Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2012, Blaðsíða 34
Jóhannes I. Kolbeinsson segir fisvélar hentugar í leit þar sem þær eru þeim kosti
búnar að geta flogið hægt yfir leitarsvæðin og eins eru þær ódýrar í rekstri.
▼ Contour-myndavél
Flugbjörgunarsveitin hefur nú prófað
að festa myndavélar á vængi flugvél-
anna. Þá er notast við myndavélar
sem þola sæmilegt veður og taka
GPS-hnit eins og Contour og GoPro.
Leitarmaðurinn er þá bæði að leita
og að taka leitina upp. Þá er mögu-
leiki fyrir þá björgunarsveitarmenn
sem ekki komast í flug að fínleita á
upptökunni að fluginu loknu. Þetta
getur nýst vel ef leitað er til dæmis á
sprungusvæðum eða í hrauni því að
þá er hægt að fletta ramma fyrir
ramma.
*Græjur og tækniEkki eru nema örfá ár síðan skipt var úr GSM yfir í 3G. Nú er 4G handan við hornið »36
Jóhannes I. Kolbeinsson er virkur meðlimur í Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík og starfar semframkvæmdastjóri hjá Kortaþjónustunni. Nýverið hóf Flugbjörgunarsveitin að leita úr lofti álitlum fisvélum í samstarfi við Fisfélagið. Þess konar leit hentar vel ef það þarf að hraðleita á
stórum svæðum. Eins er eldsneytiskostnaður svipaður og í fólksbíl eða jeppa og því ljóst að þetta
er mun hagkvæmari leitaraðferð en að nota þyrlur. „Þetta er samt ekki sambærilegt við þyrluleit,
það er bara allt önnur hugmyndafræði á bak við þetta,“ segir Jóhannes „Þyrlurnar geta að sjálf-
sögðu flogið í myrkri en þær eru ekki alltaf tiltækar og kosta auðvitað miklu meira.“ Fyrsta leitin á
fisvélum var á Sólheimajökli þegar leitað var að Svía sem hafði villst af leið. „Þetta byrjaði sem til-
raun síðasta vetur en það er búið að staðfesta að vélarnar eru mjög öflug leitartæki og við erum að
koma þessu inn í skipulagið hjá okkur. Þetta er eitt af fáum verkefnum sem byrja sem tilraun
hjá okkur en reynast síðan algjört „breakthrough“ fyrir okkur,“ segir Jóhannes. Hægt er að
keyra með eldsneytisbirgðir víða um land svo hægt sé að lenda nálægt leitarstað til að
fylla á tankinn í löngum leitarverkefnum. Jóhannes segir að björgunarsveitirnar ættu
að geta staðið undir þeim kostnaði sem fylgir fisvélunum og telur hann að það sé
aðeins tímaspursmál hvenær þær verði staðalbúnaður. „Við vitum
að þessi fisleit mun bjarga mannslífum, það er bara spurning
hversu langt er í það,“ segir Jóhannes.
Jóhannes er sjálfur mikill adrenalínfíkill en hann er mikið í
mótorkrossi og var um tíma í fallhlífarhópnum en sá hópur
getur farið á fjarlæga staði í flugvél og ef lendingarskil-
yrði eru erfið getur skipt sköpum að senda mann og
búnað úr vélinni til að veita fyrstu hjálp. „Ég er með
mikla græjudellu í sambandi við myndavélar og gps-tæki sem nýtast
bæði í fluginu og mótorkrossinu,“ segir Jóhannes.
▲ GPS í flugvélum
Leitarmenn í flugvélunum eru með GPS-
tæki og inni á þeim er leitarskipulagið.
Þessi tæki eru yfirleitt í eigu björg-
unarsveitarmannanna sjálfra og væri það
draumastaða ef félögin ættu nægilegt
fjármagn til að koma sér upp þessum
staðalbúnaði. Eftir hvert flug skilar leit-
armaður af sér gps-punktum úr fluginu
til svæðisstjórnar og þá er hægt að af-
marka leitina betur. GPS-punktarnir gefa
ekki bara upp svæðið sem leitað var á
heldur er líka hægt að sjá á þessum
hnitum í hvaða hæð punkturinn var tek-
inn og á hvaða hraða. Ef farið var of
hratt yfir getur þurft að fara aftur á
staðinn til að leita aftur.
▲ Færanlegur vindsokkur
Flugbjörgunarsveitin og Fisfélagið
vinna nú í því að fá færanlegan vind-
sokk svo flugmenn eigi hægara með
að reikna út vindinn þegar verið er
að finna hentugt lendingarsvæði.
NÝ LEITARTÆKNI
Mun bjarga
mannslífum
„VIÐ VITUM EKKI TIL ÞESS AÐ ÞETTA SÉ GERT ANNARS STAÐAR Í HEIMINUM,
EN ÞAÐ GETUR SAMT VEL VERIÐ,“ SEGIR JÓHANNES I. KOLBEINSSON UM
NÝJA LEITARAÐFERÐ FLUGBJÖRGUNARSVEITARINNAR Í REYKJAVÍK
Signý Gunnarsdóttir signy@mbl.is
Morgunblaðið/Styrmir Kári
▲ TETRA-talstöð
Björgunarsveitarmenn notast við TETRA-
talstöðvar í samskiptum við leitarstjórn en
flugmennirnir notast við flugradíótal-
stöðvar í samskiptum sín á milli og við
flugturn. Flugbjörgunarsveitin hefur verið
að prófa að tengja TETRA-stöðvarnar í
intercom-kerfi flugvélanna þannig að flug-
mennirnir heyra TETRA-samskiptin og leit-
armennirnir heyra flugsamskiptin. Þetta
skiptir miklu máli upp á að samræma að-
gerðir í leitarskipulaginu.
▼ Fisvél
Fisvélar nýtast vel í leit þar
sem þær geta flogið mun
hægar en aðrar flugvélar.
Vélarnar eru bundnar
þyngdartakmörkunum og
mega eins manns vélar vera
að hámarki 300 kg og
tveggja manna vélar 450 kg.
Þyngd manna getur því
skipt máli, sérstaklega ef
einhver búnaður er um
borð í vélunum.
Ljósmynd/Helga Björnsdóttir