Morgunblaðið - 13.12.2012, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 13.12.2012, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2012 Morgunblaðið/Styrmir Kári Samtökin Hugarafl færðu öllum alþingismönnum jóla- gjöf í gær. Gjöfin er tvíþætt, annars vegar bókin Geð- veikar batasögur 2 og heimildarmyndin Hallgrímur, maður eins og ég. Samtökin minntu alþingismenn líka á að passa vel upp á geðheilsuna í öllu annríkinu. Hér sést Katrín Jakobsdóttir ráðherra taka við gjöfinni. Hugarafl færði þingmönnum jólagjöf Landbrot við bakka Lagarfljóts og Jökulsár í Fljótsdal var lítilsháttar eða ekkert á um 161 km af árbökk- unum, talsvert landbrot var á 36,5 km og mikið landbrot var á um 14 km. Gerð var úttekt á alls 211,5 km löngum árbökkum frá Fljótsdalsstöð og allt til sjávar en þar á milli eru um 100 km. Starfsmenn Landgræðslu ríkisins gerði úttektina á ástandi lands við árbakkana og skoðuðu bakkagerð, hæð árbakka, halla og lögðu mat á landbrot. Verkefnið var unnið að til- hlutan Landsvirkjunar. Skýrsluna má lesa á vef Landgræðslunnar (www.land.is). Í inngangi hennar kemur m.a. fram að markmið verkefnisins hafi verið að fá heildaryfirlit yfir stöðu landbrots við árnar. Einnig að fá mat á því hvar hætta sé á landbroti og hve mikil hún er. Ekkert kerfi var til hér á landi til þess að meta slíkt og því hönnuðu starfsmenn Land- græðslunnar flokkunarkerfi til að meta landbrotið. Gert var sjónmat á árbökkunum og matið kortlagt. Þá segir þar að rof við bakka sé náttúrulegur hluti áa. Menn geti þó haft áhrif á náttúruleg ferli með at- höfnum sínum. Breyting hafi orðið á vatnsrennsli Jökulsár í Fljótsdals og Lagarfljóts vegna virkjunar við Kárahnjúka og tilkomu Hálslóns. gudni@mbl.is Mikið landbrot var við árbakka á 14 km kafla  Kannað var landbrot við Lagarfljót og Jökulsá í Fljótsdal Morgunblaðið/Steinunn Lagarfljót Breyting varð á rennsli fljótsins með Kárahnjúkavirkjun. Bjóða á um 3.700 atvinnuleitendum vinnu eða starfsendurhæfingu á næsta ári skv. samstarfsyfirlýsingu stjórnvalda, Vinnumálastofnunar, sveitarfélaga, samtaka á vinnumark- aði o.fl. sem undirrituð var í gær. Með þessu átaksverkefni, sem nefnt hefur verið „Vinna og virkni 2013“, á að tryggja að enginn falli af atvinnu- leysisbótum án þess að fá slíkt tilboð. Um er að ræða átaksverkefni sem, eins og greint hefur verið frá í Morg- unblaðinu, hefur að markmiði að virkja atvinnuleitendur, sem hafa fullnýtt eða munu að óbreyttu full- nýta bótarétt sinn. Talið hefur verið að kostnaður við verkefnið verði um 2,7 milljarðar króna og er áætlað er að 60% taki til- boði um vinnu. Því þurfa alls 2.200 sex mánaða störf að vera í boði 2013. Velferðarráðherra hefur einnig lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingar á lögum um atvinnuleys- istryggingar vegna þessa verkefnis og jafnframt um breytingar sem gerðar verða á greiðslum atvinnu- leysistryggingasjóðs vegna fisk- vinnslufólks þegar vinnsla stöðvast vegna hráefnisskorts. Þær greiðslur verða þó ekki að fullu felldar niður, eins og gert hafði verið ráð fyrir þeg- ar fjárlagafrumvarp næsta árs var lagt fram og er nú áætlað að sparn- aður ríkissjóðs vegna þess verði 160 milljónir kr. á árinu 2013 í stað 350 milljóna, sem upphaflega var ráð- gert. Með átaksverkefninu Vinna og virkni 2013 er gert ráð fyrir að al- mennur vinnumarkaður bjóði fram 60% þeirra úrræða sem stefnt er að eða 1.320 úrræði, sveitarfélög 30% eða 660 úrræði og loks ríkið 220 úr- ræði eða 10%. Atvinnuleysistrygg- ingasjóður greiðir styrk með við- komandi atvinnuleitendum og mun hann nema 80-100% af atvinnuleys- isbótum ásamt mótframlagi vegna úrræða sem verða til í desember 2012 og á árinu 2013. Þá á að bjóða upp á úrræði fyrir um 900 einstaklinga sem áætlað er að þurfi á atvinnutengdri endurhæf- ingu að halda. omfr@mbl.is Boða átak fyrir 3.700 atvinnu- leitendur  Breytingar á at- vinnuleysiskerfinu í nýju frumvarpi Morgunblaðið/Golli Atvinnuleysi Sveitarfélögin eiga á næsta ári að útvega 660 vinnumark- aðsúrræði, ríkið 220 og almenni vinnumarkaðurinn 1.320. Lagt er til í frumvarpi velferðar- ráðherra um breytingar á at- vinnuleysistryggingalögunum að aldurslágmark til greiðslu at- vinnuleysisbóta verði hækkað úr 16 árum í 18 ár. Eru færð þau rök fyrir þessu að börn undir 18 ára aldri teljast vera á framfæri foreldra sinna. Áfram er þó gert ráð fyrir að ávinnslutímabil skv. lögunum geti hafist við 16. af- mælisdag barna. Fram kemur að sex atvinnuleitendur yngri en 18 ára voru innan atvinnuleysis- tryggingakerfisins í október sl. Í frumvarpinu er einnig boðuð lenging á biðtíma eftir bótum ef avinnuleitandi, sem hefur feng- ið atvinnuleysisbætur greiddar í 30 mánuði eða lengur hafnar starfi eða þátttöku í vinnumark- aðsúrræðum. Þá missir hann rétt til bóta og fær hann ekki á ný fyrr en eftir 24 mánaða starf á vinnumarkaði frá því hann fékk síðast greiddar bætur í stað tveggja mánaða biðtíma áður. Fái bætur 18 ára í stað 16 BREYTINGAR Í FRUMVARPI Svarið við spurningu dagsins tilbúnar í pottinn heima Verð 1.600 kr/ltr eða settur í pottinn um leið og súpan er borin fram. Hvað þarftu mikið? Súpa sem aðalréttur – 0,5 ltr/mann Súpa sem forréttur – 0,25 ltr/mann Súpan kemur í fötu en fiskinum er pakkað sér. Eldunaraðferð þegar heim er komið: Súpan er hituð upp að suðu, fiskinum er jafnað út á milli súpudiska Aðalfundur Valsmanna hf. Aðalfundur í Valsmönnum hf. verður haldinn fimmtudaginn 27. desember n.k kl. 17:00 að Hlíðarenda Dagskrá aðalfundar eru venjuleg aðalfundarstörf skv. samþykktum félagsins og lögum um hlutafélög nr. 2/1995. 1. Skýrsla stjórnar vegna liðins starfsárs 2. Ársreikningur félagsins ásamt endurskoðunarskýrslu lagður fram til stað- festingar. 3. Ákvörðun um hvernig fara eigi með tap eða hagnað ársins. 4. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna 5. Kjör stjórnar 6. Kjör endurskoðanda 7. Önnur mál – Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins: a. Tillaga um að allt hlutafé félagsins verði í einum hlutaflokk, sem um gildi reglur núverandi A f lokks b. Tillaga um breytingar á fjölda stjórnarmanna c. Tillaga um framlengingu á heimild stjórnar félagsins til hækkunar hlutafjár þess til 1. desember 2017 d. Tillaga um forkaupsrétt stjórnar félagsins að fölum hlutum í félaginu fyrir þess hönd Fundargögn liggja frammi á skrifstofu félagsins til sýnis fyrir hluthafa fram að fundinum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.