Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2012, Qupperneq 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2012, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.11. 2012 Á vit hins ókunna eru endurminningar Er- lendar Haraldssonar, sem Erlendur skrifar ásamt Hafliða Helga- syni. Erlendur, sem er fæddur árið 1931, er fyrrverandi prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands, en hann starfaði einnig í Þýskalandi og Bandaríkjunum. Á starfsferl- inum hefur hann meðal annars rannsakað sýnir fólks á dánarbeði og minningar barna um fyrra líf. Erlendur hefur skrifað bækur, meðal annars um sýnir fólks á dán- arbeði, bók um töframanninn Sai Baba og bók um dvöl sína með uppreisnarmönnum í Kúrdistan. Það er því af nógu af taka í viðtali við Erlend og þegar í hlut á maður eins og hann sem hefur nýtt starfsævina í að rannsaka ýmislegt sem tengist dauðanum þá liggur beinast við að spyrja hann fyrst hvort líf sé eftir dauðann. „Ég er oft spurður um þetta,“ svarar Erlendur. „Mér er ekkert um spurningar um það hverju ég trúi. Ég er að reyna að koma auga á rökin með og á móti. Það eru nokkuð sterk rök gegn því að líf sé eftir dauðann en það eru líka rök með því og þau hafa að mínu mati heldur farið vaxandi í seinni tíð. Ég hef tekið þátt í rannsóknum á tilvikum þar sem menn voru nær látnir eða jafnvel taldir látnir en komust afur til meðvitundar og sögðu þá frá reynslu þar sem þeim fannst þeir hafa verið komnir yfir í dánarheima þar sem þeir hittu vini og ættingja. Stundum kom fyrir að þeir sáu umhverfi sitt frá ein- hverjum stað utan við líkamann og gátu fylgst með því sem þar gerð- ist og sú lýsing reyndist rétt vera. Það sem þetta fólk sagði frá er ná- tengt því sem þeir reyna sem sjá sýnir rétt fyrir andlátið. Þá sjá þeir oft látna ættingja og vini sem segjast vera komnir til að leiða þá yfir í dánarheima. Menn hafa haft ólíkar skoðanir á þessum málum. Það hafa heyrst þau rök að sýnir á dánarbeði séu ofskynjanir sem stafi af súrefnis- leysi en það er annað sem mælir á móti því. Þetta er ekki einfalt mál en áhugavert svið. Það þyrfti að gera meira af þessum rannsóknum. Ein rannsókn er í burðarliðnum í Sviss og ég er í ráðgjafahlutverki þar.“ Nazih vill fá vopn sín Þú rannsakaðir á sínum tíma Haf- stein miðil. Hvað kom út úr þeim rannsóknum? „Hafsteinn var ljúfur og þægi- legur, einlægur maður. Ég gerði tilraunir með honum þar sem hann fékk ekki að sjá sitjendur og vissi ekki hverjir þeir voru. Hann gaf síðan lýsingu á látnum sem hann sá með hverjum og einum. Allar lýsingar hans voru skrifaðar upp. Síðan fengu sitjendur að lesa allar lýsingarnar án þess að vita hvaða lýsing átti við þá og áttu að finna sína lýsingu. Þetta gekk ágætlega í fyrsta sinn og úr varð marktæk niðurstaða. Þetta var síðan end- urtekið nokkrum sinnum og þá gekk misvel og oftar en ekki virt- ust niðurstöður tilviljanakenndar. Hins vegar komu oft fram merki- leg tilvik þar sem Hafasteinn gaf mjög góða lýsingu á framliðnu fólki sem mér fannst af og frá að hann gæti þekkt og það sem hann sagði reyndist þá sláandi rétt. Það var alltaf eitthvað sem kom á óvart varðandi Hafstein en það gekk ekki vel að fá marktæka niður- stöðu þegar raunveruleg tilraun var gerð.“ Þú rannsakaðir um tíma frá- sagnir barna sem töldu sig eiga minningar um fyrra líf. Segðu mér frá því. „Ég athugaði aðallega börn á Srí Lanka þar sem finna má að með- altali fimm ný tilfelli á ári þar sem börn segjast muna eftir fyrri tilvist og gefa lýsingu á henni. Á tólf ár- um rannsakaði ég um sextíu tilvik. Á Srí Lanka ríkir mikill áhugi á þessum málum og ef það spyrst út að slíkt tilvik hafi komið upp þá er oft skrifað um það í blöðin. Eftir frásögum þeirra barna sem ég rannsakaði mátti stundum finna látna persónu sem lýsingin passaði nokkuð vel við en í um tveimur þriðju tilvika tókst það ekki og fyr- ir því kunna að vera ýmsar ástæð- ur hvers vegna ekki var hægt að sannreyna frásögnina. Þau börn sem segjast eiga minn- ingar um fyrri líf eiga það yfirleitt sameiginlegt að þau segjast hafa dáið voveiflega, oftast í slysum en stundum verið myrt eða drepin í stríðsátökum. Stundum gáfu þau upp nafn og jafnvel staði og þá mátti spyrjast fyrir. Ef frásagnir þessara barna birtust í blöðum kom stundum fyrir að einhver gaf sig fram og sagði lýsinguna passa við ættingja sinn. Í framhaldinu kom oft margt merkilegt fram. Í Líbanon rannsakaði ég allmörg tilvik þar sem börn sögðust eiga minningar um fyrra líf. Þar var drengur, Nazih, sem var mjög sér- stakt tilvik því þar passaði eig- inlega allt sem hann sagði. Hann hafði snemma farið að tala um það að hann hefði borið vopn og sagð- ist hafa verið skotinn. Hann vildi fá þessi vopn aftur og hitta fjöl- skyldu sína. Hann sagðist vita hvar hann átti heima. Það var farið með hann þangað og hann vísaði á hús en þar hafði búið maður, Fuad Khaddage, sem var lífvörður helstu leiðtoga Drúsa í Líbanon og var að auki skrifstofustjóri fyrir helstu trúarlegu miðstöð þeirra í Beirút. Hann hafði verið drepinn þegar ókunnir menn réðust inn í miðstöð- ina í Beirút. Þarna var ekkja Khaddage, með tvö börn um tví- tugt. Hún spurði Nazih ýmissa spurninga sem enginn hefði átt að eiga svör við nema eiginmaðurinn og drengurinn svaraði þeim öllum rétt og fór svo að spyrja hana spurninga eins og: Hvar er tunnan þar sem ég kenndi þér að skjóta? Tunnan var þarna ennþá á lóðinni, orðin ansi ryðguð. Farið var með Nazih til bróður Fuad Khaddage og drengurinn leysti vel úr öllu sem hann var spurður um. Bróð- irinn sannfærðist um að þarna væri Fuad Khaddage endurborinn. Mjög gott samband myndaðist eftir þetta milli Nazih og fjölskyldu Fuad Khaddage. Þetta var eitthvert sterkasta til- vikið sem ég hef rekist á og næst- um of sláandi til að geta verið satt.“ Með Kúrdum Þú dvaldir um tíma meðal upp- reisnarmanna í Kúrdistan og skrif- aðir bók um þá reynslu, Með upp- reisnarmönnum í Kúrdistan. „Það er mjög langt mál að rekja það allt saman. Þetta þróaðist eig- inlega af sjálfu sér. Ég fór til Berl- ínar og var á námskeiði í þýsku þar sem voru fáeinir Kúrdar sem sögðu mér frá ástandinu í íraska Kúrdistan þar sem var borgara- styrjöld og landið lokað. Með að- stoð Kúrda tókst mér að komast til Kúrdistans á svæði uppreisnar- manna. Ég kynntist þeim og þetta voru þróttmiklir menn. Ég fór tvisvar til Kúrdistans, 1962 og 1964. Um fyrri ferðina skrifaði ég bók. Í seinni ferðinni hitti ég leið- toga Kúrda, Mulla Mustafa Barz- ani sem nú er löngu liðinn en er orðinn þjóðhetja þeirra. Það var reisn yfir honum, hann var klædd- * Það eru nokkuð sterk rök gegn því aðlíf sé eftir dauðann en það eru líkarök með því og þau hafa að mínu mati heldur farið vaxandi í seinni tíð. Svipmynd
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.