Morgunblaðið - 31.12.2012, Page 11

Morgunblaðið - 31.12.2012, Page 11
Vinafagnaður Julie Coadou segir að í Frakklandi sé fjölskyldan frekar saman yfir jólin en vinir yfir áramótin. andi stað á lokaárinu. Hún dvaldi hér einn vetur á námsstyrk og vann á Ís- landi næstu sumur við ferða- mennsku og tók á móti frönskum ferðamönnum. Julie fluttist síðan aftur til Frakklands og bjó þar í nokkur ár en segist hafa saknað Ís- lands of mikið og ákvað því að koma aftur. Hún hefur nú átt íslenskan mann í rúm tvö ár og þau halda jól og áramót hátíðleg á fransk-íslenskan hátt. Kampavínið ómissandi „Það vill svo skemmtilega til að mágkona mín býr í París og er gift Frakka. Það gætir því þónokkurra franskra áhrifa hjá okkur í fjölskyld- unni og sérstaklega í matargerð. Innan um laufabrauðið og reyktan lax má líka finna foie gras (anda- lifrarkæfu) og aðlmáltíðin á jólunum er önd með appelsínusósu. Tengda- foreldrar mínir fara reglulega til Parísar og koma þá heim með mat en ég er líka mikil ostaáhugakona og kem iðulega með ost heim,“ segir Ju- lie og bætir við að eitt megi ekki vanta á aðfangadags- og gamlárs- kvöldi í Frakklandi og það sé alvöru kampavín, ekki freyðivín. Julie segir að í Frakklandi sé fjölskyldan frekar saman yfir jólin en vinir yfir áramótin. Fólk keppist við að plana skemmtileg partí með vinunum og farið sé að tala um slík plön tveimur mánuðum fyrr. „Hér á Íslandi safnar maður fjölskyldunni saman en í Frakklandi verður þú að skipuleggja eitthvað með vinunum nema þú eigir lítil börn. Þá er haldið stórt partí með mat og dansi og maturinn er ekki eins hefðbundinn og um jólin. For- eldrar mínir hittu t.d. æskuvini sína í mörg, mörg ár á gamlárskvöld. Þau voru sex eða sjö pör búsett víða um Frakkland sem skiptust á að skipu- leggja hátíðahöldin og heimsækja hvert annað. Ef boðið er stórt er hefðin frekar sú að hafa hlaðborð en klassíska þriggja rétta máltíð ef færri eru samankomnir. Veitingahús bjóða líka sérstakan matseðil og þá er hægt að kaupa sér miða í mat og á ball,“ segir Julie og bætir hlæjandi við að í Frakklandi séu engir flug- eldar nema á þjóðhátíðardeginum 14. júlí. „Mér finnst flugeldarnir flottir þó ég sé hálfhrædd við að fólk sé að skjóta þeim upp hér og þar. Öllum Frökkum sem hafa heimsótt mig yfir áramótin hefur fundist mjög skemmtilegt að sjá alla flugeldana,“ segir Julie. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. DESEMBER 2012 Senn er árið á enda og nýtt árgengur í garð. Á þessumtíma er algengt að fólk lítitil baka og geri upp líðna tíma en horfi einnig fram á við og setji sér markmið. Niðurstöður sál- fræðirannsókna hafa varpað ljósi á að mjög margir strengja svokölluð áramótaheit en mikill meirihluti þeirra stendur svo ekki við þau markmið sem sett voru. Meðal þess sem algengt er að fólk strengi ára- mótaheit um er að hætta að reykja, stunda meiri líkamsrækt, hollara mataræði, spara peninga, draga úr stressi og grennast. En af hverju ætli svo margir nái ekki að standa við hin fögru ára- mótafyrirheit? Í fyrsta lagi kemur í ljós að fólk setur sér gjarnan óskýr og of almenn markmið. Markmið er eitthvað sem keppt er að og ekki er hægt að keppa að einhverju sem ekki er skýrt hvað er. Dæmi um óskýr áramótaheit er að „komast í form“ eða „draga úr stressi“. Í stað almennra og óskýrra markmiða er betra að skilgreina nákvæmlega hvað felst í því að ná settu marki. Einnig er ekki síður nauðsynlegt að skilgreina skýrt og greinilega áætl- un um hvaða skref þarf að taka til að ná settu markmiðiði, yfirleitt mörg lítil skref yfir lengri tíma. Fólki hættir til að gera mjög óljósar áætl- anir um hvaða skref þarf að taka og það dregur úr líkum á því að mark- mið náist. Gott er að líta á slíka áætl- un sem skýrar leiðbeiningar um hvað þurfi að framkvæma í augna- blikum daglegs lífs svo markmið ná- ist. Skýr markmið eru tilgangslaus ef þau eru óraunhæf. Mikilvægt er að skoða af skynsemi hvað raunhæft er að framkvæma og setja sér markmið í samræmi við það. Þegar fólk er innt eftir útskýringu á því af hverju það gerði ekki það sem það ætlaði og vildi gera þá kenna flestir óþæg- indum um: „Ég var bara í óstuði“ eða „Ég var allt of þreyttur“ eða „Mig langaði bara svo mikið í“. Hið eðlis- læga viðbragð mannsins við óþæg- indum er að reyna að losna við þau en það vinnur oft gegn því að fólk nái markmiðum sínum. Ástæðan er sú að svo margt af því sem fólk veit að er gott og skynsamlegt er einnig óumflýjanlega óþægilegt að ein- hverju marki. Í stað þess að draga úr óþægindum er vænlegra til árangurs að vinna að sátt um óþægindin og beina athyglinni að því að fram- kvæma skref í áttina að settu marki. Þannig má hámarka líkur á því að ná markmiðum, hvort sem er í formi áramótaheita eða á öðrum tímum ársins.Með ósk um farsælt nýtt ár. Heilræði um áramótaheit Heilsustöðin Haukur Sigurðsson sálfræðingur  www.heilsustodin.is Áramótaheitin Beint í mark. Kaupfélag Skagfirðinga óskar starfsfólki, félagsmönnum, viðskiptavinum svo og landsmönnum öllum velfarnaðar á nýju ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Kaupfélag Skagfirðinga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.