Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2012, Side 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2012, Side 42
A lgengt er að kíló lamba- kjöts af nýslátruðu kosti um 1.100 krónur, ef keyptur er heill eða hálf- ur skrokkur. Kílóverð er í sumum tilfellum enn lægra og þá jafnvel vel innan við þúsund kr., en að sögn kjötiðnaðarmanns sem Morg- unblaðið ræddi við er hætta á að þá fái kaupandinn ekki bestu bitana af frampartinum. Mögulegt er að kaupa heilan skrokk beint af sumum kjöt- vinnslum og fá sagaðan að eigin ósk, t.d. hjá Fjallalambi og Kjarna- fæði; sumir vilja bæði lærin heil, aðrir annað sagað í sneiðar og þar fram eftir götunum. Sagaðir skrokkar í pokum eru víða seldir í verslunum og sums staðar vinsælir. Þá er hægt að kaupa heilan skrokk eða hálfan í sumum versl- unum og láta saga á staðnum að eig- in ósk, til dæmis í Fjarðarkaupum. Björn Víkingur Björnsson, fram- kvæmdastjóri Fjallalambs, segir að síðubitar fylgi ekki með skrokkum frá fyrirtækinu en þess í stað fái fólk kæfudósir og aðrir hafa svipaða sögu að segja. „Þá er fólk ekki að henda neinu heldur getur nýtt allt sem það kaupir,“ segir Björn Víkingur. Sums staðar hefur mjög dregið úr þeirri hefð að kaupa skrokk að hausti. „Fólk vill miklu frekar velja sér súpukjötsbita eða læri úti í búð,“ segir Sigurður Bjarni Rafns- son, framleiðslustjóri hjá KS á Sauðarkróki, um þróunina þar. Framkvæmdastjóri Fjallalambs segir að þegar fólk kaupi hálfan skrokk eða heilan sé oftast nær ekkert í plat, eins og hann tekur til orða. „Bestu bitarnir eru yfirleitt ekki teknir úr. Ég hef þó séð þann- ig vöru til sölu; þegar verðinu er þrýst sem lengst niður eykst sala á lambakjöti eins og öðru en ég er ekki viss um að fólk geri sér alltaf grein fyrir því hvað það fær. Ég myndi heldur vilja borga þúsundkall fyrir góðan frampart, svo ég nefni dæmi, en 700 krónur fyrir kílóið af framparti þegar búið er að taka bestu súpukjötsbitana úr en aðrir síðri valdir í staðinn.“ Einn viðmælenda blaðsins tók svo til orða að verðið segi ekki alltaf alla söguna. En þegar að er gáð er stað- reyndin kannski einmitt sú að verð- ið segi alla söguna! „Þú færð vöru í samræmi við það sem borgað er,“ sagði hann. Ákveði fólk að kaupa sér skrokk, ætti það að hafa í huga hvort allt nýtist. Óalgengt er að yngra fólk noti slög, þótt eldri kyn- slóðir búi e.t.v. til rúllupylsu. Ef fólk hendi hluta af skrokknum séu þau kaup því ekki endilega hagstæðari en önnur. INNKAUPAVENJUR AÐ HAUSTI Verð og gæði fara saman ÁÐUR FYRR KEYPTU MARGIR HEILAN LAMBSSKROKK AÐ HAUSTI. ÞAÐ ER EKKI JAFN ALGENGT OG VAR, EN MARGIR HALDA ÞÓ Í ÞANN SIÐ, ENDA OFT HAGKVÆMT. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Flestir sem kaupa heilan skrokk óska eftir því að fá hann svona: * 1 heilt læri (u.þ.b. 2,5 kg) * 1 læri sagað í sneiðar * 1 hryggur (2,0 kg) * Frampartur í súpukjöt (5 kg) * Kæfa í stað slaga (1 kg) Gera má ráð fyrir að heill skrokkur kosti u.þ.b. 14-16.000 krónur út úr búð. Algengt verð út úr búð: Heilt læri 1.400 kr kg - (3.500 kr) Læri sagað í sneiðar 1.650 kr. kg. Hryggur (2 kg) 1.900 kr. kg (3.800) Frampartur (5 kg) 800 kr kg. (4.000 kr.) Þegar allt kemur til alls er því ekki allt mikill munur, jafnvel nánast enginn, á því að kaupa skrokk eða ákveðna gæða bita *Fjármál heimilannaReglan um 72 segir hve lengi fé er að tvöfaldast. Best er ef eignir tvöfaldast hraðar en skuldir Oft er erfitt að sjá fyrir sér hvernig vextir og vaxtavextir vinna í raun. Nútíma þjóðsaga greinir frá því að AlbertEinstein hafi sagt að vaxtavextir væru „áttunda undur veraldar, sá sem skilur hvernig þeir verka ávinnur sérþá, sá sem ekki skilur það, borgar þá“. Hvort sem Einstein sagði þetta eða ekki þá er undramáttur vaxtavaxta mikill. Reglan um 72 er mikilvæg en ofureinföld þumalputtaregla til þess að reikna út hvernig peningar vinna. Tökum dæmi um 100.000 króna höfuðstól sem ber 5% ársvexti. Eftir eitt ár er upphæðin orðin 105.000 krónur, 5.000 krónurnar sem bættust við eru vextirnir af 100.000 krónunum. Árið eftir færðu hins vegar 5.250 krónur í vexti, því nú reiknast vextirnir af 105.000 krónum og svo koll af kolli. Upphæð sem ber 5% vexti er rúm 14 ár að tvöfaldast, eftir rúm 14 ár er upphæðin því orðin 200.000. Ef vextirnir eru 10% verður upphæðin orðin 200.000 eftir rúm 7 ár. Reglan: Til að reikna árafjöldann sem tekur upphæð að tvöfaldast skaltu deila 72 með vaxtaprósentunni: 72/vextir = árafjöldi til tvöföldunar Dæmi: Yfirdráttarlán bera um 12% vexti: 72/12=6. Upphæð yfirdráttarláns tvöfaldast á 6 árum sé hún ekki greidd niður. Líttu nú á hvað gerist í hvert sinn sem upphæð tvöfaldast:1 kr. ... 2 kr. ... 4 kr. ... 8 kr. ... 16 kr. ... 32 kr. ... 64 kr. ... 128 kr. ... 256 kr. Þess vegna er svo mikilvægt að peningar sem þú átt tvöfaldist sem oftast og peningar sem þú skuldar geri það sem sjaldnast. En hversu oft mun upphæð tvöfaldast á tilteknum tíma? Til að komast að því skaltu deila árafjöldanum með útkomunni í dæminu hér að ofan. Dæmi: Hversu oft tvöfaldast yfirdráttarlán á 20 ára tímabili? 20/6=3,3. Yfirdráttarlán tvöfaldast rúmlega þrisvar sinnum á 20 ára tímabili sé það ekki greitt niður. 250.000 króna yfirdráttarlán verður rúmar 2.000.000 króna. Núna hefurðu lært undirstöðuatriði reglunnar um 72. Nýttu þér hana til að láta sparnað eða fjárfestingu tvöfaldast að- eins oftar yfir langan tíma og til dæmis gæti eftirlaunasjóðurinn orðið margfalt stærri. Hugsaðu líka um hversu hratt skuldir sem bera háa vexti vaxa. Það getur skipt sköpum við lántökur og fjárfestingu að gera sér grein fyrir tvöföld- unartíma fjár. Aurar og krónur REGLAN UM 72 Tvöföldun höfuðstóls eftir vaxtaprósentu 600.000 500.000 400.000 300.000 200.000 100.000 0 Höfuðstóll 100.000 kr. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 Ávöxtunartími í árum Tvöfaldur höfuðstóll (200.000 kr.) Yfirdráttarlán 12% vextir Tvöföldunartími: ~6 ár Sparnaður 5% vextir Tvöföldunartími: ~14 ár BREKI KARLSSON

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.