Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2012, Blaðsíða 16
T empelhof-garðurinn í Berlín er alveg einstakur staður. Þarna var áður alþjóða- flugvöllur en honum var lokað árið 2008. Þegar ég kom fyrst til Berlínar árið 2006 lenti ég einmitt á þessum flugvelli. Þá tók ég helst eftir glæsilegu bygging- unum en í annarri heimsókn fyrr á þessu ári var annað uppi á teningunum. Byggingarnar eru vissulega á sínum stað en í stað flugvélanna fara nú um flugbrautirnar annars konar farartæki. Fólk notar sér víðáttuna til að þeysa um á hjólum, línuskautum og seglbrettum á hjólum, sem er sérstaklega áhrifamikil sjón. Flugvellinum var lokað án þess að fyrir lægi hvað ætti að gera við svæðið og þess vegna eru flugbrautirnar allar ennþá til staðar. Honum var lokað án þess að ákveðið gróðasjónarmið væri fyrir hendi með byggingu nýrra húsa heldur er svæðið til afnota fyrir fólkið í borginni, sem hefur tekið því með opnum örmum. Garðurinn er vinsæll til margs konar útivistar og þjónar vel hverfunum í kring. Til dæmis er stórt svæði lagt undir ræktun grænmetis, til hagsbóta og skemmtunar fyrir íbúa í nágrenninu. Þarna er líka hægt að slappa af og leika sér. Á staðnum eru bjórgarð- ar sem selja mat og drykk og líka er vinsælt að grilla á sérmerktum svæðum. Eitt sér- staklega áhugavert svæði í garðinum er lagt undir listrænt mínígolf. Brautirnar eru nokkrar og stendur þekktur listamaður á bak við hverja og eina. Garðurinn heitir á þýsku „Tempelhofer Freiheit“ og er aðeins um fimm kílómetra frá Brandenburgarhliðinu og er á stærð við Central Park í New York. Þetta er sumsé mjög stór garður og ekki laust við að maður fyllist víðáttubrjálæði þegar þangað er komið. Í uppbyggingu garðsins hefur fólkið fengið að ráða, mörg samfélagsleg verkefni eru í gangi þar. Hann var formlega opnaður í maí 2010 en hafði verið notaður í ýmsum til- gangi fyrir almenning á undan því. Ennfremur er mikil uppbygging áætluð á svæðinu til ársins 2017 en þá verður IGA-alþjóðlega garðasýningin haldin þarna. Þemað verður „borg morgundagsins“ og á sýningin að stuðla að alþjóðlegri umræðu um hvernig borg framtíðarinnar eigi að vera. Vonandi eitthvað í líkingu við þetta. Morgunblaðið/Inga Rún FLUGVÖLLURINN SEM VARÐ GARÐUR Fyrir fólkið TEMPELHOF-GARÐURINN Í BERLÍN ER EINSTAKUR STAÐUR EN Í STAÐ FLUGVÉLA FERÐAST NÚ FÓLK UM FLUGBRAUTIRNAR. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Balí er lítil hindúísk eyja, sem tilheyrir fjölmennasta múslimaríki í heimi, Indónesíu. Eyjan er ekki nema 1/20 af stærð Íslands en þar búa rúmlega 3 milljónir manna. Á Balí eru fleiri vespur en bílar. Það sem er einstakt við Balí er hversu trúræknir íbúar hennar eru. Hér má sjá fallega útbúnar fórnir víðar en bara á altörum og er mild reykelsislykt í loftinu. Þrátt fyrir að vera vinsæl ferðamannaparadís er eyjan nánast ósnortin. Sjálf dvaldi ég í 10 daga í þorpinu Ubud sem er þekkt fyrir grósku í listum og menningu og áherslu á heilbrigt líferni. Núna er ég í Tulamben en þar má finna eina fallegustu köf- unaraðstæður í heimi. Í morgun kafaði ég inn í og í kringum skipið USAT Liberty, sem hefur verið á hafsbotni síðan í janúar 1942. Diljá Ámundadóttir, heimshornaflakkari Kafað í kringum skipið USAT Liberty. Það eru fleiri bílar en vespur á Balí. Trúrækið fólk á vespum PÓSTKORT F RÁ BALÍ *Ferðalög og flakkFerðalög á framandi slóðir eru ær og kýr þeirra Sigríðar og Gústafs úr Hveragerði »18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.