Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2012, Side 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2012, Side 48
48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.11. 2012 1979 Fyrsta plata HLH-flokksins kemur út og flokkurinn fær 1,3 milljónir króna fyrir að koma fram á Hallærisplaninu. 1986 Icy- flokkurinn fer til að Bergen til að sigra Evróvisjón. Landsmönnum til mikillar furðu gengur það ekki eftir. 1987 Alþjóðleg sigurför Sykurmolanna hefst með útkomu lagsins Birthday. Í London er Björk elt á röndum. (Mynd: Dr. Gunni) 1963 Æpandi heróp berst frá Liverpool. Hljómar frá Keflavík koma í fyrsta skipti fram og taka fljótlega afgerandi forystu sem aðal hljómsveit Bítlatímans. (Mynd: Sigurgeir Sigurjónsson) 1992 Björk gefur út Debut og verður fyrsta alþjóðlega stór- stjarna Íslendinga. Allar gáttir ljúkast upp og „bransinn“ veit hvar Ísland er á landakortinu. Í Q Magazine var henni spyrt saman viðTori Amos og PJ Harvey. Í slands þúsund ár, eða nánar tiltekið síðustu tvær aldirnar eru teknar fyrir í nýrri bók Dr. Gunna, Stuð vors lands, saga dægurtónlistar á Ís- landi. Útgefandi er Sögur ehf. og er öll umgjörð bókarinnar sérlega glæsileg, kápuhönnun og umbrot gera gripinn sérlega eigulegan. „Í raun er þetta búið að taka síð- an 1980 að gera þessa bók því ég er búinn að vera gegnsýrður af áhuga á þessu fyrirbæri síðan þá eða jafnvel fyrr,“ segir doktorinn en markviss skrif í bókina hafa staðið síðustu tvö ár auk myndaöfl- unar, en bókin er vel myndskreytt. Sjálfur hefur hann líka skrifað um tónlist frá árinu 1990 þannig að hann gat líka flett upp í sjálfum sér í heimildavinnunni. „Það er ekki lagt upp með að búa til fræðirit heldur skemmtirit. Það er tæpt á öllu því helsta og mörgu því ekki helsta,“ segir hann gamansamur en bókin er skrifuð í léttum og skemmtilegum stíl. Heimsókn til plötusafnarans Sig- urjóns Samúelssonar, bónda á Hrafnabjörgum við Ísafjarðardjúp, víkkaði hugmyndina á bak við bók- ina. Hann á mesta safn 78-snúninga platna á landinu. „Ég bankaði uppá, hann bauð mér til stofu og fór að spila. Hann spilaði líka fyrir mig af vaxhólki, sem ég hafði aldrei séð áður,“ segir dr. Gunni en eftir þessa heimsókn var tímaramminn á bókinni stækkaður „eins langt aftur og stuð var fyrir hendi“. Bókin byrjar því í upphafi 19. aldar en erfitt var að finna heimildir um þennan tíma og engar plötur voru til. „Svona alþýðuskemmtun þótti ekki merkilegt fyrirbæri á þessum tíma.“ Ertu mikill sagnfræðingur í þér? „Já, varðandi það sem ég hef áhuga á. Ég hef engan áhuga á Ís- lendingasögunum og fornköpp- unum. Þeir voru ekki í neinu stuði, þeir voru bara að drepa hver ann- an,“ segir hann og hlær. Áhrif erlendra heimsókna Eitt af því sem dr. Gunni komst að við gerð bókarinnar var hvað er- lendar heimsóknir hafa kveikt mik- ið í íslenskum poppurum. „Allar er- lendar heimsóknir eru með í bókinni því þær hafa haft mikil áhrif og eru hluti af íslenskri tón- listarsögu.“ Áhrifin hafa alltaf verið mikil er- lendis frá. „Við höfum aldrei fundið upp eitthvað frá grunni og höfum alltaf fengið áhrif erlendis frá. Það kom líka á óvart hvað við vorum snögg að tileinka okkur erlenda strauma, fyrsta djassplatan kemur út 1918, farið að kenna djassdans á Íslandi 1920 og menn farnir að spila djass nokkrum árum síðar. Rokkið kemur síðan bara sama ár og það var fundið upp.“ Talið berst að tímanum þegar Gunni var sjálfur að byrja í tónlist, þegar pönkið réð ríkjum, líka að óbilandi trú Íslendinga á velgengni í Evróvisjón og að því að gömlu dansarnir hétu bara dansarnir einu sinni. „Þetta er sama sagan aftur og aftur, um fólk sem vill vera í stuði og vill fá músík sem það kemst í stuð við.“ SAGA DÆGURTÓNLISTAR Á ÍSLANDI Lands vors stuð EILÍFÐAR STUÐBLÓMIÐ GUNNAR LÁRUS HJÁLMARSSON, BETUR ÞEKKTUR SEM DR. GUNNI, VAR AÐ SENDA FRÁ SÉR GLÆSILEGA BÓK UM POPPSÖGU ÍSLANDS Texti: Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Grafík: Elín Ester Magnúsdóttir ee@mbl.is Dr. Gunni er svo sannarlega í stuði. Morgunblaðið/Golli PI PA R\ TB W A • SÍ A • 12 30 55 KULDANN KLÆDDU AF ÞÉR frá toppi til táar. VIKING POLAR THERMO STÍGVÉL Stærðir 21–41. Svört og fjólublá. 5.990 KR. FULLT VERÐ 7.990 KR. SKOGSTAD MILLE DÚNÚLPA Stærðir 80–116. Bleikar og brúnar. 12.990 KR. FULLT VERÐ 16.990 KR. ANIK PEAK GÖNGUSKÓR OMNI-HEAT Stærðir 41–48. Herraskó. Svartir. 18.990 KR. FULLT VERÐ 24.990 KR.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.