Morgunblaðið - 11.12.2012, Side 34

Morgunblaðið - 11.12.2012, Side 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2012 Það eru engin sérstök plön fyrir daginn í dag. Ég stefni að þvíað halda upp á afmælið í janúar, kannski í kringum þrett-ándann þegar mesta jólaösin er búin. Við eigum bæði fer- tugsafmæli á árinu, ég og bóndinn, ætli við höldum ekki sameig- inlega veislu þá,“segir Elín Svava Ingvarsdóttir, búsett á Svalbarðseyri. Hún kann vel við sig þar. „Þetta er mjög þægilegt og notalegt þorp. Það er ekkert hérna, engin búð eða neitt slíkt, en mjög góður leikskóli og skóli. Þetta er passlega langt frá Akureyri og upplifunin er líkt og að vera kominn út í sveit. Það er ekki umferðargnýrinn sem vekur mann á morgnana hér, á sumrin eru það mófuglarnir og þægileg hljóð sem berast inn um gluggann,“ segir hún og bætir við að hún setji börnin áhyggjulaus út, því varla nokkur bílaumferð sé á staðnum. Þegar Elín Svava er ekki í fæðingarorlofi, eins og nú, sækir hún vinnu til Akureyrar og starfar hjá Ferðamálastofu, sem er stjórn- sýslustofnun fyrir ferðaþjónustu á Íslandi. „Starfið er mjög skemmtilegt og fjölbreytt. Ég sé um gagnagrunn Ferðamálastofu og höldum við úti yfirgripsmiklum gagnagrunni yfir ferðaþjónustu á Íslandi, þetta er sennilega heildstæðasta síðan yfir íslenska ferða- þjónustu sem til er,“ segir Elín. Lítill tími hefur gefist undanfarið fyrir áhugamálin, sem eru hannyrðir. Allur tíminn fer í barnastúss en hún hefur eignast þrjú börn á fjórum árum. „Lífið snýst um börnin þessa dagana,“ segir hún glaðbeitt. thorunn@mbl.is Elín Svava Ingvarsdóttir er fertug í dag Fjölskyldan „Allur tíminn fer í börnin, þau eru helsta áhugamálið núna,“ segir Elín Svava sem eignaðist þrjú börn á fjórum árum. Tvöfalt fertugsafmæli á þrettándanum Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Erna Sólveig Sverr- isdóttir, Embla Karen Sverrisdóttir og Berglind Rós Elmarsdóttir héldu tombólu í Árbæn- um, seldu dót sem þær áttu og færðu Rauð krossinum ágóðann, 11.404 kr. Hlutavelta Reykjavík Matthías Helgi fæddist 12. mars. Hann vó 5.240 g og var 55 cm langur. Foreldrar hans eru Ásta I. Sævarsdóttir og Garðar G. Ásgeirs- son. Nýir borgarar Akranes Helga Guðrún fæddist 14. mars kl. 15.59. Hún vó 4.440 g og var 55 cm löng. Foreldrar hennar eru Vig- dís Anna Kolbeinsdóttir og Þorbjörn Jónsson. E inar fæddist í Reykja- vík og ólst þar upp, í Borgarfirðinum og í Ölfusinu. Hann fór ungur til sjós 1959, stundaði nám við Stýrimannaskól- ann í Reykjavík og lauk þaðan skip- stjórnarprófum 1964. Einar varð skipstjóri hjá Meitlinum í Þorláks- höfn 1964. Á farsælum skipstjórn- arferli lánaðist honum að bjarga þremur skipsáhöfnum úr sjávar- háska, en af því tilefni hlaut hann afreksverðlaun Sjómannadagsráðs Reykjavíkur 1976. Útgerð og fiskvinnsla Einar keypti hlut í útgerðarfyr- irtækinu Auðbjörgu ehf. 1974, ásamt Árna Hermannssyni og Bjarna Baldurssyni, en félagið gerði út vélbátinn Arnar ÁR-55. Einar var þá skipstjóri, Bjarni vél- stjóri og Árni sá um rekstur í landi. Þeir hófu svo fiskvinnslu 1981. Einar og Bjarni keyptu hlut Árna í fyrirtækinu, 1985, og 1987, festi Einar kaup á hlut Bjarna, hætti þá til sjós og varð framkvæmdastjóri. Árið 1991 keypti Auðbjörg ehf. Þorleif Guðjónsson ÁR- 350 með öllum aflaheimildum, en hann varð síðan Arnar ÁR-55 en eldra skipið var selt. Árið 1995 var keyptur lítill bátur með kvóta og 1998 keypti Einar F. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Auðbjargar - 70 ára Útgerðarfjölskyldan Einar og Helga með börnum sínum, tengdabörnum og barnabörnum. Engin afmælisveisla Arnar ÁR 55 Fyrsta skip útgerðarinnar en á þessu skipi var Einar skipstjóri. HVERFISTEINAR Hágæða brýnsluvélar, 2 stærðir og mikið úrval aukahluta Opið virka daga frá 9-18 og lau frá 10-16 Lykilverslun við Laugaveg síðan 1919 Áratuga þekking og reynsla Laugavegi 29 - sími 552 4320 www.brynja.is - brynja@brynja.is Verð frá 68.900 kr. Snúningsplatti NÝTT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.