Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2012, Side 9

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2012, Side 9
25.11. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9 Ísland á að vera í fararbroddi í baráttu gegn kynbundnu ofbeldi í heiminum að mati UN Women á Íslandi en á sunnudag fer fram ár- leg ljósaganga samtakanna. „Við viljum skora á stjórnvöld að vera leið- andi í þessum málaflokki um allan heim og taka forystu á næsta kvennaþingi SÞ á næsta ári. Við náum aldrei heimsfriði nema ná fyrst heimilisfriði,“ segir Inga Dóra Pétursdóttir hjá UN Women. Hún segir samtökin hafa beint sjónum að kvennamorðum í ár. „Það eru óhugnanlegar staðreyndir sem gefa til kynna að það sé kerfisbundið dráp á konum víða um heim. Það er ekki til það samfélag á jarðríki þar sem konur líða ekki ofbeldi vegna kyns síns. Ísland er þar engin undantekning, þótt ákveðinn árangur hafi náðst hér.“ Markar upphaf átaks gegn ofbeldi Ljósagangan hefst kl. 19 sunnudaginn 25. nóvember í Alþingisgarðinum þar sem stjórn- völdum verður afhent áskorun um að þau geri „allt sem í þeirra valdi stendur til að út- rýma ofbeldi gegn konum: hér heima og að heiman,“ eins og segir í tilkynningu samtak- anna. Þá er gengið yfir Austurvöll og þaðan í Bíó Paradís þar sem verðlaunamyndin Skemmd epli (Tyrannosaur) verður sýnd kl. 20 en aðgangseyrir rennur til UN Women. Einnig verða þrír ljósberar heiðraðir fyrir framlag sitt í baráttunni gegn kynbundnu of- beldi á árinu. Gangan á sunnudag markar upphaf 16 daga átaks sem lýkur á alþjóðlegum mann- réttindadegi þann 10. desember. Ljósagangan er nú gengin í fjórða sinn. Lagt er af stað frá Alþingisgarðinum kl.19 á sunnudag. Morgunblaðið/Golli Fyrst heim- ilisfrið - svo heimsfrið LJÓSAGANGA UN WOMEN Fáir geta sagt að þeir þekki stofn-frumurannsóknir, hvað þær eru oghversu langt læknavísindin eru komin í þessum efnum. Elín Hirst vissi að eigin sögn ekkert um þær þegar vinur hennar kom að máli við hana og lagði til að hún ynni heim- ildarmynd um stofnfrumurannsóknir. „Vinur minn til margra ára, Kjartan Gunn- arsson lögfræðingur, fékk mergfrumuæxli sem er blóðmein. Hann fór í gegnum mjög erfiða stofnfrumumeðferð. Eftir að hann var búinn að ná sér kom hann að máli við mig og Sigurgeir Orra Sigurgeirsson og bað okkur um að gera heimildamynd um þetta flókna fyrirbæri sem stofnfrumur eru,“ segir Elín. Með þessu vildi Kjartan sýna þakklæti sitt í verki og gefur 150 eintök af henni til Land- spítalans og Krabbameinsfélagsins fyrir þá sem þurfa að ganga í gegnum slíka meðferð. Ásvaldur Kristjánsson sér um alla tæknilega útfærslu í myndinni. Á vísindavef Háskóla Íslands segir að stofnfrumur séu ósérhæfðar, frumstæðar frumur sem geta bæði fjölgað sér og sér- hæfst í sérstakar frumugerðir. „Með orðum leikmannsins er stofnfruma sú tegund frumna í líkamanum sem getur breytt sér í hvaða frumu sem er innan líffærakerfisins. Notast er við stofnfrumur úr fósturvísum. Þá eru þær svo ómótaðar að þær geta tekið hlutverk allra frumna líkamans, hvort sem það er blóðfruma, taugafruma eða hjarta- fruma,“ segir Elín Í heimildarmyndinni er Unni Tómasdóttur fylgt eftir en hún fékk stofnfrumumeðferð eftir að hún greindist með eitlakrabbamein snemma árs árið 2011. Tökum lauk nú fyrir skömmu. „Við fylgjumst með hennar krabbameins- meðferð og hún verður, vægt til orða tekið, ofboðslega veik. Maður trúir því ekki að hægt sé að leggja slíkt á herðar eins líkama. En eftir að henni lýkur er notast við stofn- frumurnar til að byggja líkamann upp aftur,“ segir Elín. Hún segir stofnfrumuvísindi í stöðugri framþróun. „Í pípunum eru stórkostlegir hlutir þar sem notast er við stofnfrumur. Til- raunir á dýrum hafa sýnt að stofnfrumurnar gagnast við lækningu á sködduðu hjarta og parkinsonsjúkdómnum. Jafnvel eru vonir bundnar við að hægt verði að lækna mænu- skaða,“ segir Elín. Í myndinni fjallar Elín m.a. um hina sið- ferðislegu hlið stofnfrumurannsókna. Helst vekur notkun á fósturvísum deilur. „Sumir eru hræddir um að farið verði að framleiða fósturvísa til að ná í stofnfrumur.“ segir hún. Á tímabili hélt Elín að verkefnið væri henni ofviða enda málefnið afar flókið að hennar sögn. „Eftir að ég var búin að spyrja vísindamennina alls kyns fáránlegra spurn- inga þá loksins skildi ég þetta til fullnustu.“ Elín reynir að taka allar hliðar málsins og bendir á að stofnfrumumeðferðir eigi sér einnig neikvæðar hliðar. „Það er mikið um það að óprúttnir aðilar í Vestur-Evrópu- löndum geri út á það að fá veikt fólk til sín í stofnfrumumeðferðir. Fyrir það borga sjúk- lingarnir háar fjárhæðir en svo er þetta bara plat og þessir aðilar eru bara að sprauta ein- hverju efni inn í þetta veika fólk sem gagnast því ekki neitt,“ segir Elín. „Í þessari mynd er leitað svara við því hvað er satt og logið varðandi stofnfrumur og hversu langt við erum raunverulega kom- in. Þótt framtíðin sé mjög björt þá erum við ekki komin eins langt og sumir vilja vera að láta,“ segir Elín. Elín Hirst tekur m.a. fyrir siðferðislegar umræður stofnfrumurannsókna. Tökur hófust fyrir rúmu einu og hálfu ári og verður myndin sýnd á RÚV næstkomandi miðvikudag. Morgunblaðið/Árni Sæberg ELÍN HIRST HEFUR LOKIÐ VIÐ GERÐ HEIMILDARMYNDAR UM STOFNFRUMURANNSÓKNIR Vildi sýna þakklæti í verki ELÍN HIRST HEFUR LOKIÐ VINNU VIÐ HEIMILDARMYND UM STOFNFRUMURANNSÓKNIR. Í HENNI ER VELT UPP ÓLÍKUM SJÓNARMIÐUM SEM UPPI ERU UM ÞETTA UMDEILDA MÁLEFNI. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is * „Hún verður, vægt til orða tekið, ofboðslega veik. Maður trúir ekki að hægt sé að leggja slíkt á herðar eins líkama.“Í heimildarmyndinni er notast við til útskýringar teiknimyndirsem Hilmar Loftsson gerði. Eyrarrósin, viðurkenning fyrir framúrskar- andi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar, verður veitt í níunda sinn í febrúar árið 2013. Það eru Byggðastofnun, Flugfélag Íslands og Listahátíð í Reykjavík sem staðið hafa saman að verðlaununum allt frá upphafi árið 2005. Fyrir helgi rituðu Aðalsteinn Þorsteinsson forstjóri Byggða- stofnunar, Árni Gunnarsson framkvæmda- stjóri Flugfélags Íslands og Hanna Styrm- isdóttir listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík undir áframhaldandi samstarfs- samning um verðlaunin til næstu fjögurra ára. Markmið Eyrarrósarinnar er að beina sjónum að og hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar, á sviði menningar og lista. Umsækjendur um Eyrarrósina geta meðal annars verið stofn- un, tímabundið verkefni, safn eða menning- arhátíð. Valnefnd tilnefnir þrjú verkefni og hlýtur eitt þeirra Eyrarrósina. Verðlauna- féð hefur verið hækkað og hlýtur handhafi Eyrarrósarinnar 1.650.000 krónur og flug- ferðir frá Flugfélagi Íslands. Aðrir til- nefndir hljóta 300.000 krónur auk flugferða. Áfram Eyrarrós Dorrit Moussaieff forsetafrú okkar Íslendinga er verndari Eyrarrósarinnar. Morgunblaðið/Ómar Meðlimir Meistarafélags kjötiðnaðarmanna eru drengir góðir og gera það sem í þeirra valdi stendur til að enginn verði svangur um jólin. Fimmta árið í röð stála þeir nú hnífa sína og úrbeina mörg hundruð kíló hangi- kjöts sem færð verða Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur að gjöf. „Það má segja að þetta sé orðin hefð. Margir gamlir félagar sem eru ekki lengur í vinnslu heldur sitja mest á skrifstofu, og hafa jafnvel varla snert hníf árum saman, vilja ólmir koma og vera með!“ segir Kjartan Bragason, formaður Meistarafélagsins. Ævintýrið byrjaði haustið 2008. Kjartan segir félagsmönnum hafa runnið til rifja að einhverjir hefðu ekki efni á mat fyrir jólin. Þeir tóku sig því til og útveguðu hangkjöt frá hinum ýmsu framleiðendum, úrbeinuðu það og pökkuðu og gáfu Mæðrastyrksnefnd. Hef- ur þetta verið árlegur viðburður síðan. Kjartan Bragason reiknar með að kjöt- meistararnir muni úrbeina allt að heilu tonni að þessu sinni. Kjötkrókar landsins vilja hjálpa til Hangikjöt er að margra mati ómissandi um jól. Kjötiðnaðarmenn eru eflaust á þeirri skoðun. Morgunblaðið/Eyþór

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.