Morgunblaðið - 31.12.2012, Side 28

Morgunblaðið - 31.12.2012, Side 28
28 STJÓRNMÁL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. DESEMBER 2012 N ú við áramót 2012/2013 er ekki úr vegi að rifja upp ástandið á Íslandi fyrir fjórum árum, hvernig horfur voru og hvaða viðfangsefni blöstu við mánuðina og misserin þar á eftir. Það hvernig ríkisstjórninni hefur tekist til við að leysa þau verkefni nú þegar styttist í fjögurra ára afmæli hennar er sanngjarn mælikvarði. Óumdeilanlegt er að núver- andi ríkisstjórn, Samfylkingar og Vinstri grænna, hefur glímt við aðstæður og verkefni sem eru ósambærileg öllu sem áður hefur sést á lýðveldistímanum. Rifjum upp áramótin 2008/ 2009: – 85% af fjármálakerfinu eru fallin, hið nýja bankakerfi er ófjármagnað og gríðarflókið en um leið afdrifaríkt verkefni bíður að ná niðurstöðu í uppgjör milli gömlu og nýju bank- anna. Án starfhæfs og fjármagnaðs bankakerfis verður engin efnahagsleg endurreisn. – Um 50% af lánum allra fyrirtækja eru í vanskilum. Heim- ilin eru tugþúsundum saman með sín fjármál í uppnámi. – Gengi krónunnar er fallið um 40-50% og vextir og verð- bólga nálægt 20%. – Áhættuálagið á Ísland er 1.000-1.200 punktar. – Í gildi er frysting íslenskra eigna í Bretlandi á grundvelli hryðjuverkalaga. – Ísland er ofarlega á lista yfir þau tíu lönd sem líklegust eru talin til að lenda í greiðslufalli eða gjaldþroti. – Seðlabankinn er nýorðinn gjaldþrota með um 200 millj- arða kostnaði fyrir ríkissjóð. – Ísland er komið í samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, alþjóðlegir fjármálamarkaðir eru landinu harðlokaðir og fjár- magnshöft komin á. – Halli er orðinn á rekstri ríkissjóðs af stærðargráðunni 150-200 milljarðar króna, 10-14% af vergri landsframleiðslu. – Atvinnuleysi er talið stefna í tveggja stafa tölu. – Önnur lönd í Evrópu þar sem vandi steðjar að keppast við að fullvissa umheiminn um að þau séu ekki eins illa stödd og Ísland. – Ríkisstjórn, Alþingi, Seðlabanki, Fjármálaeftirlit og bankakerfi eru trausti rúin, orðspor landsins á alþjóðavett- vangi hrunið og samfélagið á barmi upplausnar. Verk að vinna! Það var því verk að vinna þegar við Vinstri græn tókum þá djörfu ákvörðun að setjast í ríkisstjórn við þessar ógnarlegu aðstæður 1. febrúar 2009. Við völdum að axla ábyrgð þegar skyldan kallaði vitandi vel að framundan voru erfiðustu verk- efni sem nokkur ríkisstjórn í sögu lýðveldisins Íslands hafði staðið frammi fyrir. Í hnotskurn snerist verkefnið um að af- stýra þjóðargjaldþroti og endurheimta efnahagslegt sjálf- stæði landsins. Til þess þurfti að gera margt í senn; verja raunhagkerfið sem eftir stóð, verjast hættunni á keðjuverk- andi fjöldagjaldþrotum, tugprósenta atvinnuleysi og stór- felldum landflótta, en ekki síst að verja velferðarkerfið og tryggja eins og kostur var stöðu hinna lakast settu í samfélag- inu. Hvernig hefur til tekist? Myndirnar hér til hliðar sýna þró- un lykilstærða yfir 4-5 ára tímabil að meðtöldum spám fyrir næsta ár og tala sínu máli. Í júníbyrjun 2011 gaf Ísland út ríkisskuldabréf á alþjóð- legum fjármálamarkaði fyrir 1 milljarð Bandaríkjadala á ásættanlegum kjörum og var talsverð umframeftirspurn eftir bréfunum. Þetta var svo endurtekið í ár. Í ágúst 2011 lauk samstarfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn með mjög jákvæð- um umsögnum. Meira en helmingur gjaldeyrislánanna, sem tengdust samstarfsáætluninni, hefur þegar verið endur- greiddur. Landsmönnum fjölgar nú þriðja árið í röð eftir lítils háttar fækkun 2009, m.ö.o. hættunni á stórfelldum landflótta hefur verið bægt frá. Rekstur ríkissjóðs er því sem næst í jafnvægi samkvæmt fjárlögum næsta árs (hallinn 0,2% af VLF) og opinberar skuldir fara nú lækkandi á nýjan leik sem hlutfall af VLF. Atvinnuleysi er orðið minna en það var um miðjan tíunda áratug síðustu aldar. Hagvöxtur er um 2,5% tvö ár í röð og horfur um svipaðan eða meiri hagvöxt á næstu árum. Atvinnuvegafjárfesting stefnir upp fyrir sögulegt með- altal strax á næsta ári. Meginverkefnið hefur tekist! Niðurstaðan af þessum stutta samanburði er skýr. Megin- verkefnið hefur tekist, Ísland er á réttri leið. Það er a.m.k. mat umheimsins, þeirra sem fjalla almennt um efnahagsmál, alþjóðastofnana, greiningaraðila og markaðarins. En áfram þarf af ábyrgð og festu að treysta batann í sessi. Afnám fjár- magnshaftanna er vandasamt verkefni. Skuldum vafin heim- ili, einkum yngri kynslóðarinnar, munu áfram þurfa mikinn stuðning. Hugmyndir um að skerða tekjur ríkissjóðs með tug- milljarða skattalækkunum í þágu hinna tekjuhæstu og efn- uðustu eru tryllingslegt ábyrgðarleysi. Það síðasta sem landið þarf á að halda er ábyrgðarlaus kosningabarátta með yfirboð- um og loforðum um að nú sé hægt að gera allt fyrir alla. Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hefur þegar leyst úr eða lokið yfirgnæfandi hluta þeirra verkefna sem hennar biðu á kjörtímabilinu, þar með talið það stærsta, að endurheimta efnahagslegt sjálfstæði landsins. Með afgreiðslu fjárlaga og tengdra frumvarpa fyrir jól hefur ríkisstjórnin og sá kjarkmikli hópur þingmanna sem henni hefur fylgt að mál- um allt til enda t.d. lokið verkefnum þessa kjörtímabils á sviði ríkisfjármála. Tvær síðustu ríkisstjórnir sem gefist hafa upp og hrökklast frá völdum innan kjörtímabils á Íslandi voru leiddar af Sjálfstæðisflokknum, ríkisstjórnir Þorsteins Páls- sonar og Geirs H. Haarde. Við erum hér enn eftir einhvern ævintýralegasta og erfiðasta tíma sem íslensk stjórnmála- saga geymir og erum hvergi nærri hætt. Tilboð mitt um áframhaldandi endurhæfingu Sjálfstæðisflokksins í stjórnar- andstöðu stendur. Ég óska lesendum Morgunblaðsins og öllum landsmönnum gleðilegs nýs árs og gæfu og gengis. Ísland á réttri leið! Morgunblaðið/RAX Halli ríkissjóðs, ma. kr. 50 0 -50 -100 -150 -200 -250 2008 2009 2010 2011 2012E8 2013E Heimild: Ríkisreikningur og fjárlög 2012 og 2013 CDS skuldatryggingarálag á Ísland Heimild: Bloomberg 2008 2009 2010 2011 2012 184 1.200 1.000 800 600 400 200 0 Skráð atvinnuleysi skv. Vinnumálastofnun 10% 9% 8% 7% 6% 5% 4% 3% 12/ 20 08 06 /2 00 9 12/ 20 09 06 /2 01 0 12/ 20 10 06 /2 01 1 12/ 20 11 06 /2 01 2 Hagvöxtur í %, spá Hagstofunnar fyrir 2012-2017 8 6 4 2 0 -2 -4 -6 -8 200 5 200 6 200 7 200 9 201 0 201 1 201 2S 201 3S 201 4S 201 5S 201 6S 201 7S 200 8 7,2 4,7 6,0 1,2 -6,6 -4,0 2,6 2,7 2,5 2,9 2,7 2,7 2,8 Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs „Við erum hér enn eftir einhvern ævintýralegasta og erfiðasta tíma sem íslensk sjórnmálasaga geymir og erum hvergi nærri hætt.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.