Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2012, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2012, Blaðsíða 36
myndum á sekúndu að meðaltali af storm- inum og eyðileggingunni sem fylgdi, en aldrei áður hafa jafnmargir deilt ein- stökum atburði í einu á Instagram. Not- endur nota myllutákn (#) til að merkja myndir með viðfangsefni og á skömmum tíma voru komnar yfir 800.000 myndir sem merktar voru #sandy eða með skyld- um merkingum. Mynd segir meira en þúsund orð, og það mikla sjónarspil sem fellibylurinn Sandy skapaði gerði það að verkum að Instagram öðlaðist sjálfstætt líf sem fjöl- miðill, líkt og samfélagsmiðillinn Twitter gerði í arabíska vorinu. Fólk um allan heim gat séð myndir og fylgst með fram- vindu mála á hamfarasvæðinu, nánast í rauntíma. Þetta mikla myndaflóð setti In- stagram í lykilstöðu þegar kom að umfjöll- un um Sandy og gerði það að ómissandi verkfæri í þágu borgaralegrar blaða- mennsku. Gildi Instagram fyrir fjölmiðla sannaðist aftur í vikunni sem leið í kringum forseta- kosningarnar í Bandaríkjunum. Fjöldi not- enda Instagram færði kosningaþátttöku sína til bókar í myndum (og stuttu máli) á Instagram. Alls var rúmlega 250.000 myndum dreift á kosningadaginn sem merktar voru kosningunum með einum eða öðrum hætti. Hið virta dagblað New York Times notaði þjónustuna í sérúttekt á síðu blaðsins sem kallaðist „Kosningarnar á In- stagram“ þar sem það birti myndir kjós- enda sem merktar voru #NYTelection. Það má þó taka það fram að íslenska tímaritið Reykjavík Grapevine var á undan New York Times í að tileinka sér þennan möguleika Instagram, en á heimasíðu Grapevine sem tileinkuð var Iceland Airwaves hátíðinni mátti sjá myndir sem gestir hátíðarinnar deildu í gegnum In- stagram og voru merktar #Airwaves12 tákninu, sem gerði öllum kleift að sjá hvað bar hæst á hátíðinni á hverjum tíma. I nstagram er vinsælt smáforrit fyrir síma sem gerir notendum kleift að deila myndum með einföldum hætti en forritið hefur nú náð rúmlega 100 milljónum notenda. En þrátt fyrir öra fjölgun notenda, hafa margir haft efasemd- ir um gildi þjónustunnar. Fyrirtækið komst í fréttirnar fyrr á árinu þegar Facebook keypti fyrirtækið fyrir einn milljarð dollara í apríl síðast- liðnum. Mörgum þótti verðmiðinn hár fyrir fyrirtæki sem hafði ekkert augljóst tekju- módel. Það á reyndar enn eftir að koma í ljós hvernig Facebook ætlar sér að hagn- ast af Instagram þjónustunni, en það er óþarfi að efast um gildi Instagram sem vefþjónustu lengur. Í vikunni kynnti Instagram til sögunnar notendasíður sem færir þjónustuna úr viðj- um símans á vefinn, og gerir öðrum en notendum Instagram kleift að skoða myndir sem hefur verið deilt. Þetta við- mót tryggir stöðu Instagram talsvert sem sjálfstæðs samfélagsmiðils, en enn á eftir að bæta við þann hluta þjónustunnar. 800 þúsund myndir merktar Sandy En þó hér sé um framþróun að ræða í þjónustu Instagram þá sannaði fyrirtækið miklu frekar tilverurétt sinn þegar fellibyl- urinn Sandy gekk yfir austurströnd Bandaríkjanna í þarsíðustu viku. Þegar stormurinn stóð sem hæst í New York og New Jersey deildu notendur Instagram 10 Mynd segir meira en 140 stafabil INSTAGRAM HEFUR VERIÐ Í NÆR STÖÐUGRI SÓKN FRÁ ÞVÍ AÐ ÞAÐ KOM ÚT FYRIR RÉTTUM TVEIMUR ÁRUM OG STÁTAR AF SKJÓTARI VEXTI EN STÓRU SAMSKIPTAMIÐLARNIR FACEBOOK OG TWITTER Sveinn Birkir Björnsson sveinnibirkir@gmail.com ÓTRÚLEGUR VÖXTUR MYNDAFORRITSINS VINSÆLA INSTAGRAM Notendur Instagram 13. október 2010 11. september 2012 M ill jó ni r no te nd a 100 90 80 70 60 50 40 30 20 10 0 100.000 notendur 4,4 milljónir 26. maí 2011 12 milljónir 31. okt. 2011 27 milljónir 11. mars 2012 100 milljónir 36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.11. 2012 Græjur og tækni sjoppu, en stendur eflaust til bóta á næstu vikum og mánuðum. Lokið á vélinni, sem maður kaupir sérstaklega eða með í pakka, er eitt það snjallasta við hana, því það er líka lyklaborð. Það smellur á vélina með segul og sáraeinfalt að koma því fyrir, gerist nánast sjálfkrafa. Það sem ég reyndi er örþunnt, ekki nema 0,3 sm að þykkt, en einnig er hægt að fá þykkara, 0,6 sm, og þá með upp- hleyptum hnöppum. Það er sérkennilegt að skrifa á þynnra lykla- borðið, en maður kemst fljótlega upp á lag með það. Þráðlausa netið er þrusugott, mun betra en á iPadinum mín- um, en hún er ekki fáanleg með 3G/4G þótt USB-tengið ætti að gefa kost á netpung. Hún er ekki heldur með innbyggt gps, en með Bluetooth. Stóra spurningin er vitanlega hvort Surface sé jafngóð og iPad og ekki síst hvort hún nái að skáka keppinautnum. Svarið er: Ekki enn. Það er þó margt í hönnuninni sem er hreinræktuð snilld, til að mynda lyklaborðs- lokið og innbyggður standur, en skort- ur á hugbúnaði stendur eflaust í ein- hverjum og skjárinn stendur Retina-skjá iPadsins að baki. Ný spjaldtölva frá Microsoft, Microsoft Surface, var kynnt umleið og Windows 8 um daginn og vakti mikla athygli. Húner ekki komin í verslanir hér, en berst eflaust bráðum og því rétt að taka hana til kosta. Áferðin á vélinni er afbragð, hún er traust viðkomu og boddíið úr magnesíumblöndu. Þótt hún sé nánast jafnþung og nýjasta gerð iPad finnst manni eins og hún sé veigameiri smíði, en þar ræð- ur kannski einhverju að kantar á henni eru skáskornir, en ekki rúnnaðir, en með því móti var meðal annars hægt að koma USB-tengi fyrir Það kom mér nokkuð á óvart þegar ég fór að prófa vélina að innan um hug- búnað sem fylgdi var Of- fice-pakkinn, sem kostar sitt; Word, PowerPoint, Excel og OneNote. Gætið að því að stýrikerfið er Windows RT, en ekki Windows 8. Það er áþekkt að flestu leyti, til að mynda er viðmótið nánast eins, en ekki hægt að keyra á því allan hugbúnað, bara þann hugbúnað sem fæst í forritabúðinni sem fylgir Windows 8. Sem stendur er fátt um forrit í þeirri LISTILEGA HÁLFKARAÐ ÞAÐ ÞÓTTU HELDUR EN EKKI TÍÐINDI ÞEGAR MICROSOFT KYNNTI NÝJA SPJALDTÖLVU UM DAGINN, MICROSOFT SURFACE, OG KANNSKI Í TAKT VIÐ ÞRÓUNINA; SPJALDTÖLVAN TEKUR VIÐ AF BORÐTÖLVUNNI. Græja vikunnar * Hún fæst 32 GB og 64 GB,en það er líka rauf fyrir micro- SDXC-minniskort, haganlega komið fyrir, og því einfalt að koma efni inn á hana. Þótt minnið sé 32 GB tekur hugbúnaðurinn sitt og því ekki nema um 16 GB á lausu. * Á vélinni er eitt USB-tengi,en einnig micro-HDMI-tengi. Það er hægt að tengja vélina við ann- an skjá og láta hana keyra þá samtímis; sem hluta af skjáborði, viðbótarskjáborð, stærra skjáborð eða nota bara viðbótarskjáinn. Snilldarútfærsla á spjaldtölvu. ÁRNI MATTHÍASSON * Vélin er 27,5 sm á breidd,17,2 á hæð og 0,9 sm á þykkt. Hún er 680 g að þyngd, en eðli- lega aðeins þyngri með lykla- borði/loki sem lýst er hér fyrir ofan. Skjárinn á vélinni er í hlut- föllunum 16:9, upplausnin 1920 x 1080 dílar. * Segja má aðInstagram hafi öðlast sjálfstætt líf sem fjölmiðill þegar Sandy reið yfir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.