Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2012, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2012, Blaðsíða 28
*Matur og drykkir Matreiðslumeistari ársins 2012 Bjarni Siguróli Jakobsson sýnir réttu handtökin í eldhúsinu »32 S igrún Óskarsdóttir og Kristín Þóra Harðardóttir leggja áherslu á gleðina í veislunum sínum. Það er við hæfi því ný uppskriftabók þeirra, Orð, krydd & krásir, sem gefin er út hjá bókaútgáf- unni Veröld, innihaldi rétti af slóðum Biblíunnar. Í bókinni er lögð áhersla á að nota lítið unnið og náttúrulegt hrá- efni en líka er lagt mikið upp úr sam- félaginu við borðið, að félagsskapurinn sé góður því máltíðin sé ekki bara mat- ur heldur líka fólkið sem við neytum hennar með. „Glaðar manneskjur sem kunna að njóta góðrar veislu eru verðugir boðberar friðar og kærleika,“ stendur í inngangi að „Veislu gleðinnar“ sem er kaflinn sem meðfylgjandi uppskriftir eru birtar í. Aðrir kaflar bera nöfn á borð við „Miðlungur og örverpi velta fyrir sér kaupum á frumburðarrétti“, „Boðið uppá fimm brauð og tvo fiska“ og „Krydd og kærleikur“. Hugmyndin á bak við þessa uppsetningu er skemmtileg en í hverjum kafla eru birtar nokkrar uppskriftir sem hægt er að nota saman í þemaveislu. Réttirnir í bókinni eru jafnan ætlaðir fyrir sex manns. Í Biblíunni er töluvert fjallað um mat. Í uppskriftabókinni kemur fram að þar sé ekki að finna nákvæmar uppskriftir en sagt sé frá stór- kostlegum veislum. „Við vonum að maturinn ýti undir vellíð- an og enn meiri gleði og fögnuð,“ skrifa þær undir lok gleði- kaflans og eiga þau lokaorð líka við hér. Ljósmyndir/Sigurjón Ragnar NÁTTÚRULEGT HRÁEFNI OG SAMFÉLAGIÐ VIÐ BORÐIÐ Gleðin í matnum Í UPPHAFI VAR EKKI BARA ORÐIÐ HELDUR LÍKA MATURINN EINS OG FRAM KEMUR Í MATREIÐSLUBÓKINNI ORÐ, KRYDD & KRÁSIR, SEM SÆKIR INNBLÁSTUR TIL BIBLÍUNNAR. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Höfundar bókarinnar, Sigrún Óskars- dóttir og Kristín Þóra Harðardóttir. KRÆSILEGUR SALVÍUKJÚKLINGUR 1 kjúklingur 1–2 hvítlaukar knippi af salvíu (50 g) salt og hvítur pipar 3 msk ólífuolía safi úr einni appelsínu 1–2 appelsínur í bitum BANKABYGG 3 dl bankabygg 1 dl ólífuolía 10–20 svartar ólífur knippi af steinselju (50 g) Þessi kjúklingur er einkar bragðgóður og einnig fallegur, sérstaklega ef bætt er við ferskum appelsínum og salvíu þegar hann er borinn fram. Ef miðað er við að máltíðin sé fyrir sex manns er ekki víst að einn fugl dugi, það þarf að áætla út frá stærð fuglsins og matarlyst gestanna. Setjið kjúklinginn í eldfast mót. Blandið saman smátt skorinni salvíu, pressuðum hvítlauk, salti og pipar og ólífuolíu. Nuddið þessu á kjúklinginn og kreistið síðan safann úr appelsínunni í mót- ið. Skerið hina appelsínuna í bita og setjið í mótið. Eldið í 180°C heitum ofni í rúma klukkustund. Það er fallegt að saxa svolítið af salvíu yfir áður en fuglinn er borinn fram og jafnvel að bæta við nýjum appelsínubitum til að daðra aðeins við liti og bragð. Með kjúklingnum er gott að hafa íslenskt bankabygg. Byggið má setja í pott með vatni um leið og kjúklingurinn fer í ofninn, láta suðuna koma upp og slökkva svo undir pottinum og láta standa með loki þar til kjúklingurinn er til. Bætið góðri ólífuolíu saman við byggið og stráið smátt skornum ólífum og smátt skorinni fjallasteinselju yfir. OSTAFYLLTAR DÖÐLUR Jógúrtostur (sjá uppskrift hér að neðan) 2 msk smátt skorinn blaðlaukur börkur af hálfri appelsínu salt og pipar 24 ferskar döðlur Þessi eftirréttur er í einu orði sagt ómótstæðilegur. Sætt bragðið af döðlunum passar fullkomlega með af- gerandi bragðinu af appels- ínuberkinum og blaðlaukn- um. Það er erfitt að segja til um magn af þessum rétti, þar sem döðlurnar virðast hverfa sem dögg fyrir sólu óháð magni. Þær eru einnig góðar sem smáréttur. Útbúið jógúrtost. Blandið saman við ostinn smátt skornum blaðlauknum. Saltið og piprið eftir smekk og rífið börk af hálfri appelsínu saman við. Það er best að nota mjúkar döðlur í þennan rétt. Þá þarf að taka steininn úr þeim og síðan eru döðlurnar fylltar með 1–2 tsk af ostinum. Fallegt er að rífa svolítið af appelsínuberki yfir áður en rétturinn borinn er fram. Osturinn dugar í u.þ.b. 24 döðlur. JÓGÚRTOSTUR 2 dósir lífræn jógúrt (360 g) Ostinn þarf að undirbúa dag- inn áður. Lífrænni jógúrt er hellt í þétta grisju eða kaffi- poka og sett í sigti. Úr tveim- ur dósum fást um 150 g af osti. Látið leka úr jógúrtinni í 12-24 tíma, takið hana síðan úr grisjunni. Einfalt er að bragðbæta ostinn með ýmsum hætti og er osturinn líka góður ofan á brauð og með ýmsu með- læti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.