Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2012, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.11. 2012
Portrett sem Pablo Picasso málaði af hjákonu
sinni, Walter, árið 1932 var slegið hæstbjóð-
anda á uppboði Sotheby’s í vikunni fyrir 41
milljón dala, um 5,1 milljarð króna. Eftir
nokkra uppsveiflu á listuppboðamarkaði á síð-
ustu misserum hafa uppboð Christie’s og
Sotheby’s í vikunni, á verkum impressjónista
og módernista, valdið nokkrum vonbrigðum.
Til að mynda fengust ekki lágmarksboð í um
þriðjung verkanna.
Sérfræðingar uppboðshúsanna kenna því
meðal annars um að ekki hafi fengist nægilega
mörg meistaraverk að bjóða upp.
Níu verk eftir Picasso voru boðin upp hjá
Sotheby’s og seldust ekki öll. Annað var einnig
af Walter og var slegið á 17 milljónir dala.
NIÐURSVEIFLA Á UPPBOÐUM
PICASSO VINSÆLL
Þessi mynd sem Picasso málaði af hjákonu sinni
árið 1932 var sú verðmætasta á uppboðinu.
Árni Heiðar og Gissur Páll flytja íslensk ein-
söngslög í Hömrum á Ísafirði.
Þeir Gissur Páll Gissurarson tenór og Árni
Heiðar Karlsson píanóleikari munu halda
tónleika saman nú á sunnudagskvöld klukkan
20 í Hömrum á Ísafirði. Yfirskrift tónleikanna
er Ísland farsælda frón og verða flutt fjöl-
mörg þekkt einsöngslög. Þrátt fyrir áherslu á
íslenska og þjóðlega tónlist verður einnig
flutt úrval evrópskra sönglaga. Áhersla verð-
ur lögð á nálægð og innlifun bæði flytjenda og
hlustenda.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þeir félagar
Gissur Páll og Árni Heiðar koma fram en
samstarf þeirra hófst árið 2008 og hafa þeir
komið fram síðan við fjölmörg tækifæri.
GISSUR PÁLL Í HÖMRUM
ÍSLANDSLÖG
Alda Lóa Leifsdóttir er höfundur sýning-
arinnar Fólkið á Þórsgötu sem verður opnuð
nú í dag, laugardag, í Þjóðminjasafni Íslands.
Á sýningunni má sjá ljósmyndir af íbúum
Þórsgötu í Reykjavík sem teknar eru á ár-
unum 2004-2012. Fólkið er ýmist myndað á
heimili sínu eða utan þess við ýmiss konar
aðstæður.
FÓLKIÐ Á ÞÓRSGÖTU
MANNESKJA
ER VERÖLD
Listfræðinemar tóku sig saman og opnuðu Artíma gallerí tilað fá praktískari reynslu af náminu,“ segir Oddný BjörkDaníelsdóttir, formaður stjórnar Artíma. Galleríið fagnar
eins árs afmæli nú þann 11. nóvember og hafa sýningarnar verið
jafn fjölbreyttar og þær hafa verið margar. Í Artíma Galleríi fá
nemendur tækifæri til að prófa sig áfram, gera tilraunir og kynn-
ast ferli sýninga. „Meðlimir gallerísins eru sýningarstjórar og það
er misjafant eftir sýningum hvernig listamennirnir eru valdir inn
til okkar. Í sumum tilfellum fá vinir og kunningjar tækifæri til
að koma sér á framfæri og í öðrum tilfellum er valið úr umsókn-
um. Ferlið er þá þannig að sýningarstjórinn tekur listamanninn
að sér og sýningin verður samstarfsverkefnið þeirra,“ segir
Oddný Björk.
Nemendur sammælast um það að fyrsta árið hafi gengið von-
um framar enda mikill metnaður lagður í hverja sýningu. „Við
byrjuðum í kjallara á Smiðjustígnum en fengum svo boð um að
leigja pláss af Nýlistasafninu. Okkur þótti það mikið skref upp á
við og staðfesting á því að við værum að gera vel. Í kjölfarið
varð áhuginn meiri og við stofnuðum svo stjórn í sumar. Nú von-
umst við auðvitað eftir meiri viðurkenningu frá Háskólanum þar
sem okkur finnst við vera búin að sýna fram á að hér sé þörf
og þetta geti ekki eingöngu verið bóklegt nám sé fólk metn-
aðarfullt fyrir náminu,“ segir Oddný Björk.
Af þeim verkefnum sem Artíma hefur fengist við fyrsta árið á
oppnunarsýningin sérstakan sess í hjarta Oddnýjar en líka sýn-
ingin Geðveik list sem var haldin í samstarfi við alþjóðlega geð-
heilbrigðisdaginn. En hvaða verkefni liggja nú fyrir hjá Artíma?
„Nú er sýningunni Park Day að ljúka og við munum lána rýmið
til Nýlistasafnsins en stefnan er að opna þrjár sýningar í desem-
ber sem eru enn í mótun,“ segir Oddný Björk.
ARTÍMA GALLERÍ EINS ÁRS
Rými fyrir
grasrótarstarfsemi
Af sýningunni art PARK(ing) Day. Listamenn umbreyttu bílastæði í sýning-
arrými og verkið var síðan flutt inn í húsnæði Artíma.
METNAÐUR LISTFRÆÐINEMA FYRIR NÁMI SÍNU
ER KVEIKJAN AÐ OPNUN ARTÍMA GALLERÍS
Signý gunnarsdóttir signy@mbl.is
Menning
G
uðmundur dregur upp heild-
stæða mynd af sögu ætt-
arvelda, alveg frá upphafi
byggðar í landinu til nú-
tímans. „Ég reyni fyrst og
fremst að benda á samfelluna; við erum vön
því að fjallað sé um ættarstríð á Sturlungaöld
en margir átta sig ekki á því hve ættir og
fjölskyldubönd eru mikil einkenni á íslensku
þjóðfélagi alla tíð og hve samfellan er mikil.
Þráður ættarvelda er óslitinn frá höfðingjum
landnámsaldar til nútímans. Ég dreg upp
mynd af því hvernig ættarveldin tryggðu að
auður og völd héldust innan sömu ættar,“
segir sagnfræðingurinn.
Guðmundur rifjar upp að fram á 19. öld
hafi verið hér mjög öflugar höfðingja-
fjölskyldur, fyrst og fremst jarðeigendur en
fóru líka með öll helstu embætti landsins.
Ættarmetnaður fyrirmenna
„Það urðu svo miklir leysingatímar á 19. öld
þegar möguleikar urðu til þess að komast
áfram í þjóðfélaginu í krafti eigin framtaks og
atgervis; það var tími manna eins og Jóns
Sigurðssonar, sem var ekki af neinum ættum,
ef svo má segja, og hræringar eru líka miklar
á 20. öldinni. Það hefði ekki gerst fyrr á öld-
um að menn eins og Halldór Laxness og Jón-
as frá Hriflu hefðu orðið eins áhrifamiklir og
raunin er,“ segir hann.
Guðmundur fjallar um hve menn hófu í
raun snemma að stunda ættfræði hérlendis og
hvaða hugmyndir þeir höfðu um ætterni og
ættgöfgi. „Þannig er mál með vexti að þegar
ritöld hófst á Íslandi fóru menn strax að nota
ættfræði. Ýmsar skýringar eru eflaust á því
en ein meginástæðan, sem ég geri að umtals-
efni í bókinni, er ættarmetnaður þeirra fyr-
irmenna sem réðu í samfélaginu; þeir vildu
rekja ættir sínar til fornra hetja sem sögur
fóru af og töldu sig öðlast hlut í frægð þeirra
og ljómanum sem af þeim stafaði.“
Stuttur kafli í bók Guðmundar ber nafnið
Hinir nýríku og er áhugaverð lesning þar sem
vel kemur í ljós mismunandi sýn fólks á hlut-
ina.
Í kaflanum segir meðal annars: „Ólafur
Thors og bræður hans voru hinir fyrstu á Ís-
landi sem nefndir voru nýríkir. Það gerði Jón-
as Jónsson frá Hriflu í blaðagreinum á þriðja
og fjórða áratugnum. Aðrir urðu síðan til að
taka það upp eftir honum. Jónasi líkaði ekki
að Thorsararnir efnuðust á útgerð því hann
taldi landbúnað göfugri auðsuppsprettu. En
það sem hneykslaði hann mest voru viðhorf
þeirra – yfirleitt ýkt af penna hans – og lífs-
hættir – gjarnan orðum auknir; „eyðslulíf á
háu stigi“, „iðjuleysi“, „menningarleysi“, „óhóf
í daglegum venjum“ og „slá um sig með pen-
ingum“ hét það þegar honum varð heitt í
hamsi.
Húsakynni Thorsaranna kvað hann „fárán-
leg skrauthýsi“ og ekki voru „sumarskálar til
laxveiða“ betri.
„Nouveau riche“ – hinir nýríku – er al-
þjóðlegt hugtak, franskt að uppruna, um þá
sem auðgast hafa á einum mannsaldri án bak-
hjarls í nokkrum ættarauði. Á yfirborðinu er
það hlutlaust og gerir engan mun á því hvort
menn hafa efnast fyrirhafnarlítið með bralli
og braski eða með ærlegu starfi og erf-
iðismunum. En í reynd hefur það alltaf falið
meira í sér. Það drýpur af því lítilsvirðingin;
það er nokkurs konar stimpill sem segir að
viðkomandi séu ekki eins fínir og virðulegir
og menn ættarauðsins, eigi margt eftir að
læra og reyna áður en þeir eru teknir inn í
samfélag heldri manna. Og ekki víst að það
verði nokkru sinni; sumir hinna nýríku verða
snauðir á ný jafnhratt og þeir auðguðust. Þeir
ofmetnast, kunna ekki fótum sínum forráð.
„Það þarf sterk bein til að þola góða daga,“
segir málshátturinn.“
Hvorki tími né þolinmæði
Guðmundur segir að fornríkum mönnum og
ættstórum hafi yfirleitt ekki verið um þessa
nýliða auðstéttarinnar gefið, „síst skyndi-
gróðamennina; fannst þeir sjálfumglaðir
spjátrungar. „Þrjár kynslóðir þarf til að koma
upp fyrirmanni,“ segja Englendingar.
En á Íslandi höfðu menn hvorki tíma né
þolinmæði til að fylgja þeirri reglu. Þegar
Thorsararnir komu fram á sjónarsviðið á öðr-
um og þriðja áratugnum voru mörg valdasæti
viðskipta og stjórnmála auð eða völt. Það
vantaði forystumenn og frumkvöðla með
metnað og sjálfsöryggi. Það vantaði nýja fyr-
irmenn. Hinar gömlu ættir auðs og valda voru
búnar að missa fótfestuna, gamalgróinn fjöl-
skylduauður uppurinn og erfingjarnir um þær
mundir fæstir til stórræðanna. „Hinir nýríku“
erfðu landið – og miðin – og urðu á stuttum
tíma fornríkir í vitund fólks. Thorsararnir
voru fyrirferðarmestir en ekki einir um hit-
una.
Í heimsstyrjöldinni fyrri græddu nokkrir
brautryðjendur íslenskrar innflutningsversl-
unar, Ólafur Þ. Johnson, Garðar Gíslason og
Hallgrímur Benediktsson, óhemju fé, tókst að
ávaxta það, og lögðu hver um sig grunn að
miklu ættarveldi.“
ÆTTARVELDI Á ÍSLANDI
Óslitinn þráður frá
landnámsöld til nútímans
GUÐMUNDUR MAGNÚSSON HEFUR SENT FRÁ SÉR BÓKINA ÍSLENSKU ÆTTARVELDIN – FRÁ ODDAVERJUM TIL
ENGEYINGA, ÞAR SEM HANN SKOÐAR ÍSLENDINGASÖGUNA ÚT FRÁ ÁHRIFUM EINSTAKRA ÆTTA.
Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Guðmundur Magnússon. Viðeyjarstofa í fjarska.
Morgunblaðið/Kristinn