Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2012, Page 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2012, Page 53
25.11. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53 Stórsöngvararnir Kristinn Sigmundsson og Diddú koma fram á tónleikum í Salnum í Kópavogi á laug- ardagskvöldið klukkan 20. Með þeim leika Björn Thoroddsen gítarleikari og Gunnar Hrafnsson bassaleikari. 2 Félagarnir í Hundi í óskilum fara á kostum í sýningunni Saga þjóðar á Litla sviði Borgarleikhússins. Fara þeir á galsafengnu hundavaði yfir Íslands- söguna eins og við þekkjum hana, eða ættum að þekkja, í frumsömdum tónsjónleik. 4 Dagskrá Svartra sunnudaga heldur áfram í Bíó Paradís á sunnudagskvöldið. Þá sýnir Páll Óskar kunnar 8 mm kvikmyndir, 17 mínútna útgáfu af Dracula frá 1931 og kvikmyndina Freaks í fullri lengd. 5 Ragnheiður Jónsdóttir myndlistarmaður og Eiríkur Þorláksson, listfræðingur og sýningarstjóri, taka á sunnu- dag klukkan 15 þátt í spjalli um yfir- litssýningu Ragnheiðar sem nýlega var opnuð á Kjarvalsstöðum. Yfirskrift sýningarinnar er „Hugleikir og fingra- flakk - Stiklur úr starfsævi Ragnheiðar Jónsdóttur“ en um fyrstu yfirlitssýn- ingu hennar er að ræða. 3 Blúsveisla kennd við gítarhetj- una Björgvin Gíslason verður á Gamla Gauknum laugardags- og sunnudags- kvöld og hefst klukkan 21 bæði kvöld- in. Bláir tregatónar verða kreistir úr hljóðfærum, gestum til gleði. VIÐBURÐIR HELGARINNAR 1 Duo Harpverk, sem var stofnað árið2007 af hörpuleikaranum KatieBuckley og slagverksleikaranum Frank Aarnink, heldur tónleika í 15:15 tón- leikasyrpunni klukkan 15.15 í Norræna hús- inu á sunnudag. Á tónleikunum sem þau kalla Passport / Vegabréf flytur dúóið sex ný tón- verk sem sérstaklega eru samin fyrir þau af tónskáldum frá Búlgaríu, Egyptalandi, Mexíkó, Rússlandi, Grikklandi og Bandaríkj- unum. Markmið Duo Harpverks hefur frá stofnun verið að panta og flytja nýja tónlist fyrir hörpu og slagverk. Frá upphafi hafa þau pantað yfir 60 verk eftir tónskáld víða um heim, og einkum eftir ung tónskáld. „Það er ekki mikið skrifað fyrir þessi hljóð- færi saman, slagverk og hörpu,“ segir Frank Aarnink. „Okkur langar bara að spila verk sem eru skrifuð fyrir hörpu og slagverk, við viljum ekki taka fyrir verk sem eru skrifuð fyrir önnur hljóðfæri og umskrifuð. Það hefur gengið mjög vel að afla nýrra verka, við höfum fengum um sextíu verk á síðastliðnum fimm árum, sem er mjög mikið,“ segir hann. Duo Harpverk hefur því fengið meira en tíu ný tónverk á ári, sem eru sér- samin fyrir þau. „Við höfum spilað þau öll, og frumflytjum nú fimm af þessum sex á tónleikunum á sunnudag. Við ætlum að spila allt sem er samið fyrir okkur.“ Frank segir tónskáld taka því afar vel þeg- ar þau leita til þeirra. „Allir vilja skrifa fyrir slagverk en flestir eru hálfsmeykir við hörp- una. Harpan er ekki algengt hljóðfæri og svo er hún með sjö pedala sem tónskáldin þurfa að kynna sér hvernig virka. Á píanói eru tólf nótur í áttund en ekki nema sjö á hörpum, það er því til að mynda erfitt að leika króma- tískt á hörpu. Okkur finnst þessa blanda slagverks og hörpu vera áhugaverð og erum svo heppin að flest tónskáldin eru sammála okkur.“ Þeim Katie og Frank berast afar ólík verk. „Við erum ekki með neinn ákveðinn stíl og biðjum tónskáldin að semja einfaldlega þau verk sem þau langar til að semja. Við erum heldur ekki með fastákveðin slag- verkshljóðfæri og fyrir vikið leik ég til dæmis á tónleikunum núna á stáltrommu, víbrafón, trommur, hljóðfæri sem er sérstaklega sent til mín frá Egyptalandi, klukkuspil og hitt og þetta. Mér finnst áhugavert að setja tón- skáldunum ekki skorður hvað varðar það sem ég leik á,“ segir hann. DUO HARPVERK LEIKUR SEX NÝ VERK Á 15:15 TÓNLEIKUM Í NORRÆNA HÚSINU Fá ný tónverk víðsvegar að „OKKUR LANGAR BARA AÐ SPILA VERK SEM ERU SKRIFUÐ FYRIR HÖRPU OG SLAGVERK,“ SEGIR FRANK AARNINK. Katie Buckley og Frank Aarnink. „Allir vilja skrifa fyrir slagverk en flestir eru hálfsmeykir við hörpuna,“ segir hann um tónskáldin. „Ég er kröfuharður á að mér smakkist vel það sem ég set upp í mig,“ segir Megas um textana sem hann syngur. Morgunblaðið/Einar Falur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.