Morgunblaðið - 31.12.2012, Side 42

Morgunblaðið - 31.12.2012, Side 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. DESEMBER 2012 ✝ (Hadda) Ingi-björg Krist- jánsdóttir fæddist á Siglufirði 21. febrúar 1935. Hún andaðist á Land- spítalanum við Hringbraut 1. des- ember 2012. Foreldrar Ingi- bjargar voru Krist- ján Eiríksson, tré- smiður frá Sölvanesi í Skagafirði, f. 22. október 1894, d. 22. október 1966 og Sigrún Sigurðardóttir, frá Sauðárkróki, húsmóðir, f. 8. maí 1913, d. 9. júní 1976. Systkini Ingibjargar eru: Jó- hanna, látin, Ragnar, látinn, Hilmar, látinn, Margrét látin, Rut, látin, Sigurður, Kolbeinn, látinn, Aðalheiður, Hulda, Sól- ey, Halldór, Eiríkur og Guð- mundur. 1986 og Þórey Úlfarsdóttir, f. 19. nóvember 1989. Ingibjörg og Óskar Karl skildu. Ingibjörg ólst upp á Siglu- firði í stórum systkinahópi og byrjaði snemma að vinna í síld- inni eins og allir gerðu á þeim árum, enda varð til megnið af útflutningstekjum landsins á Siglufirði í þá daga. Fljótlega hóf Ingibjörg nám við hjúkrun og starfaði sem ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur, lengst sem ljósmóðir á Sólvangi í Hafnarfirði og sem hjúkr- unarfræðingur á Elliheimilinu Grund í Reykjavík. Hún var alla tíð vel metin og forkur til vinnu. Um árabil starfaði hún einnig í Kaupmannahöfn við hjúkrun. Eftir skilnað bjó Ingi- björg að Skálagerði 9 í Reykja- vík og hélt heimili með eldri syni sínum Kristjáni Frey. Und- anfarin ár hafa margir góðir sigrar unnist þar sem Ingibjörg barðist við illvígan sjúkdóm. Við fengum að njóta nærveru Ingibjargar vegna þrautseigju hennar og ótrúlegs lífsvilja. Útför Ingibjargar hefur far- ið fram í kyrrþey. Á árinu 1960 giftist Ingibjörg Óskari Karli Stef- ánssyni, f. 27. nóv- ember 1932 í Hafn- arfirði. Foreldrar: Stefán Stefánsson og Þórunn Ívars- dóttir. Ingibjörg og Karl byrjuðu sinn búskap á Holtsgötunni hjá foreldrum Karls, þar til þau höfðu byggt sér raðhús við Álfaskeið í Hafn- arfirði. Börn þeirra eru: 1) Kristján Freyr Karlson, f. 12. október 1960. Barn Steinunn Sv. Kristjánsdóttir, f. 17. ágúst 1987, barnsmóðir Ólöf Erlings- dóttir, f. 20. maí 1956. 2) Úlfar Karlsson, f. 7. júlí 1962, eig- inkona Erna Sæbjörnsdóttir, f. 15. mars 1962, börn þeirra eru Alda Úlfarsdóttir, f. 27. apríl Elsku amma mín. Við höfum átt margar ynd- islegar stundir saman á þessu ári og fyrir þær er ég ofsalega þakklát. Ég fékk tækifæri til að kynnast þér enn betur og eyða tíma með þér sem var afskap- lega dýrmætur. Ég lít upp til þín og dáist að því hvernig þú tókst á við lífið, það var aldrei neitt annað í þínum orðaforða en að halda áfram. Þú varst svo Ingibjörg Kristjánsdóttir sterk þrátt fyrir öll þín veikindi og þegar þú varst spurð hvernig þú hefðir það, var svarið alltaf: „Bara fínt.“ Þú ert mér fyrir- mynd í því hvernig þú varst allt- af með eitthvað fyrir stafni og ég hlakkaði svo mikið til að fá að taka þátt í næsta viðfangsefni með þér. Ég ætla að halda áfram með planið okkar og sauma mér íslenskan þjóðbún- ing, ég veit að þú myndir vilja það. Nú ertu farin á betri stað og ég mun sakna þín, elsku amma. Ég veit að þú ert umvafin ljósi, kærleika og friði, og ég veit að þú verður alltaf með mér í hjart- anu. Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý og hógvær göfgi svipnum í. Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt og hugardjúpið bjart og stillt. En styrrinn aldrei stóð um þig, - hver stormur varð að lægja sig, er sólskin þinnar sálar skein á satt og rétt í hverri grein. Loks beygði þreytan þína dáð, hið þýða fjör og augnaráð; sú þraut var hörð – en hljóður nú í hinsta draumi brosir þú. (Jóhannes úr Kötlum) Þín Steinunn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Kristján Guðmundsson, Skúlagötu 20, Reykjavík, lést á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni aðfarar- nótt 30. desember. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 3. janúar kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins. Ragnheiður Hjálmtýsdóttir, Hjálmar Þór Kristjánsson, Lydía Rafnsdóttir, Guðmundur Kristjánsson, Sigurrós Kristjánsdóttir, Ingvar J. Baldursson, barnabörn og barnabarnabörn. HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 �irðin��eynsla � Þ�ónusta �l�an �ólarhrin�inn www.kvedja.is 571 8222 · 82o 3939 svafar · 82o 3938 hermann N�út�ararsto�a�yggð á traustum �runni´ ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞÓRIR STURLA KRISTJÁNSSON byggingameistari, Erluási 74, Hafnarfirði, lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut föstudaginn 21. desember. Hann verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði fimmtudaginn 3. janúar kl. 13.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins. Guðmunda Inga Veturliðadóttir, Hulda Guðborg Þórisdóttir, Davíð Þór Sigurbjartsson, Jón Friðgeir Þórisson, Steinunn Sigurmannsdóttir, Gunnar Þórisson, Nina Kristiansen, Ingi Sturla Þórisson, Sigrún Líndal Pétursdóttir Daði Freyr, Þórir Már og Lára Sif Davíðsbörn, Lóa María og Viktoría Jónsdætur, Lilja Rán, Sóley Dögg og Jónas Hrafn Gunnarsbörn, Karólína Björk Líndal og Dagur Ingi Líndal Ingabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR SNÆBJÖRNSSON frá Syðri-Brú, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju föstudaginn 4. janúar kl. 13.30. Snæbjörn Guðmundsson, Jóhanna Vilhjálmsdóttir, Rut Guðmundsdóttir, Dagný Sjöfn Guðmundsdóttir, Magnús F. Valgeirsson, Elín Björg Guðmundsdóttir, Friðrik K. Jónsson, Guðný Pálsdóttir, Svala Kristín Pálsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir mín, amma okkar og tengdamóðir, KATRÍN GUÐMUNDSDÓTTIR, lést í faðmi fjölskyldunnar annan í jólum á Landspítalanum við Hringbraut. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 4. janúar kl. 13.00. Hans Óskar Isebarn, Dagmar Björnsdóttir, Matthías Einarsson, Kjartan Hansson, Klara Hansdóttir, Albert Örn Sigurðsson, Ragnheiður Guðrún Loftsdóttir og barnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS KJARTANSSON, fyrrverandi bóndi Hjallanesi, Landsveit, andaðist á Dvalarheimilinu Lundi 28. desember. Pálína H. Magnúsdóttir, Hallgrímur H. Óskarsson, Kjartan G. Magnússon, Elínborg Sváfnisdóttir, Bryndís H. Magnúsdóttir, Rúnar Hauksson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, dóttir og systir, INGUNN JÓNSDÓTTIR, Þinghólsbraut 20, Kópavogi, frá Sólvangi í Fnjóskadal, lést á líknardeildinni í Kópavogi hinn 28. desember. Magnús Skúlason, Hlynur Magnússon, Skúli Magnússon, Guðrún Katrín Oddsdóttir, Ásdís Stefánsdóttir og systkini. Móðir mín, ÞÓRDÍS G. OTTESEN frá Miðfelli, andaðist 27. desember á Droplaugarstöðum. Útför hennar verður frá Fossvogskapellu föstudaginn 4. janúar kl. 11.00. Fyrir hönd aðstandenda, Valdimar Jónsson. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og bróðir, STEFÁN JÓNSSON vélvirki, Stapaseli 17, lést í faðmi fjölskyldunnar á Landspítalanum aðfaranótt laugardagsins 22. desember. Jarðarförin fer fram frá Seljakirkju fimmtu- daginn 3. janúar kl. 15.00. Guðný Helgadóttir Blöndal, Jón Þór Stefánsson, Vilborg Linda Indriðadóttir, Helgi Már Stefánsson, Þorgerður Sigurbjörnsdóttir, Stefán Örn Stefánsson, Alexander Stefánsson, Dagný Jónsdóttir, Pétur V. Hafsteinsson, Guðný Hafbjörg Jónsdóttir og barnabörn. Það var fyrir tilstilli Harðar Sigurgestssonar, þáverandi for- stjóra, að ég var ráðin í hluta- starf í bókhaldi Eimskipafélags- ins þar sem ég vann um árabil. Yfirmaður minn þar var Guðni Guðnason, einstakur mannkosta- maður og ljúflingur. Það var lík- lega að öllum öðrum ólöstuðum hann, sem varð til þess að þar leið mér svo vel að ég varð aldr- ei vör þeirra „ónota“ sem geta gert vart við sig, þegar vinnu- Guðni Egill Guðnason ✝ Guðni EgillGuðnason fæddist 28.8. 1923 í Vatnadal, sem er fremsti bær í Stað- ardal. Hann lést á Hjúkrunarheim- ilinu Skjóli 17.12. 2012. Útför Guðna Eg- ils fór fram frá Ás- kirkju 27.12. 2012, og hefst athöfnin kl. 15. staðurinn kallast ekki „verndaður“, þ.e. ekki „hættuleg- ur“ fyrir óvana, þá sem eru ekki úti á vinnumarkaði sam- fellt vegna sjúk- dóma eða annarra frávika. Fólkið í þessu húsi í miðbænum var undantekning- arlaust þægilegt. En Guðni var sérstakur, kurt- eis og vingjarnlegur. Nú, tuttugu árum síðar, þeg- ar kringumstæður ættu að hafa breyst til hins betra í málefnum „verndaðra“, má leita aftur til þessa tíma um viðmót stjórn- enda Eimskips. Og læra af. Þegar ég heyri góðs manns getið hugsa ég til Guðna Guðna- sonar. Hann var vænn maður og réttlátur. Konu hans og fjölskyldu sendi ég samúðarkveðjur. Sigrún Finnbogadóttir. Elsku Auður mín. Það var hræðilegt áfall að missa þig eftir öll okkar ár saman sem Auður Jóna Árnadóttir ✝ Auður JónaÁrnadóttir fæddist í Keflavík 13. júlí 1947. Hún lést á Landspít- alanum 9. desem- ber 2012. Útför Auðar fór fram frá Keflavík- urkirkju 17. desem- ber 2012. frænku og vinkonu. Það var virkilega sorglegt að mæta í kirkjuna við útför þína. Það var gaman í gamla daga þegar við vorum að prakk- arast saman í sum- arbústaðnum hjá ömmu og afa. Eins þegar við fórum tvær saman með stelpurnar okkar í sumar- bústaðinn, ekkert rafmagn, eng- inn sími, ekkert rennandi vatn, en við skemmtum okkur konung- lega. Eins var gaman þegar við hitt- umst öll úti í Tyrklandi og nutum lífsins. En því miður er okkur ekki gefinn nema ákveðinn tími hér á jörð og því verðum við að hlíta. Eina sem ég vona er að nú sértu komin á betri stað og líði betur. Sendi Sæma og dætrum innilegar samúðarkveðjur. Björg frænka.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.