Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2012, Page 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2012, Page 40
* Svipmyndir úr fata-línu ELLA. Mikið erlagt upp úr uppruna og gæðum efna og í rekstri fyrirtækisins er mikið lagt upp úr að styðja ýmis málefni sem skipta heiminn miklu. 40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.11. 2012 Föt og fylgihlutir H inn alhvíti stuttermabolur er þekkt- ur fyrir að vera úr bómull, ermar hans ná rétt yfir axlirnar og hann er með kringlóttu hálsmáli. Vita- skuld vita þetta allir nú en við skulum bara hafa þetta skriflegt. Upphaflega þótt þessi bol- ur nefnilega hallærislegur með eindæmum og þeir einu sem klædd- ust þeim voru verkamenn í byrjun 20. aldar og þá sem und- irfatnaður. Síðar fóru námumenn og uppskip- unarmenn að klæðast þeim vegna hitans sem oft var í starfsumhverfi þeirra. Þeir fengu nafni ,,T- shirt“ á ensku vegna lögunar þeirra og það nafn hefur lengi loðað við þá í mörgum tungumálum. Þeir urðu fljótt vinsælir í mörgum atvinnugreinum eins og landbúnaði, þar sem handhægt þótti að smeygja sér í þá og úr, auk þess sem þeir voru ódýrir. Þeir urðu einhverra hluta vegna fyrst vinsælir hjá ungum drengjum, sem þá gátu valið úr nokkrum litum og mynstrum. Uppgangurinn eftir heimstyrjöldina síðari Í kjölfar heimsstyrjald- arinnar síðari var algeng sjón að sjá fyrrverandi her- menn klæðast hermannabuxum við stuttermaboli sem hversdags- klæðnaði og það varð jafnvel enn vinsælla eftir að Marlon Brando klæddist einum slíkum í myndinni sígildu A Streetcar Named Desire. Þá má eiginlega segja að stuttermabolurinn hafi stimplað sig inn í tískuheiminn. Um 1960 var stuttermabolurinn orðinn öflugur hjá unglingunum og stelpunum. Rokk- og rólmenningin tók henni fagnandi. Bindið dó en slagorð á stuttermabolum komu í staðinn, hvort sem var í listum, auglýsingum, sem minjagripir eða mótmæli. Árið 1970 var stuttermabolurinn orðinn að íkoni í tískuheim- inum, einhvern staðar á milli hinna sígildu gallabuxna og litla, svarta kjólsins. Síðan þá höfum við séð hönnuði breyta stuttermabolnum í hátískuvöru, með verðmiða sem er langt frá þeim upphaflega. Hipparnir voru hins vegar ekki í þeirra viðskiptamannahópi og þróuðu sinn eigin stíl, þar sem ást og friður var alls ráðandi og svo kom pönkið sem var öllu gróf- ara. Um 1980 kemur hins vegar diskóið en því fylgir öllu meira glamúr og gráir, glansandi stuttermabolir fengu að njóta sína. Það má heldur ekki gera lítið úr áhrifum Don Johnson í Miami Vice á stuttermabolstískuna á þessum árum! Það er enn ekkert lát á vinsældum stuttermabolsins, hann passar líka við allt og þú getur sent þín skilaboð til samfélagsins um það sem þú vilt – og verið í hátísku! Stuttermabolurinn – skapandi afl HÉLSTU AÐ HANN HEFÐI KOMIÐ INN Í TÍSKUHEIMINN FULLSKAPAÐUR? EKKERT ER FJÆR SANNI. ÞAÐ VORU VERKAMENN, STJÓRNMÁLAMENN, ROKKSTJÖRNUR, MÓTMÆLENDUR OG LISTAMENN SEM TÓKU ÞÁTT Í SKÖPUNINNI AÐ ÓGLEYMDUM ÖLLUM HINUM Unnur H. Jóhannsdóttir uhj@simnet.is * Sigur slagorðsins Eitt af þvísérstaka við stuttermaboli er að hver getur hannað sitt slagorð, sett á bolinn, verið í honum og sent sín skilaboð til samfélagsins. Pólitísk skilaboð byrjuðu að sjást um það leyti sem Che Guevara og Malcolm X komu fram á sjón- arsviðið. Frambjóðendur til for- setakosninga árið 1960, Richard Nixon og John F. Kennedy, voru þeir fyrstu til þess að láta birta myndir af sér á hvítum stutt- ermabolum. Nánast hver einasta hreyfing hefur notfært sér þessa hvítu stuttermaboli (stundum í lit- um) til þess að koma málstað sín- um á framfæri. * Listin laðar Hver á ekkieinn stuttermabol með uppáhalds- hljómsveitinni sinni? Stutt- ermabolurinn með hinni frægu tungu Rolling Stones hefur fyrir löngu unnið sér sess í poppmenn- ingu og það hafa margar myndir á bolum Bítlanna gert líka. * Máttur auglýsingannaStuttermabolir eru ekkert frekar slagorð fyrir minnihlutahópa held- ur en stórfyrirtæki. Upp úr 1990 varð það vinsælt hjá mörgum fyr- irtækjum að velja stuttermabolinn sem auglýsingavettvang. Af hverju? Af því að það virkar! Spurðu bara Gap, Calvin Klein og Ralph Lauren. SKILABOÐ Á BOLI Skemmtilegar búðarg luggar en ELLA rekur einnig netverslu n. Verslun ELLU er í fallegu húsnæði frá miðri síðustu öld í Ingólfsstræti. Samfélagið og kröfur þess skiptamiklu máli hjá ELLU. T BOLIRNIR TEKNIR FYRIR

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.