Morgunblaðið - 20.12.2012, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 20.12.2012, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2012 Þær eru víða, matarholur vel-ferðarstjórnarinnar. Nú er til afgreiðslu á Alþingi frumvarp sem virkar sakleysislegt og hefur á sér yfirbragð umbóta.    Um er að ræðafrumvarp til laga um breytingu á lögum um lækningatæki, en þegar nánar er gáð hefur frumvarpið tvíþættan tilgang og hvorugur snýr að lækn- ingatækjum.    Annars vegar er með frumvarp-inu verið að bregðast við at- hugasemdum frá Evrópusamband- inu og frumvarpið er því hluti af aðlöguninni sem gagnsæ ríkisstjórn landsins heldur fram að eigi sér ekki stað.    Hins vegar er með frumvarpinuverið að leggja á aukna skatta, en í því er gert ráð fyrir að lagt verði 0,75% gjald á allar vörur í tilteknum vöruflokkum.    Vörurnar sem um ræðir eru afýmsum toga, svo sem gúmmí- hanskar, dömubindi og verjur, tannþræðir og tannkrem, plástrar og sjúkrakassar, gervitennur, rönt- gentæki, hjólastólar og barna- bleiur.    Vafalítið er að allar þessar vörurhafa verið vanskattlagðar á mælikvarða velferðarstjórnar og án efa er það skref sem nú á að stíga aðeins það fyrsta af mörgum brýnum.    En hvers vegna mátti ekki viður-kenna að skattahækkun er skattahækkun og aðlögun er aðlög- un, í stað þess að leika svona blekk- ingarleik? Áformað er að leggja ný gjöld á bleiur. Aðlögun og skatta- hækkun í laumi STAKSTEINAR Veður víða um heim 19.12., kl. 18.00 Reykjavík 6 rigning Bolungarvík 4 alskýjað Akureyri 4 skýjað Kirkjubæjarkl. 5 rigning Vestmannaeyjar 7 rigning Nuuk -8 heiðskírt Þórshöfn 7 skýjað Ósló -6 léttskýjað Kaupmannahöfn 1 skýjað Stokkhólmur -1 alskýjað Helsinki -6 skýjað Lúxemborg 3 léttskýjað Brussel 6 skýjað Dublin 8 skýjað Glasgow 6 skúrir London 6 skúrir París 7 skúrir Amsterdam 6 skýjað Hamborg 2 súld Berlín 2 þoka Vín 4 skúrir Moskva -18 heiðskírt Algarve 17 skýjað Madríd 10 þoka Barcelona 13 léttskýjað Mallorca 16 léttskýjað Róm 10 heiðskírt Aþena 10 léttskýjað Winnipeg -10 snjókoma Montreal 1 súld New York 6 skýjað Chicago 2 alskýjað Orlando 19 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 20. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:22 15:30 ÍSAFJÖRÐUR 12:09 14:53 SIGLUFJÖRÐUR 11:54 14:34 DJÚPIVOGUR 11:01 14:50 Baldur Berndsen Maríusson and- aðist á Landspítalanum 15. desem- ber síðastliðinn, 76 ár að aldri. Baldur fæddist í Reykjavík 18. apríl 1936, sonur hjónanna Sigríðar Carlsdóttur Berndsen og Maríusar Helgasonar. Hann útskrifaðist frá Samvinnuskólanum í Reykjavík 1954 og í stjórnun og viðskiptafræði frá New York Business School 1957. Frá 1958 til 1960 vann Baldur ým- is skrifstofustörf hjá Ísbirninum hf. og Ingvari Vilhjálmssyni. Hann starfaði hjá Loftleiðum og síðar Flugleiðum sem yfirmaður farþega- þjónustu og síðar rekstrarstjóri frá 1960 til 1990, hjá Pósti og síma og síðar Íslandspósti 1991 til 2000 og frá 2000 til 2008 hjá fasteignasölunni Stóreign, en eftir það hjá JA Group fram á mitt ár 2009. Baldur sinnti knattspyrnumálum í yfir 40 ár og vann m.a. við uppgjör og bókhald hjá íþróttavöllum Reykjavíkur með aðsetur á Mela- velli frá 1958 fram á 8. áratug lið- innar aldar. Hann var í stjórn knatt- spyrnudeildar KR og formaður 1976 til 1977, sat fyrir hönd KR í Knatt- spyrnuráði Reykjavíkur 1978-1996 og þar af sem formaður í 15 ár. Und- anfarin ár hefur hann verið eftirlits- dómari hjá KSÍ. Hann var sæmdur heiðursmerki KSÍ, gullmerki KSÍ og gullmerki KRR. Eftirlifandi eiginkona hans er Inga Cleaver, fv. deildarstjóri í utan- ríkisráðuneytinu, og eiga þau þrjú börn. Útför Baldurs verður frá Nes- kirkju og hefst athöfnin kl. 13 hinn 28. desember næstkomandi. Andlát Baldur B. Maríusson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.