Morgunblaðið - 31.12.2012, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 31.12.2012, Qupperneq 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. DESEMBER 2012 • Starfsfólk Orkuveitu Reykjavíkur óskar þér gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. www.or.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 62 44 8 12 /1 2 VIÐ ERUM Á VAKTINNI ALLAN SÓLARHRINGINN Við erum til taks Við treystum sjaldan meira á orkuna en um jól og áramót. StarfsfólkOrkuveitu Reykjavíkur er í viðbragðsstöðu til að tryggja þér birtu og ylum hátíðirnar. Gleðilega hátíð! Bólivískir hermenn og lögreglumenn tóku á laugardag yfir byggingar spænska orkufyrirtækisins Iber- drola SA. Komu þessar aðgerðir að- eins nokkrum klukkustundum eftir að Evo Morales, forseti Bólivíu, fyrirskipaði að fjögur fyrirtæki spænska raforkurisans skyldu þjóð- nýtt. Í ræðu sem send var út beint frá forsetahöllinni í miðborg La Paz sagði Morales að þjóðnýtingin væri nauðsynleg til að tryggja boðlegt rafmagnsverð í bæði þéttbýli og dreifbýli. Bólivía er með fátækustu þjóðum S-Ameríku og er landsframleiðsla á mann þar aðeins einn fimmti af því sem sést í nágrannaríkjum eins og Úrúgvæ og Brasilíu. Um 87% heim- ila í þéttbýli eru með rafmagn en ekki nema 33% heimila í dreifbýli, skv. tölum orkumálaráðuneytis Bóli- víu. Ekkert lát á þjóðnýtingu Síðan sósíalistinn Morales komst til valda árið 2006 hefur hann beitt sér fyrir þjóðnýtingu fjarskipta, orku og vatnsiðnaðar í landinu. Í júní þjóðnýttu bólivísk stjórnvöld Co- quiri tin og sink-námuna sem þá var í eigu Glencore International. Ekki færri en 15 fyrirtæki hafa verið þjóð- nýtt í landinu síðan 2006. Talsmaður Iberdrola staðfesti við fréttastofu Bloomberg að bólivísk stjórnvöld hefðu tekið yfir starfsemi fyrirtækisins í landinu en neitaði að tjá sig frekar um þróun mála. Fyrir- tækin sem þjóðnýtt voru um helgina eru fjárfestingarfyrirtæki, þjónustu- fyrritæki og tvö fyrirtæki sem selja rafmagn í og við La Paz. Starfsmenn sýndu engan mótþróa við yfirtökuna. Í ávarpi sínu á laugardag sagði Morales að Iberdrola muni fá bætur fyrir eignarnámið að loknu óháðu mati á eignum félagsins. Á matsferl- ið að taka að hámarki sex mánuði. Iberdrola er alþjóðlegt stórfyrir- tæki í einkaeigu og er starfsemin í Bólivíu aðeins lítill hluti af þessu spænska veldi. Iberdrola er með höfuðstöðvar sínar í Bilbao og hefur samtals um 30.000 manns að störfum um allan heim. ai@mbl.is Spænskt raf- magnsfyrirtæki þjóðnýtt í Bólivíu AFP Vald Hermenn standa vörð við eina af rafstöðvum Iberdrola í La Paz. Evo Morales segir eignarnámið nauðsynlegt.  Morales forseti lætur ríkið sölsa fyrirtæki undir sig  Að minnsta kosti 15 fyrirtæki þjóðnýtt frá árinu 2006 Deilur Apple og Samsung hafa verið áberandi í viðskiptafréttum ársins. Dómstólaslagur fyrirtækj- anna náði hámarki fyrr á árinu þegar Samsung var dæmt til að greiða Apple rösklega milljarð dala í bætur vegna einkaleyfa- brota. Var útlit fyrir að aukin harka myndi færast í slaginn með til- komu Galaxy S III línunnar en nú benda fréttir frá Kaliforníu til þess að slagurinn kunni að róast ögn. Enn er verið að rétta í máli Samsung og Apple fyrir dóm- stólum í San Jose í Kaliforníu og hafði Apple ætlað að bæta nýút- gefnum tækjum Samsung við lang- an lista af umkvörtunarefnum. Nú greinir Reuters hins vegar frá því að Samsung hafi bent dóm- ara á að síminn Galaxy S III Mini verður ekki seldur á Bandaríkja- markaði og hefur Apple fallist á að draga til baka kröfur sínar sem lúta að þessu tiltekna símtæki. ai@mbl.is Apple og Samsung deila enn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.