Morgunblaðið - 20.12.2012, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.12.2012, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2012 Það er svo leiðinlegt að geta blöskrað hvernig fjölmiðlamenn fara með viðkvæm mál eins og í Fréttablaðinu í gær þar sem var fjallað um þennan hörmulega atburð, fjöldamorðin í Con- necticut. Þar er sagt að ungi maðurinn sem framdi þetta hroða- verk, Adam Lanza, hafi hugsanlega verið með Asperger- heilkenni, sem ekki hefur fengist stað- fest. Auk þess hafi hann frá barnsaldri verið í sérstakri umsjá því hann fann ekki fyrir neinum sársauka varðandi hnífa og bruna. Segir það ekki meira um uppeldi hans og af hverju móðirin sem hann myrti keypti vopnin? Þetta hefur ekkert með Asperger að gera. Ég á 15 ára son sem var greindur með Asperger sex ára gamall og hef farið á námskeið og lesið mér til árum saman og ef eitthvað er þá er fólk með Asperger við- kvæmara og blíðara en fólk almennt. Við kom- um meira að segja fram í viðtali hjá RÚV þar sem sonur minn sagði að enginn ætti að skamm- ast sín fyrir að vera með Asperger, sem er væg- asta einhverfan, og lýsir sér í stuttu máli þannig að fólk á erfitt með fé- lagsleg samskipti og breytingar, en hefur ótrúlega hæfileika á ákveðnum sviðum. Til dæmis er talið að Albert Einstein og H.C. Andersen hafi verið með Asperger og það hefur verið framleidd bíómynd um dr. Temple Grandin sem er mjög áhugaverð. En eitt er ljóst; fólk með Asperger finnur fyrir sársauka eins og annað fólk, það hef ég reynt með minn son og hann er ekkert öðruvísi en aðrir, nema kannski klárari á mörgum sviðum! Ábyrgð fjölmiðla Eftir Hönnu Láru Steinsson Hanna Lára Steinsson » Þetta ódæði hefur ekkert með Asperg- er að gera. Höfundur er uppeldisfræðingur og félagsráðgjafi, MA og MS. Steingrímur J. Sig- fússon og Gylfi Arn- björnsson voru í Kast- ljósi 13. desember. Tilefnið var heilsíðu- auglýsing Alþýðu- sambandsins um að ríkisstjórnin hefði ekki staðið við gefin loforð við gerð kjarasamn- inganna í maí 2011. Steingrímur var spurður hver væru við- brögð hans við þessu útspili ASÍ og fyrstu orð ráðherrans voru þessi: „Þau eru mjög einföld, þetta er með endemum ósvífin, órökstudd og ósönn auglýsing, sem er Alþýðu- sambandsforystunni og Gylfa Arn- björnssyni til lítils sóma.“ Þetta eru hörð orð, en ég vildi ekki trúa því að Gylfi færi með rangt mál svo að ég bar auglýs- inguna um hin sviknu loforð saman við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Og ég sé ekki betur en auglýsingin sé rétt í öllum greinum. En ráðherr- anum var illa brugðið eins og enn sýnir sig í þessu frammíkalli hans: „Það þarf ekki að þvæla svona. Svaraðu þessu! Brot á hverju er þetta með gengið og verðbólguna?“ Hér vísar ráðherrann til þess að í auglýsingunni sé dregið fram, að ríkisstjórnin hafi hvorki efnt fyr- irheitið um að halda verðbólgunni í skefjum né að styrkja gengi krón- unnar. Um þetta urðu nokkur orða- skipti og var það aðallega ráð- herrann sem talaði og gaf viðmæl- anda sínum lítið svigrúm til and- svara svo að úr varð stagl þeirra þriggja, Steingríms, þáttastjórn- andans og Gylfa. Mér þótti rétt að fletta upp í yfirlýsingunni til að nálgast sannleikann. Þar gumar ríkisstjórnin af því að fjár- málakerfið hafi verið endurreist, að vextir hafi lækkað umtalsvert og að jafnvægi hafi komist á gengi krón- unnar. Síðan er tíundað með hvaða hætti eigi að viðhalda þessum ár- angri. Þetta tók forysta Alþýðu- sambandsins sem fyrirheit og lái henni hver sem vill. Nú er öllum ljóst, að dæmið gekk ekki upp. Verðbólgan er hálfu meiri en stefnt var að og krónan á hallanda fæti en kjarasamningar í upp- námi. Niðurstaðan er sú, að ríkisstjórnin hefur brugðist. En voru það brigð eða getuleysi nema hvort tveggja sé? Steingrímur tók sér- staklega fram, að það væri rangt, að rík- isstjórnin hefði lofað afgreiðslu á ramma- áætlun um orkunýt- ingu „á grundvelli til- lögu sérfræðinganefnd- arinnar“. Þetta er mjög hæpið, nán- ast orðhengilsháttur. Stjórnvöld sögðust stefna að því að rammaá- aætlun yrði afgreidd á haustþinginu 2011 og við það stendur. Til frekari glöggvunar er fróðlegt að grípa niður í yfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar: „Gangi öll virkjunar- áform fyrir norðan eftir gæti þar verið um að ræða fjárfestingu upp á 70-80 ma. kr., auk fjárfestinga orku- kaupenda. Þess er fastlega vænst að samningar takist fyrir lok þessa árs um í það minnsta tvö umtals- verð fjárfestingarverkefni sem ráð- ist verði í, þar af annað á Norðausturlandi, og að fram- kvæmdir við þau geti hafist þegar á næsta ári,“ þ.e. 2012, sem senn er á enda runnið. Allt voru þetta hugar- órar því að viljann vantaði til verks- ins. Ég hitti gamla vinkonu mína frá Akureyri á Landakotsspítala í gær og spurði tíðinda. Hún lét vel af heilsu sinni, tók síðan í boðunginn á kápunni og sagði: „Hún er heima- saumuð.“ Það gaf mér tilefni til að spyrja, hvernig hún kæmist af. „Ég er með tvö hundruð þúsund á mán- uði,“ sagði hún. „Mig langar til að vinna, þótt ég sé orðin sjötug. En ég má það ekki. Tryggingastofnun tek- ur þá af mér hverja krónu svo að ég á ekkert eftir.“ Ég vissi eiginlega ekki hvað ég átti að segja, heldur kyssti hana á kinnina með þessum orðum: „Allir eiga að fá að bjarga sér. Gleðileg jól og þetta batnar vonandi með vorinu.“ Fyrstu ár mín á þingi kynntist ég miklum kempum og leiðtogum, Ey- steini Jónssyni, Gylfa Þ. Gíslasyni, Jóhanni Hafstein, Lúðvík Jós- efssyni og Ólafi Jóhannessyni. Allir höfðu þeir verið harðir í horn að taka, en eltust vel. Og þeir urðu um- burðarlyndari og mýktust í skapi með árunum. Aldrei hefði þeim dottið í hug að hreyta í forseta ASÍ eða tala niður til hans, enda er hann fulltrúi annars hvers launamanns í landinu. Slíkt hátterni hefði haft skelfilegar afleiðingar og lýsir tíð- arandanum. Ríkisstjórn á að leggja það eitt fram til lausnar í kjaradeil- um sem hún vill efna og hefur ástæðu til að ætla að hún geti staðið við. Um þetta var ég að hugsa þegar síðustu orðin í Kastljósþættinum rifjuðust upp. Forseti Alþýðu- sambandsins sagði, að þeir Stein- grímur næðu ekki saman um grund- vallaratriði, – og þá verðum við að einbeita okkur að okkar viðsemj- endum og semja um kaup og kjör, sagði hann. „Já þannig er staðan. Þannig er staðan núna,“ skaut Sigmar Guð- mundsson þáttastjórnandi inn í. „Menn verða að kunna mannasiði til að hægt sé að vinna saman, Gylfi,“ sagði Steingrímur J. Sigfús- son og þar með lauk Kastljósi. Þetta batnar með vorinu Eftir Halldór Blöndal » „Það þarf ekki að þvæla svona. Svar- aðu þessu! Brot á hverju er þetta með gengið og verðbólguna“ Halldór Blöndal Höfundur var forseti Alþingis. Hinn úrilli og kjarnyrti skoski spæjari Taggart er ólíkindatól sem ekk- ert er að skafa utan af hlutunum þegar hann ræður flókin morðmál sem á borð hans koma. Það gerði Taggart samvisku- samlega í Sjónvarp- inu á dögunum þegar hann tókst á við eitt erfiðasta tabú skosks samfélags; bulluna sem misnotar traust fé- laga sinna: Abuse of trust nefndist þátturinn. Verkalýðsleiðtoginn Cam virtist hafa góðan málstað að verja, ekki síst eftir að besti félagi hans var drepinn. Félagsmenn fylktu sér á bak við hann í baráttu við hið vonda auðvald. Cam var að verja störf, málamiðlun kom ekki til greina. Nei, nei, nei var orð dags- ins undir steyttum hnefa leiðtog- ans með alla réttu frasana. Á daginn kemur að Cam er lýð- skrumari, spunameistari og bulla sem misnotar traust félaga sinna sem fylgja honum í blindri meðvirkni. Cam er ómerkilegur lygari sem leiðir samfélag sitt út í botnlausa mýrina; bulla sem kemst til áhrifa og veldur stórskaða. Taggart tekst ótrauður á við mein- semdir skosks sam- félags sem niðurlæg- ing aldanna hefur markað djúpu öri. Gott hjá Tagg- art að takast á við váfuglinn djúpt, djúpt í myrkviðum mannlegrar vitundar! Er ekki ráð að fá Taggart í heimsókn? Taggart ræður gátuna Eftir Hall Hallsson Hallur Hallsson » Gott hjá Taggart að takast á við váfugl- inn djúpt, djúpt í myrkviðum mannlegrar vitundar! Höfundur er rithöfundur. mbl.is alltaf - allstaðar Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ bolaprentun gluggamerkingar rúllustandar Smiðjuvegur 42 Rauð gata 200 Kópavogur Sími:544 4545 www.signa.is signa@signa.is signa.is Inniljósaskilti prentun Inniljósaskilti 117x68cm Einnig til í öðrum stærðum 29,950- án vsk. Á R N A S Y N IR util if. is BOLTAR FRÁ 1.990 kr. HANDBOLTAR, KÖRFUBOLTAR, FÓTBOLTAR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.