobama @iamyuttie @altitude_dj @barackobama @newyorkcity @simardent Stofnað Október 2010. Eigandi Facebook. 100.000.000 Skráðir notendur. 58 myndum er deilt á hverri sekúndu að jafnaði. 3. sæti á Google Play yfir mest sóttu símaforrit fyrir Android. 1600% fjölgun notenda á milli apríl 2011 og apríl 2012. 1 vika leið þar til Instagram náði 100.000 notendum. 1.000.000.000 myndum hafði verið deilt á Instagram í maí á þessu ári. 1.000.000.000 USD er upphæðin sem Facebook greiddi fyrir Instagram fyrr á þessu ári. 77 milljónir dollara fengust fyrir myndarisann Kodak á sama tíma. 7,3 milljón einstakir notendur á hverjum degi. 1 nýr notandi á sekúndu í maí 2012. Instagram í tölum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.