Morgunblaðið - 31.12.2012, Síða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. DESEMBER 2012
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Árið 2012 er senn á enda.Eins og gengur hafaskipst á skin og skúrir
jafnt hér heima sem erlendis, en á
heildina litið hefur árið verið til-
tölulega stóráfallalaust úti í hin-
um stóra heimi. Ófriður og nátt-
úruhamfarir hafa að vísu tekið
sinn toll en í því sker árið sig ekki
mjög frá öðrum. Við náttúruna
þýðir lítið að sakast, hún hefur
sína hentisemi án tillits til
mannsins. Yfirgengilegt tillits-
leysi sumra manna gagnvart öðr-
um er annað mál og veldur oft
vonbrigðum.
Vorið í Arabalöndunum hefur
til að mynda ekki orðið til að
draga úr þjáningum almennings
nema síður sé. Vonandi rætist
þar úr þó að skrefin sem stigin
hafa verið séu ekki öll í rétta átt
og óvissan mikil.
Átök um völd og valdaskipti
hafa orðið víðar en yfirleitt með
friðsamari hætti. Fjölmennasta
ríki heims, Kína, skipti um for-
ystu á árinu, í stærsta ríki heims,
Rússlandi, gekk gamall forseti í
endurnýjun lífdaga og í valda-
mesta ríki heims, Bandaríkj-
unum, tryggði forsetinn sér fjög-
ur ár til viðbótar.
Forseta Frakklands gekk ekki
eins vel og lét í minni pokann fyr-
ir Hollande, sem hefur síðan
lækkað mjög í vinsældum. Ástæð-
ur þess eru að hluta til minni ár-
angur í samskiptum við Merkel,
kanslara Þýskalands, en lofað
hafði verið.
Merkel hefur á hinn bóginn
styrkt stöðu sína sem áhrifamesti
leiðtogi Evrópusambandsins og
hlaut til að mynda rússneska
kosningu, 98%, í endurkjöri sem
formaður Kristilega demókrata-
flokksins. Á árinu hefur enn skýr-
ar en áður komið í ljós að Þýska-
land er alltaf í forystusæti
Evrópusambandsins þó að for-
mennskuhlutverkið gangi að
nafninu til á milli aðildarríkjanna
til að róa þau sem engin áhrif
hafa.
Á alþjóðavettvangi gerðist það
einnig að Ólympíuleikarnir stálu
senunni eins og þeir gera með
reglulegu millibili og urðu móts-
höldurum í Lundúnum til sóma.
Ísland hafði einnig sóma af þátt-
töku sinni á leikunum þó að ár-
angurinn mælist ekki í fjölda
verðlauna. Fjöldi þátttakenda
var meiri en aðrar fámennar
þjóðir geta státað af sem segir
mikla sögu um getu landans á
íþróttasviðinu. Handboltalands-
liðið fékk mikla athygli og lands-
menn eru vafalítið á einu máli um
að liðið átti skilið að komast enn
lengra en það gerði, ekki síst þeg-
ar haft er í huga að Íslendingar
eru eina keppnisþjóðin sem lagði
sigurvegarana Frakka að velli á
leikunum.
Árið hér á landi byrjaði með
umhleypingum og illviðri. Stór-
hríð með fjárskaða og rafmagns-
leysi skall á í september, en þrátt
fyrir þetta var veðrið á árinu al-
mennt gott. Hlýindi voru lengst
af yfir landinu og var árið með
þeim hlýjustu frá upphafi skipu-
legra mælinga, eða í tæpar tvær
aldir.
Fólksfjöldinn fór yfir 320 þús-
und á árinu og Íslendingar eru
svo lánsamir að hér fæðast fleiri
en deyja enda þjóðin yngri en
margar sem við berum okkur
saman við. Íslendingum fjölgar
þess vegna þrátt fyrir að enn
flytji umtalsvert fleiri frá landinu
en til þess, en þar er um að kenna
slæmu atvinnuástandi og hve
mjög hefur dregist að hleypa
krafti á ný í atvinnu- og efnahags-
líf landsmanna.
Stjórnvöld hafa því miður hald-
ið áfram ferð sinni í ranga átt í
flestum málum, efnahagslegum
sem öðrum, og þess vegna bíður
nýrra stjórnvalda mikið verk.
Þess er nú skammt að bíða að þau
stjórnvöld sem nú sitja víki fyrir
nýjum. Ef marka má kannanir
standa vonir landsmanna að
minnsta kosti til þess að núver-
andi stjórnvöld hverfi frá völdum
og telja má að með mikilvægustu
verkefnum næsta árs sé að skipta
ekki aðeins um stjórn heldur
einnig stjórnarstefnu. Atvinnu-
lífið þarf að loknum kosningum
að fá þau skilaboð að því verði
leyft að blómstra og almenningur
þarf um leið að fá fullvissu um að
horfið verði frá sundrungar- og
skattpíningarstefnu núverandi
ríkisstjórnar svo að hægt verði að
horfa bjartari augum fram á veg-
inn.
En þó að atvinnulífið hafi al-
mennt ekki fengið tækifæri til að
rétta úr kútnum getur Morgun-
blaðið ekki annað en unað vel við
sinn hlut á þessu ári. Morgun-
blaðinu, sem er í senn þátttak-
andi í atvinnulífi landsmanna og
daglegu lífi þeirra á allan mögu-
legan máta, hefur eftir erfiðleika
síðustu ára tekist að bæta stöðu
sína verulega.
Þessi bati er ekki aðeins efna-
hagslegur, þó að hann sé einnig
að því leyti verulegur, heldur
ekki síður að ný verkefni sem
blaðið hefur ráðist í hafa gengið
vel og að lesendum hefur fjölgað.
Morgunblaðið seldi þúsundir
nýrra áskrifta með tilboðum
tengdum spjaldtölvum og steig
þannig mikilvægt skref inn í þann
nýja veruleika sem þau tæki
bjóða upp á. Gerðar voru grund-
vallarbreytingar á Sunnudags-
blaði Morgunblaðsins sem hafa
mælst afar vel fyrir meðal áskrif-
enda enda blaðið fjölbreytt,
skemmtilegt og fróðlegt í senn.
Vefur Morgunblaðsins, mbl.is,
heldur forystu sinni og heldur
áfram að vaxa og dafna, hvort
sem mælt er í fjölda lesenda eða
framboði á efni.
Loks er ástæða til að nefna
ánægjulegt samstarf Morgun-
blaðsins við The New York Tim-
es, sem í dag birtist lesendum í
glæsilegu áramótariti, Tímamót-
um, eða Turning Points.
Þessi jákvæða þróun er sér-
staklega ánægjuleg nú þegar 100
ára afmæli Morgunblaðsins er
framundan, 2. nóvember næst-
komandi.
Ef rétt er á málum haldið eru
mikil og góð tækifæri framundan
bæði fyrir þjóðina og blaðið sem
hefur fylgt henni og þjónað í tæp
100 ár.
Morgunblaðið þakkar les-
endum sínum samfylgdina á
árinu og óskar þeim gæfu og góðs
gengis á nýju ári.
Bjartari tímar
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
4.1. | Þröstur Jóhannsson
Huang Nubo og Hafnarfjörður
Átti fjárfesting á Grímstöðum
á Fjöllum hugsanlega að vera
viðskiptaflétta til að auðvelda
aðgang að lánsfé í Kína?
6.1. | Tryggvi Gíslason
Skömm Ríkisútvarpsins
Nú veit ég, að Páll Magnús-
son útvarpsstjóri biðst ekki
afsökunar á þessum orðum.
Hann biðst aldrei afsökunar á
neinum afglöpum sínum né
starfsmanna sinna.
7.1. | Bergþór Ólason
Borg á bandi ofstækismanna
Ekkert haggar „mannrétt-
indaráðinu“ eða borgaryfir-
völdum. Þar dettur engum í
hug að taka nokkurt minnsta
mark á því þegar 90% lands-
manna reynast ósammála þeim um það
hvað sé mannréttindabrot og hvað ekki.
10.1. | Ásmundur Einar Daðason
ESB í upphafi árs
Af hverju þurfti formaður
Vinstri grænna að leita til
Hreyfingarinnar ef ekkert á að
breytast við brotthvarf Jóns
Bjarnasonar úr ríkisstjórn?
11.1. | Gunnar Bragi Sveinsson
RÚV | Ríkisútvarp vinstrimanna?
Getur verið að fyrrverandi
kosningastjóra Samfylking-
arinnar, Helga Seljan, finnist
betra að taka gagnrýnilaus
spjallviðtöl við ráðherra Sam-
fylkingarinnar?
17.1. | Ögmundur Jónasson
Við gerðum rangt
Um málatilbúnaðinn allan má
deila og skal það fúslega við-
urkennt að aldrei hef ég verið
sáttur við þetta mál innra með
mér og hefði heldur ekki orðið
þótt þeir einstaklingar aðrir sem tillagan
beindist að hefðu einnig verið ákærðir.
17.1. | Stefán Már Stefánsson
Um ákæru í landsdómsmálinu
Komi fleiri en einn við sögu
sem hugsanlegir brotamenn
við tiltekin brot ber ákær-
anda að kanna hvort sami
eða svipaður grundvöllur sé
fyrir hendi að því er einn eða fleiri var
19.1. | Valtýr Sigurðsson
Ákæruvald í meðförum Alþingis
Eftir að ákæra hefur verið gef-
in út ber ákæranda sömuleið-
is að gæta að málsmeðferðar-
reglum. Komi í ljós vankantar
þar á ber ákæranda að aft-
urkalla ákæruna og fella málið niður.
20.1. | Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Landsdómur
Telji ráðherrar að landsdóms-
málið snúist um að róa almenn-
ing ættu þeir þó e.t.v. frekar að
hafa í huga aðra fræga setningu
Robespierres sem komst að
raun um að „byltingin át börnin sín“.
20.1. | Jónína Benediktsdóttir
Kæri Róbert Marshall
Ingibjörg Sólrún freistaðist til
þess að veðja á glansmynd-
ina sem þið fjölmiðlamenn og
margir þingmenn máluðuð
upp.
21.1. | Hjörleifur Guttormsson
Að fara úr öskunni í eldinn
Það er ekki ónýtt fyrir ESB
sem samningsaðila um inn-
göngu Íslands í Evrópusam-
bandið að vita af rétttrúuðum
viðmælendum hér í norðri.
24.1. | Erna Hauksdóttir
Ferðaþjónustan í upphafi árs
Miklar skattahækkanir á elds-
neyti komu niður á ferðalögum
Íslendinga innanlands síðast-
liðið sumar. Búast má við að sú
verði raunin næsta sumar líka.
24.1. | Guðni Ágústsson
Áskorun á Ólaf Ragnar
Grímsson forseta
Ég bið þig að fara inn á
„askoruntilforseta.is.“ og
styðja þúsundir manna í
grasrót samfélagsins um að
skora á forsetann að gefa
kost á sér í eitt kjörtímabil enn.
25.1. | Ragnheiður Elín Árnadóttir
Ótrúleg ósvífni forsætisráðherra
Núna hótar hún forseta Al-
þingis með því að hún hafi enn
ekki lagt til breytingar. En það
gæti nú breyst, mátti skilja af
orðum forsætisráðherra.
28.1. | Björn Ólafur Hallgrímsson
Opið bréf til alþingismannsins
Bjarna Benediktssonar
Fyrirspurn um hvort, hvernig
og hvenær í kjölfar fundar í
Seðlabanka Íslands 7. febrúar
2008 þú hafir fengið vitneskju
um yfirvofandi hrun bankanna.
30.1. | Kristján Arason
Athugasemd vegna greinar frá
Birni Ólafi Hallgrímssyni
Mér er það skylt að ítreka að
ég vissi ekkert um tilvist þess
fundar sem Björn vitnar til í
febrúar 2008 fyrr en fjöl-
miðlar fjölluðu um hann
mörgum mánuðum síðar.
30.1. | Bjarni Benediktsson
Svar við opnu bréfi og
öðrum dylgjum
Skrifað er um gamlar fréttir,
þær endursagðar og krydd-
aðar. Allt til að varpa rýrð á
undirritaðan á viðkvæmum
pólitískum tímum. En þetta
eru vindhögg.
31.1. | Líf Magneudóttir
Um skiptar skoðanir
Í atkvæðagreiðslunni
greiddu þingmenn vonandi
allir atkvæði í samræmi við
sannfæringu sína …
2.2. | Gústaf Adolf Skúlason
Af virkjunum og hagsmunum
komandi kynslóða
En hvenær má þá taka
ákvarðanir um orkunýtingu?
Verða ekki alltaf einhverjar
komandi kynslóðir?
3.2. | Hallur Hallsson
Ríkisútvarpið er orðið málpípa
valdhafanna
Fámenn klíka stýrir pólitískum
fréttaflutningi Ríkisútvarps-
ins. Er RÚV hrein og bein ógn-
un við lýðræðið í landinu?
6.2. | Kristján Þór Júlíusson
Niður með verðtryggðu lánin
Það verður að bregðast við því
staðreyndirnar blasa við. Þær
aðgerðir sem stjórnvöld hafa
gripið til duga ekki til lausnar á
þeim meginvanda sem við blasir.
7.2. | Höskuldur Þórhallsson
Vaðlaheiðargöng og hin ósann-
gjarna umræða
Um gríðarlega samgöngubót
yrði að ræða og vandséð hvort
hægt yrði að fara í ódýrari
framkvæmd fyrir ríkissjóð og
þegna landsins.
8.2. | Guðlaugur Þór Þórðarson
Gleymdir þú ekki einhverju, Gylfi?
Í stað þess að gæta hags-
muna launafólks gerir Gylfi
hvað hann getur til að koma
þjóðinni inn í ESB. Hann er
einn af fáum einstaklingum í
Evrópu sem dásama evruna og er búinn að
setja áróðursmaskínu ASÍ í að reyna að
fegra hana eins mikið og kostur er.
8.2. | Ómar Stefánsson
Hver er óstarfhæfur?
Ég ætla samt ekki að fara nið-
ur á það plan að benda á van-
kanta Hjálmars Hjálmarssonar en segi að-
eins: Það er ljóst að það fer Hjálmari ekki
vel að setja sig á stall því hann ber hvorki
geislabaug né vængi.
9.2. | Jóhann Ísberg
Samstarfshæfni Hjálmars
Nú vill Hjálmar „þjóðstjórn“ í
Kópavogi þar sem allir taka af-
stöðu eftir því hvernig þeir eru
stemmdir í það og það skiptið.
9.2. | Össur Skarphéðinsson
Evran og krónan – og Krugman
Reynslan er hins vegar
ólygnust. Íslenska krónan
hefur ekki reynst okkur vel.
10.2. | Páll Vilhjálmsson
Sértrúarsöfnuðurinn ESB-sinnar
Innan við þriðjungur þjóð-
arinnar kaus Samfylkinguna,
sem í síðustu þingkosningum
bauð einn flokka aðild að Evr-
ópusambandinu sem lausn
við helstu vandamálum lands og þjóðar.
11.2. | Jón Lárusson
Horfum til framtíðar
Ég býð mig fram til að
tryggja þetta val. Tryggja það
að hagsmunir almennings
verði hafðir í fyrirrúmi.
14.2. | Friðrik J. Arngrímsson
Makríll, ESB og fullveldið
Í krafti þess að við erum
sjálfstætt fullvalda ríki og
förum sjálf með forræði
samninga um deilistofna get-
ur ESB ekki skammtað okkur
makríl úr hnefa sínum.
15.2. | Birkir Jón Jónsson
Jöfnum lífskjörin
Á landsbyggðinni verða verð-
mætin að drjúgum hluta til
og sanngjörn krafa fólksins
þar er sú að búa við sömu
kjör og þeir sem búa á suð-
vesturhorni landsins.
15.2. | Sigrún Ágústa Bragadóttir
Bera þeir einir ábyrgð sem
minnstum skaða ollu?
Stjórn og framkvæmdastjóri
LSK gerðu ráðstafanir til að
fyrirbyggja enn meira tap
með hagsmuni sjóðfélaga að
leiðarljósi. Fyrir það eru
stjórn og framkvæmdastjóri ákærð.
16.2. | Jóhann Ísberg
Aðförin að bæjarstjóra Kópavogs
Þar virðist hafa gerst enn og
aftur að farið hafi verið í leið-
angur í bæjarbókhaldinu og
grafin upp viðskipti sem
hentaði að gera tortryggileg.
16.2. | Ragnar Arnalds
Tálbeitan sem fáa lokkar lengur
Áróðurinn fyrir upptöku evru
er af pólitískum rótum runn-
inn jafnt hér á landi sem á
meginlandinu og byggist ekki
á hagfræðilegum rökum.
17.2. | Guðríður Arnardóttir
Dylgjum Jóhanns Ísberg svarað
Grein Jóhanns er væntanlega
hlekkur í rógsherferð Gunn-
ars I. Birgissonar og hans
postula gegn undirritaðri.
18.2. | Vigdís Hauksdóttir
Síbrotaferill ríkisstjórnarinnar
og stjórnarskráin
Hvenær ætlar þetta fólk að
læra að þrígreining rík-
isvaldsins er virk hér á landi
og að dómum dómstóla skuli
lúta?
18.2. | Sindri Freysson
Lesljós í rústunum?
Í rústabjörgun á hamfara-
svæðum er jafnan byrjað að
reyna að bjarga þeim sem
auðveldast er að ná til. Lík-
legast þarf að fara öfuga leið
í lesbjörgun.