Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2012, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.11. 2012 Í 60 ár hefur Arnbjörn Krist- insson rekið bókaútgáfuna Setberg en á þeim tíma hef- ur Setberg gefið út 850 bókatitla. Arnbjörn var ung- ur að árum þegar hann gerðist bókaútgefandi, einungis 27 ára gamall eftir að hafa lært til prent- ara. Hann stendur enn vaktina í fyrirtæki sínu sem hefur á síðustu árum eingöngu helgað sig útgáfu barnabóka. Segðu mér fyrst frá uppruna þínum. „Ég er fæddur árið 1925 og upp- alinn í Eyjum, varð snemma lestr- arhestur, hafði lært að lesa í skóla aðventista sex ára gamall og varð fljótlega vel læs. Bókin var minn heimur. Það var ennþá fátækt í ís- lensku þjóðfélagi en allir komust vel af í Eyjum. Ég vann við að flaka fisk hjá Einari ríka og breiða þorsk til sólþurrkunar hjá Gunnari Ólafssyni og fékk 50 aura á tím- ann. Svo var ég settur í þá eðla iðn, prentnám. Ég vann í Eyjaprent- smiðjunni sem var búin fádæma frumstæðum tækjum, engin setj- aravél heldur lausaletur. Þarna handsetti ég vikublaðið Víði staf fyrir staf. Að sjálfsögðu var ekki hægt að útskrifa mig sem setjara frá slíkum stað og slíkum tækjum og eftir þrjú ár var ég sendur til Reykjavíkur í Ísafoldarprent- smiðju. Sem prentnemi var ég aðra hverja viku sendur niður á Morgunblað eftir klukkan 5 síðdeg- is og fór heim eftir eitt eða tvö á miðnætti. Hlutverk mitt var að setja allflestar fyrirsagnir næsta blaðs. Í flestum tilvikum voru fyr- irsagnir handskrifaðar og stundum snúið að komast fram úr skrift rit- stjóra og blaðamanna. Eitt kvöld kom Valtýr ritstjóri niður í setj- arasalinn, gekk til mín með sínu milda fasi og sagði: „Ungi maður, ég veit að það er stundum erfitt að lesa flýtiskriftina okkar.“ Nú fór um prentnemann! Skyssa mín dag- inn áður var sú að ég hafði sett orðið „en“ í staðinn fyrir „og“, sem breytti merkingu fyrirsagnarinnar. Valtýr tók þessu ekki illa. Sjaldan á lífsleiðinni hef ég hitt fyrir jafn hlýja persónu sem Valtý Stef- ánsson ritstjóra. Ári eftir að ég lauk prentnámi hér á landi fór ég til Kaupmanna- hafnar í framhaldsnám og var þar í tæp tvö ár. Ég fór þangað bein- línis í þeim tilgangi að læra til bókaútgefanda. Eftir að heim var komið vann ég hjá Ísafoldarprent- smiðju. Þar undi ég mér vel. Ég man að enginn félaga minna í saln- um hjá Ísafold treysti sér til að setja handskrifað handrit eftir Jón- as frá Hriflu. Það féll í minn hlut. Ég byrjaði á því að stúdera skrift Jónasar og sá að það var kerfi í vitleysunni og komst sæmilega fram úr textanum. Þegar ég svo hitti Jónas sagði ég við hann: „Af hverju er skriftin svona skrýtin? Hún er nú ekki beinlínis læsileg.“ „Ég veit það vinur,“ svaraði hann, „það stafar af því að hugsunin er svo langt á undan.“ Ég setti litla bók fyrir Eggert Stefánsson söngvara. Handritið átti að heita vélritað en var á reiki upp og niður, út og suður. Hið furðu- legasta vélritaða handrit sem ég hafði séð. Einn daginn kom Eggert með niðurlag handritsins og það var sláttur og reisn yfir mínum manni. Ég spurði hann hvers vegna þetta handrit væri svona órólegt. „Elsku vinur,“ sagði þessi stóri hlýlegi maður, „ég er svo lé- legur að tæpræta.“ Lét drauminn rætast Hvernær ákvaðstu að snúa þér að bókaútgáfu? „Árið 1950 varð spurningin ásækin. Er minn tími kominn? Fór ég ekki til Kaupmannahafnar til að læra til bókaútgefanda? Ég ákvað að láta drauminn rætast og Set- berg skyldi bókaútgáfan heita. Ég valdi þetta nafn því mér finnst það bæði afar fallegt og einfalt. Fljótt hneigðist ég að tvennu í útgáfu- starfseminni, að gefa út þýddar bókmenntir og fræðandi bóka- flokka fyrir börn og unglinga. Það er grundvallaratriði að börn lesi og ég hef haft ákaflega mikla ánægju af því að gefa út barnabækur og útgáfan hefur þróast þannig að nú gef ég eingöngu út barnabækur. Fyrstu fimm árin voru lítið skipulögð í útgáfunni enda vann ég samhliða sem setjari í Ísafoldar- prentsmiðju en 1955 sneri ég mér eingöngu að útgáfu Setbergsbóka. Ég hafði þá þegar gengið til Sigur- björns Einarssonar sem var pró- fessor við Háskóla Íslands og átti við hann erindi: Viltu skrifa ævi- sögu Alberts Schweitzer? Ég sagð- ist skyldu útvega honum öll mögu- leg gögn sem ég gerði. Seinna fékk ég handskrifað bréf frá Schweitzer þar sem hann sagðist ánægður með að ævisaga sín ætti að koma út á íslensku. Ég gaf líka út Kristínu Lavranzdóttur eftir Sigrid Undset og samdi við son hennar um útgáfuréttinn. Ég hafði rætt hugmyndina um að gefa út óstytta útgáfu af Kristínu Lavr- anzdóttur við Helga Hjörvar sem sagði: „Ungi maður, ætlið þér að gefa út bókmenntir?“ Ég sagði: „Já, en þetta verk er meira en bókmenntir, þetta er sögulegt snilldarverk.“ Þá hýrnaði yfir Helga Hjörvar.“ Hvernig myndirðu lýsa sjálfum þér? „Ég tel mig vera fagurkera. Það sýndi sig strax þegar ég kom til Kaupmannahafnar þá 22 ára gam- all. Ég sótti söfn og sýningar stíft og fór á óperusýningar og aðdrátt- araflið þar var auðvitað Stefán Ís- landi. Ég hef yndi af málverkum. Þegar ég vann í Ísafoldarprent- smiðju ákvað ég að kaupa eitt ís- lenskt málverk þriðja hvert ár og þá gæðamálverk. Þetta hef ég gert í 50 ár. Þessi málverk eru mér til mikils yndis. Það gefur mér mikið að eiga verk eftir listamenn eins og Georg Guðna, Kristján Dav- íðsson og Kjarval. Sonur Kjarvals, Sveinn, var reyndar góður vinur minn. Fyrir fimmtíu árum leitaði ég til Sveins sem var innanhússarkitekt, jafn ljúfur og elskulegur og faðir hans. Ég sagði við Svein: „Ég er piparsveinn og er að flytja í nýja íbúð vestur á Melum. Ég ætla að biðja þig um að hanna húsgögn í íbúðina, velja teppi og gardínur, gera allt sem þarf.“ Fljótlega kom í ljós að Sveinn hafði ekkert vit á peningum. Ætli það hafi ekki verið arfgengt. Þegar hann kom með lokareikninginn sagði ég: „Sveinn minn, ég er búinn að fylgjast með því sem þú hefur gert. Þú ert að fara fram á of litla borgun.“ „Nei, þetta er allt í lagi,“ sagði hann. „Þetta er ekki í lagi og ég ætla að bæta við upphæðina,“ sagði ég. Þá sagði Sveinn: „Það er skrýtið!“ Skömmu eftir þetta fór ég að ýja að því hvort það kæmi ekki til greina að móðir hans, Tove Kjar- Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Ákvað að láta draum- inn rætast ARNBJÖRN KRISTINSSON STOFNAÐI BÓKAÚTGÁFUNA SETBERG 27 ÁRA GAMALL OG HEFUR REKIÐ HANA Í 60 ÁR. ÍVIÐTALI RÆÐIR ARNBJÖRN UM STARF SITT, SKEMMTI- LEG ATVIK OG EFTIRMINNILEGA SAMFERÐAMENN. Arnbjörn „Á þessum 70 árum sem ég hef verið á vinnumarkaði hefur mér alltaf þótt gaman í vinnunni og hef hlakkað til hvers dags.“ * Ég er orðinn 87 ára. Er ég aðhætta? Sennilega. Eigandinn ogforstjórinn hafa átt langt eintal en ekki komist að niðurstöðu.“ Svipmynd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.