Morgunblaðið - 31.12.2012, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 31.12.2012, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. DESEMBER 2012 • Starfsfólk Orkuveitu Reykjavíkur óskar þér gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. www.or.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 62 44 8 12 /1 2 VIÐ ERUM Á VAKTINNI ALLAN SÓLARHRINGINN Við erum til taks Við treystum sjaldan meira á orkuna en um jól og áramót. StarfsfólkOrkuveitu Reykjavíkur er í viðbragðsstöðu til að tryggja þér birtu og ylum hátíðirnar. Gleðilega hátíð! Bólivískir hermenn og lögreglumenn tóku á laugardag yfir byggingar spænska orkufyrirtækisins Iber- drola SA. Komu þessar aðgerðir að- eins nokkrum klukkustundum eftir að Evo Morales, forseti Bólivíu, fyrirskipaði að fjögur fyrirtæki spænska raforkurisans skyldu þjóð- nýtt. Í ræðu sem send var út beint frá forsetahöllinni í miðborg La Paz sagði Morales að þjóðnýtingin væri nauðsynleg til að tryggja boðlegt rafmagnsverð í bæði þéttbýli og dreifbýli. Bólivía er með fátækustu þjóðum S-Ameríku og er landsframleiðsla á mann þar aðeins einn fimmti af því sem sést í nágrannaríkjum eins og Úrúgvæ og Brasilíu. Um 87% heim- ila í þéttbýli eru með rafmagn en ekki nema 33% heimila í dreifbýli, skv. tölum orkumálaráðuneytis Bóli- víu. Ekkert lát á þjóðnýtingu Síðan sósíalistinn Morales komst til valda árið 2006 hefur hann beitt sér fyrir þjóðnýtingu fjarskipta, orku og vatnsiðnaðar í landinu. Í júní þjóðnýttu bólivísk stjórnvöld Co- quiri tin og sink-námuna sem þá var í eigu Glencore International. Ekki færri en 15 fyrirtæki hafa verið þjóð- nýtt í landinu síðan 2006. Talsmaður Iberdrola staðfesti við fréttastofu Bloomberg að bólivísk stjórnvöld hefðu tekið yfir starfsemi fyrirtækisins í landinu en neitaði að tjá sig frekar um þróun mála. Fyrir- tækin sem þjóðnýtt voru um helgina eru fjárfestingarfyrirtæki, þjónustu- fyrritæki og tvö fyrirtæki sem selja rafmagn í og við La Paz. Starfsmenn sýndu engan mótþróa við yfirtökuna. Í ávarpi sínu á laugardag sagði Morales að Iberdrola muni fá bætur fyrir eignarnámið að loknu óháðu mati á eignum félagsins. Á matsferl- ið að taka að hámarki sex mánuði. Iberdrola er alþjóðlegt stórfyrir- tæki í einkaeigu og er starfsemin í Bólivíu aðeins lítill hluti af þessu spænska veldi. Iberdrola er með höfuðstöðvar sínar í Bilbao og hefur samtals um 30.000 manns að störfum um allan heim. ai@mbl.is Spænskt raf- magnsfyrirtæki þjóðnýtt í Bólivíu AFP Vald Hermenn standa vörð við eina af rafstöðvum Iberdrola í La Paz. Evo Morales segir eignarnámið nauðsynlegt.  Morales forseti lætur ríkið sölsa fyrirtæki undir sig  Að minnsta kosti 15 fyrirtæki þjóðnýtt frá árinu 2006 Deilur Apple og Samsung hafa verið áberandi í viðskiptafréttum ársins. Dómstólaslagur fyrirtækj- anna náði hámarki fyrr á árinu þegar Samsung var dæmt til að greiða Apple rösklega milljarð dala í bætur vegna einkaleyfa- brota. Var útlit fyrir að aukin harka myndi færast í slaginn með til- komu Galaxy S III línunnar en nú benda fréttir frá Kaliforníu til þess að slagurinn kunni að róast ögn. Enn er verið að rétta í máli Samsung og Apple fyrir dóm- stólum í San Jose í Kaliforníu og hafði Apple ætlað að bæta nýút- gefnum tækjum Samsung við lang- an lista af umkvörtunarefnum. Nú greinir Reuters hins vegar frá því að Samsung hafi bent dóm- ara á að síminn Galaxy S III Mini verður ekki seldur á Bandaríkja- markaði og hefur Apple fallist á að draga til baka kröfur sínar sem lúta að þessu tiltekna símtæki. ai@mbl.is Apple og Samsung deila enn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.