Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2012, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2012, Blaðsíða 56
BÓK VIKUNNAR Gagnrýnendur hafa ekki alltaf áhrif því skáldsagan Fimmtíu gráir skuggar heldur áfram að seljast þrátt fyrir slaka dóma. Bækur KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR kolbrun@mbl.is Einn af spennuþáttunum í lestriskáldsagna er að vita ekki hvaðgerist næst. Enginn ætti að fá að svipta lesandann lestraránægjunni með því að upplýsa hann fyrirfram um gang mála í skáldsögu. Gagnrýnendur skilja þetta ekki alltaf. Þeir hafa til dæmis verið ósparir á að segja lesendum hver það er sem er myrtur í skáldsögu Mic- hel Houllebecq, Kortið og landið. Sem betur fer var ég búin að lesa bók- ina áður en dómarnir birtust og höf- undinum tókst því að koma mér á óvart. Fyrir allmörgum árum var vinnu- félagi minn svekktur og sár vegna gagnrýni sem hann hafði lesið. Hann var mikill aðdáandi Ólafs Gunn- arssonar og hafði sett nýja bók hans á óskalista sinn fyrir jól. Svo birtist dóm- ur um bókina. Vissulega lofsamlegur, en gagnrýnandinn hafði séð ástæðu til að skýra frá dauða einnar persónunnar og nafngreina hana. Vinnufélagi minn veinaði hátt þann dag og sagði gagn- rýnandann hafa svipt sig lestraránægj- unni. Hann krafðist þess að ég gripi til aðgerða fyrir sína hönd, en þar sem ég var á þeirri skoðun að það ætti að láta gagnrýnendur í friði kom ég mér und- an því að bregðast við. Að lokum fór svo að vinnufélaginn skrifaði harðort lesendabréf undir nafninu Halldór Jón- asson þar sem hann hundskammaði gagnrýnandann. Gagnrýnendur verða að sýna les- endum tillitssemi og ekki ljóstra upp helstu leyndarmálum bóka sem þeir gagnrýna. Þeir eiga ekki að þylja upp söguþráð og endursegja ein- staka atburði og síst eiga þeir að slá sig til riddara með því að blaðra um dauða per- sóna. Auðvitað eru það engar fréttir að persóna í bókum Ólafs Gunnarssonar deyi en það er algjör óþarfi að segja manni hver þeirra það er. Þannig eiga lesendur líka að fá að lesa nýjustu bók Arnaldar Indr- iðasonar án þess að fá að vita fyr- irfram hvaða persóna eða persónur reynast vera glæpamenn. Lesendur eiga að fá að lesa og njóta án truflunar frá gagnrýnendum. Eng- inn vill verða upplýstur um helstu dramtísku atburðina í bók sem hann ákveður að lesa sér til ánægju. Orðanna hljóðan SVO DÓU ÞAU Ólafur Gunnarsson Arnaldur Indriðason Silja Aðalsteinsdóttir hefur tekið samannýtt úrval af ljóðum hins ástsælaskálds Davíðs Stefánssonar. Ljóðaúr- val nefnist bókin, Silja skrifar formála að henni og Mál og menning gefur út. „Þessi út- gáfa er löngu tímabær,“ segir Silja. „Fyrir tveimur árum var engin bók á markaði eftir Davíð og aðdáendur hans voru óánægðir. Í fyrra kom út í kilju þrettánda útgáfan af Svörtum fjöðrum, sem var dásamlegt fyrir ungt fók sem ekki á mikla peninga til að kaupa bækur en ljóst var að það þurfti að gera betur og veglegar. Úr varð að gefa út í ár tvær bækur með ljóðum Davíðs, annars vegar gjafabókina Ástarljóð Davíðs og svo þetta úrval sem er talsvert viðamikið. Auðvit- að hefði verið hægt að gefa út heildarsafn Davíðs en þá ber á það að líta að slík söfn eru ekki tímanna tákn. Árið 1977 gerði Ólaf- ur Briem úrval af ljóðum Davíðs fyrir Bók- menntastofnun en sú bók var löngu uppseld. Spurningin var hvort við hjá Forlaginu vild- um endurútgefa það útval eða búa til nýtt. Þegar ég var búin að kanna málið fannst mér einsýnt að gefa út nýja bók. Davíð var víð- feðmt og fjölradda skáld og hann getur talað við fólk á öllum tímum en þá þarf maður líka að velja ljóðin inn í tímann.“ Hvernig valdirðu ljóðin? „Ég byrjaði á að velja ljóð, eins mörg og mér þótti hæfa í bók af réttri stærð, og bar svo val mitt saman við val Ólafs. Munurinn var svo sláandi að ég varð undrandi. Áhersl- urnar voru alveg öfugar hjá okkur. Ólafur tók lítið úr Svörtum fjöðrum en geysilega mikið úr síðustu bókum Davíðs, Ljóðum frá liðnu sumri, Í dögun og Síðustu ljóðum. Ég tók mikið af ljóðum úr Svörtum fjörðum en ekki mörg ljóð úr síðustu bókunum. Í síð- ustu ljóðabókum Davíðs er þreyttur maður að yrkja og hann er bölsýnni en í fyrstu bók- unum. Ef maður vill að Davíð höfði til nýrra lesenda og nýrra kynslóða þá verður maður að sýna hann eins og hann er mest heillandi, ferskur, glaður, bjartsýnn, öfgafullur, ástríðu- fullur og grimmur. Draga fram öfgarnar sem eru svo stór hluti af kvæðunum hans.“ Hvaða þýðingu hafa ljóð Davíðs haft fyrir þig? „Ég hélt mikið upp á hann þegar ég var stelpa en þegar ég var í háskóla var í tísku að segja að hann væri úreltur. Þá var maður á kafi í atómskáldunum og yngri skáldum, eins og Degi Sigurðarsyni og Ara Jósepssyni, Vilborgu Dagbjartsdóttur og Ingibjörgu Har- aldsdóttur. En þegar maður kemur aftur að Davíð eftir þetta skeið þá rís hann upp á ný og talar til manns eins og ekkert hafi ískor- ist. Í bestu ljóðunum er Davíð alveg ein- staklega góður, sterkur, beinskeyttur og til- finningaríkur. Hefur allt sem maður óskar sér úr kveðskap.“ Áttu eftirlætisljóð eftir Davíð eða finnst þér of erfitt að velja? „Í mörg ár hef ég átt uppáhaldsljóð eftir Davíð og það er Skógarhind. Það er ekki fullkomið ljóð og mér finnst líklegt að ef Davíð hefði litið á það ári seinna hefði hann hugsanlega vikið við orði. En með göllum sín- um er þetta óhemju fagurt og áhrifamikið ljóð og ég vikna ævinlega þegar ég les það.“ Það er ekki annað hægt en að nefna hversu þetta ljóðaúrval er vel hannað og vel úr garði gert. Þú hlýtur að vera sammála því. „Við hjá Forlaginu erum svo lánsöm að hafa snilling hér á staðnum sem er hún Alex- andra Buhl. Hún hefur sérstaklega gaman af að gegnhanna bækur, og kannski sérstaklega ljóðabækur. Fyrir tveim árum hannaði hún ljóðasafn Jóhannesar úr Kötlum á sérlega fallegan hátt og í vor sem leið hannaði hún ljóðaúrval Jóns Óskars. Það gerist eitthvað í puttunum á henni þegar hún kemst í ljóða- bækurnar, eins og sést svo vel á þessari bók.“ SILJA AÐALSTEINSDÓTTIR Á UPPÁHALDSLJÓÐ EFTIR DAVÍÐ STEFÁNSSON Davíð fyrir nýja kynslóð Silja Aðalsteinsdóttir: „Í bestu ljóðunum er Davíð alveg einstaklega góður, sterkur, beinskeyttur og tilfinningaríkur. Hefur allt sem maður óskar sér úr kveðskap.“ Morgunblaðið/Golli LJÓÐAÚRVAL ER NÝ BÓK MEÐ LJÓÐUM DAVÍÐS STEFÁNSSONAR. SILJA AÐALSTEINSDÓTTIR VALDI LJÓÐIN. Ég held mikið upp á bækurnar um Hungurleikana, Harry Potter og aðrar fantasíubækur sem hafa komið út undanfarin ár. Ég held líka upp á bækur ömmu minnar, Iðunnar Steinsdóttur, og sérstaklega eina sem er Olla og Pési. Ég hef líka alltaf haldið upp á Emil í Katt- holti og Línu langsokk og þær bækur verða alltaf klass- ík því þær eru bæði fyndnar og skemmtilegar. Svo hefur mér alltaf fundist Alfinnur álfakóngur skemmtileg bók. Ævintýri H. C. Andersen hef ég átt síðan ég var tveggja ára og þegar ég las bókin fyrst fannst mér voða- lega gaman að lesa alltaf nýtt og nýtt ævintýri. Ég hef alltaf haldið upp á þá bók. Ég hef líka mjög gaman af Safna- bókum Sigrúnar Eldjárn og mig langar rosalega mikið til að eiga þriðju bókina, Listasafnið. Ég er ekki búinn að lesa hana en hinar tvær eru frábærar. Núna er ég að lesa bók eftir Agöthu Christie. Hún heitir The Murder of Roger Ackroyd en á íslensku heitir hún Og ekkert nema sannleikann, sem mér finnst skrýtið. Þetta er fyrsta Agöthu Christie-bókin sem ég les og mér finnst hún góð. Ég er líka að lesa Hobbitann og það góða við þá bók er að þar er alltaf nýtt og nýtt ævintýri. Í UPPÁHALDI ÁRMANN LEIFSSON 10 ÁRA Ármann er mikill bókaormur og les alls konar bækur. Morgunblaðið/Golli Sigrún Eldjárn Agatha Christie 56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.11. 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.