Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2012, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2012, Blaðsíða 40
* Svipmyndir úr fata-línu ELLA. Mikið erlagt upp úr uppruna og gæðum efna og í rekstri fyrirtækisins er mikið lagt upp úr að styðja ýmis málefni sem skipta heiminn miklu. 40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.11. 2012 Föt og fylgihlutir H inn alhvíti stuttermabolur er þekkt- ur fyrir að vera úr bómull, ermar hans ná rétt yfir axlirnar og hann er með kringlóttu hálsmáli. Vita- skuld vita þetta allir nú en við skulum bara hafa þetta skriflegt. Upphaflega þótt þessi bol- ur nefnilega hallærislegur með eindæmum og þeir einu sem klædd- ust þeim voru verkamenn í byrjun 20. aldar og þá sem und- irfatnaður. Síðar fóru námumenn og uppskip- unarmenn að klæðast þeim vegna hitans sem oft var í starfsumhverfi þeirra. Þeir fengu nafni ,,T- shirt“ á ensku vegna lögunar þeirra og það nafn hefur lengi loðað við þá í mörgum tungumálum. Þeir urðu fljótt vinsælir í mörgum atvinnugreinum eins og landbúnaði, þar sem handhægt þótti að smeygja sér í þá og úr, auk þess sem þeir voru ódýrir. Þeir urðu einhverra hluta vegna fyrst vinsælir hjá ungum drengjum, sem þá gátu valið úr nokkrum litum og mynstrum. Uppgangurinn eftir heimstyrjöldina síðari Í kjölfar heimsstyrjald- arinnar síðari var algeng sjón að sjá fyrrverandi her- menn klæðast hermannabuxum við stuttermaboli sem hversdags- klæðnaði og það varð jafnvel enn vinsælla eftir að Marlon Brando klæddist einum slíkum í myndinni sígildu A Streetcar Named Desire. Þá má eiginlega segja að stuttermabolurinn hafi stimplað sig inn í tískuheiminn. Um 1960 var stuttermabolurinn orðinn öflugur hjá unglingunum og stelpunum. Rokk- og rólmenningin tók henni fagnandi. Bindið dó en slagorð á stuttermabolum komu í staðinn, hvort sem var í listum, auglýsingum, sem minjagripir eða mótmæli. Árið 1970 var stuttermabolurinn orðinn að íkoni í tískuheim- inum, einhvern staðar á milli hinna sígildu gallabuxna og litla, svarta kjólsins. Síðan þá höfum við séð hönnuði breyta stuttermabolnum í hátískuvöru, með verðmiða sem er langt frá þeim upphaflega. Hipparnir voru hins vegar ekki í þeirra viðskiptamannahópi og þróuðu sinn eigin stíl, þar sem ást og friður var alls ráðandi og svo kom pönkið sem var öllu gróf- ara. Um 1980 kemur hins vegar diskóið en því fylgir öllu meira glamúr og gráir, glansandi stuttermabolir fengu að njóta sína. Það má heldur ekki gera lítið úr áhrifum Don Johnson í Miami Vice á stuttermabolstískuna á þessum árum! Það er enn ekkert lát á vinsældum stuttermabolsins, hann passar líka við allt og þú getur sent þín skilaboð til samfélagsins um það sem þú vilt – og verið í hátísku! Stuttermabolurinn – skapandi afl HÉLSTU AÐ HANN HEFÐI KOMIÐ INN Í TÍSKUHEIMINN FULLSKAPAÐUR? EKKERT ER FJÆR SANNI. ÞAÐ VORU VERKAMENN, STJÓRNMÁLAMENN, ROKKSTJÖRNUR, MÓTMÆLENDUR OG LISTAMENN SEM TÓKU ÞÁTT Í SKÖPUNINNI AÐ ÓGLEYMDUM ÖLLUM HINUM Unnur H. Jóhannsdóttir uhj@simnet.is * Sigur slagorðsins Eitt af þvísérstaka við stuttermaboli er að hver getur hannað sitt slagorð, sett á bolinn, verið í honum og sent sín skilaboð til samfélagsins. Pólitísk skilaboð byrjuðu að sjást um það leyti sem Che Guevara og Malcolm X komu fram á sjón- arsviðið. Frambjóðendur til for- setakosninga árið 1960, Richard Nixon og John F. Kennedy, voru þeir fyrstu til þess að láta birta myndir af sér á hvítum stutt- ermabolum. Nánast hver einasta hreyfing hefur notfært sér þessa hvítu stuttermaboli (stundum í lit- um) til þess að koma málstað sín- um á framfæri. * Listin laðar Hver á ekkieinn stuttermabol með uppáhalds- hljómsveitinni sinni? Stutt- ermabolurinn með hinni frægu tungu Rolling Stones hefur fyrir löngu unnið sér sess í poppmenn- ingu og það hafa margar myndir á bolum Bítlanna gert líka. * Máttur auglýsingannaStuttermabolir eru ekkert frekar slagorð fyrir minnihlutahópa held- ur en stórfyrirtæki. Upp úr 1990 varð það vinsælt hjá mörgum fyr- irtækjum að velja stuttermabolinn sem auglýsingavettvang. Af hverju? Af því að það virkar! Spurðu bara Gap, Calvin Klein og Ralph Lauren. SKILABOÐ Á BOLI Skemmtilegar búðarg luggar en ELLA rekur einnig netverslu n. Verslun ELLU er í fallegu húsnæði frá miðri síðustu öld í Ingólfsstræti. Samfélagið og kröfur þess skiptamiklu máli hjá ELLU. T BOLIRNIR TEKNIR FYRIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.