Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2012, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2012, Blaðsíða 47
11.11. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47 arastaðan losnaði. Hann var mín stoð og stytta enda mjög reynslumikill. Hann er sterkur persónuleiki og mikill vinur minn. Þetta er vissulega óvenjulegt og ég er mjög þakklátur félaginu fyrir að gefa mér þetta tækifæri. Ég gat hellt mér út í þjálfunina af fullum krafti og gat strax dýpkað mig í starfi,“ sagði Aron sem stýrði Skjern í þrjú ár áður en hann kom heim og gerði Hauka að Íslandsmeisturum þrjú ár í röð. Gaf frá sér landsliðsþjálfarastarfið Eftir velgengnina hjá Haukum bauðst Aroni að taka við landsliðsþjálfarastarfinu af Al- freð Gíslasyni þegar hann lét af störfum snemma árs 2008. Aron var fullur áhuga á starfinu, þá eins og nú, en varð að setja önnur mál í forgang og gefa starfið frá sér. „Mig langaði mikið til að taka við liðinu á þeim tíma. Ég einfaldlega gat það ekki af persónulegum ástæðum. Það passaði ekki inn í lífið á þeim tíma og þurfti því miður að gefa það frá mér. Ástæðan var ekki áhuga- leysi heldur aðrar ástæður. Við áttum til að mynda von á barni þá um sumarið, á sama tíma og Ólympíuleikarnir fóru fram í Pek- ing. Ég sé í baksýnisspeglinum að það var fínt fyrir mig að afla mér meiri reynslu og koma reyndari og sterkari til leiks núna,“ sagði Aron og hann óttaðist ekkert sér- staklega að tækifærið til þess að stjórna landsliðinu myndi sigla fram hjá sér. „Auð- vitað gat það gerst en ég var náttúrlega mjög ungur þjálfari í byrjun árs 2008 og vonaðist að sjálfsögðu eftir því að til mín yrði leitað aftur.“ Hefur lítið velt athyglinni fyrir sér Með tilliti til þeirra miklu krafna sem gerð- ar eru til landsliðsins um árangur á stór- mótum þá má ljóst vera að það er stór ákvörðun fyrir þjálfara að taka starfið að sér. Aron segist einfaldlega líta þannig á að starf sem þetta sé hluti af þeirri velgengni sem hann sækist eftir í íþróttunum. „Þegar ég fór að setja mér markmið sem þjálfari þá var eitt þeirra að verða landsliðs- þjálfari. Maður stefnir einfaldlega eins hátt og maður getur í boltanum. Íslenska lands- liðið hefur staðið sig vel undanfarin ár og þetta er ein stærsta staðan á landinu í þjálf- un. Í einhvern tíma hefur þetta verið vin- sælasta lið landsins og á vissan hlut í þjóð- arsálinni. Það er auðvitað heiður að fá starfið og ég er stoltur af því að fá að stýra liðinu. Ég reyni að gera þetta eins vel og ég get og ég er mjög vinnusamur. Ég veit að starfinu fylgir mikil pressa og athygli. Ég sé það sem hluta af íþróttunum og reyni að vinna með það. Mestu skiptir að mínu mati að vera samkvæmur sjálfum sér, bæði hvernig maður vinnur og hvernig maður vel- ur liðið,“ bendir Aron á og hann miklar það ekki fyrir sér að verða landsfrægur en það er óhjákvæmilegur fylgifiskur landsliðsþjálf- arastarfsins. „Ég hef ekkert verið að velta því of mikið fyrir mér. Íþróttin og metnaðurinn í kring- um hana er það sem ég hef hugsað um. Ég vildi taka þetta að mér og vil leggja allt mitt af mörkum í þetta verkefni. Ég hef ekkert íhugað aðra þætti heldur hefur ein- beitingin farið í handboltann sjálfan. Hvort sem athyglin telst góð eða slæm þá er hún eitthvað sem fylgir þessu starfi og ég þarf því að læra að umgangast það. Athyglin er vissulega mikil og nánast allir hafa skoðanir á liðinu því við eigum 300 þúsund landsliðs- þjálfara. Ég held að mikilvægast sé að halda sig við að vinna eftir eigin sannfæringu.“ Spilaði sjálfur með landsliðinu Aron er ekki blautur á bak við eyrun þegar kemur að landsliðinu því sjálfur spilaði hann 85 A-landsleiki. Áður en ferillinn fékk skjót- an endi var Aron með landsliðinu á þremur stórmótum. Meðal annars á EM 2002 þar sem liðið lék um verðlaun og á HM 2001 og HM 2003 þar sem liðið tryggði sér þátt- tökurétt á Ólympíuleikunum í Aþenu 2004. „Það er klárlega kostur að hafa verið í landsliðinu í nokkur ár. Maður veit hvernig það er að fara á stórmót og hvernig lífið er í kringum það. Það er gríðarlega mik- ilvægt,“ segir Aron sem er af sömu kynslóð og Ólafur Stefánsson. Aron spilaði með hon- um í landsliðinu og yngri landsliðunum en getur ekki nýtt krafta hans nú þar sem Ólafur hefur ákveðið að láta gott heita eftir magnaðan feril. Aron segist ekki hafa reikn- að með því að Ólafur myndi gefa kost á sér eftir Ólympíuleikana í London og það kom honum því ekki á óvart að geta ekki teflt honum fram. Þegar jafn mikill leiðtogi og Ólafur hverfur á braut, þarf þá ekki að fylla slíkt tómarúm með einhverjum hætti? „Menn eru ólíkir. Ég og Gummi (Guð- mundur Þ. Guðmundsson) erum með svip- aðan leikstíl en erum ólíkar persónur. Sama á við um leikmenn. Nú dettur Óli út en Gaui (Guðjón Valur Sigurðsson) er mikill leiðtogi og hefur verið lengi í liðinu. Hann er mikill íþróttamaður og honum fylgir sig- urhugsun. Hann er vel að því kominn að vera fyrirliði liðsins en auk þess eru aðrir strákar í hópnum sem eru miklir karakter- ar. Hópurinn er vel samstilltur og leikmenn eru tilbúnir að leggja mikið á sig. Hópurinn er tilbúinn til að takast á við breytingar og það var góð upplifun fyrir mig að vinna með liðinu þessa fyrstu viku,“ sagði landsliðs- þjálfarinn Aron Kristjánsson í samtali við Morgunblaðið. Morgunblaðið/Golli Morgunblaðið/Ómar Aron Kristjánsson gerði þriggja ára samning við HSÍ þegar hann var ráðinn landsliðsþjálfari í ágúst. Hann mun þjálfa lið Hauka í N1-deildinni út þetta keppn- istímabil en mun þá láta af störfum á Ás- völlum. Samhliða landsliðsþjálfarastarf- inu mun Aron einnig koma að uppbyggingarstarfi hjá HSÍ. Hvað A-landsliðið varðar segir Aron að stefnt sé að hámarksárangri en um leið sé kominn tími til að undirbúa kyn- slóðaskipti sem verði innan fárra ára. „Núna þurfum við einnig að horfa til þess að byggja upp til framtíðar. Á síð- ustu árum höfum við náð fínum árangri og besta árangri í sögu landsliðsins með því að komast tvívegis á verðlaunapall. Einnig hafa komið mót þar sem við höf- um átt erfiðar uppdráttar. Málið er hins vegar að bilið á milli þessara stráka sem eru í landsliðinu, og þeirra sem eru fyrir utan hópinn, hefur breikkað. Þeir sem hafa spilað mest í landsliðinu eru frekar þröngur hópur leikmanna og við þurfum að toga hina aðeins upp. Nokkrir lykil- manna landsliðsins eru að komast á ald- ur þó þeir séu ekki á útleið strax sem betur fer. Sú staða getur hins vegar kom- ið upp á næstu árum og þá þurfa aðrir að vera klárir. Eitt af mínum stóru verk- efnum verður að undirbúa næstu kyn- slóð þannig að við fáum sem blíðust um- skipti yfir í næsta lið og okkur takist að halda okkur inni á stórmótum,“ sagði Aron og hann óttast ekki að sitt hlut- skipti verði að þjálfa landsliðið á tímabili þar sem það muni gefa eftir. „Nei, ég held ekki. Ég tel að stærstur hluti þessa liðs sem hefur verið saman lengi eigi eftir eitt eða tvö stórmót í við- bót. Stærstur hluti þessa liðs heldur áfram og sumir þeirra verða væntanlega enn lengur í landsliðinu. Fyrir utan liðið eru ungir strákar sem margir hverjir eru langt komnir miðað við aldur. Þegar þeir fá aðeins meiri reynslu og fleiri verkefni þá munu þeir einnig verða góðir. Við þurfum að fá þessi skipti þegar að þeim kemur og ég sé fram á að við getum áfram haldið úti góðu landsliði. Þegar núverandi landsliðsmenn hætta þá er þetta ekki búið þó svo að það geti orðið einhver eðlilegur aðlögunartími. Við er- um bundin því eins og staðan er núna að þegar einn leikmaður dettur út þá er næsti maður óreyndur. Það er bláköld staðreynd í dag. Þess vegna reyni ég að taka stráka sem eru að spila í deildinni hér heima inn á landsliðsæfingar. Með því að gefa þessum strákum smjörþefinn af landsliðinu þá aukum við breiddina. Nú er nýtt upphaf á góðum grunni.“ UNDIRBÚA ÞARF KYNSLÓÐASKIPTI AÐ MATI ARONS „Nú er nýtt upphaf á góðum grunni“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.