Morgunblaðið - 31.12.2012, Side 43
MINNINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. DESEMBER 2012
Raðauglýsingar 569 1100
Húsgögn
Antík-skenkur til sölu
Vel með farinn danskur antík-skenkur
til sölu, ca. 100 ára gamall. Uppl. í
síma 820 0651.
Atvinnuhúsnæði
Til leigu 20-60 fm iðnaðarpláss
Staðsett 20 mínútur frá Hafnarfirði.
Upplýsingar í síma 894 0431.
Sumarhús
Sumarhús - Gestahús
- Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla -
Endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892 3742 og 483 3693,
www.tresmidjan.is
Verslun
Ágætu viðskiptavinir,
góðir landsmenn.
Óskum ykkur gleði, hvíldar og and-
legrar næringar yfir hátíðirnar svo
takast megi á við komandi tíma.
Megi allar góðar vættir fylgja ykkur
og styrkja á ári komanda.
ERNA, Skipholti.
Óska eftir
Kaupi silfur
Vantar silfur til bræðslu og endur-
vinnslu. Fannar verðlaunagripir.
Smiðjuvegi 6, rauð gata, Kópavogi.
fannar@fannar.is - sími: 551 6488.
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum allt gull. Kaupum silfur-
borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar-
leg viðskipti. Aðeins í verslun okk-
ar Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
KAUPI GULL!
Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða-
meistari, kaupi gull, gullpeninga og
gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt,
gamalt og illa farið.
Leitið til fagmanns og fáið góð ráð.
Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000
eða komið í Pósthússtræti 13 (við
Austurvöll).
Verið velkomin.
Bílar
Nýr Jeep Grand Cherokee Diesel.
Hátt og lágt drif. Tölvustýrð miðstöð.
Lykillaust aðgengi. Lita snertiskjár.
Xenon. Raknúin sæti með mjóbaks-
stuðning ofl.ofl. Verð: með leðri
10.390 þús. án leðurs 9.690 þús
.
www.sparibill.is
Fiskislóð 16 - sími 577 3344.
Opið 12-18 virka daga.
Hópbílar
50 manna Man-rúta til sölu í mjög
góðu ástandi. Nýklædd sæti og WC.
Verð 4.000.000 kr., tilboðsverð
2.500.000. Nánari uppl. í síma
695 0495.
Bílaþjónusta Ökukennsla
Glæsileg kennslubifreið
Subaru XV 4WD - árg. 2012.
Góður í vetraraksturinn.
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 6960042,
bilaskoli.is
Raðauglýsingar
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni
sjálfri, sem hér segir:
Laugaland, landnr. 141626, Strandabyggð, þingl. eig. Ása Ketilsdóttir,
gerðarbeiðandi Arion banki hf, föstudaginn 4. janúar 2013 kl. 11:00.
Sýslumaðurinn á Hólmavík,
28. desember 2012,
Lára Huld Guðjónsdóttir.
Félagsstarf
Hörgshlíð 12.
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund nýársdag kl. 14
og miðvikudag 2. janúar
kl. 20.
ÁSKRIFTASÍMI
569 1100
Elsku afi, bóndinn í Ormskoti.
Okkur finnst virkilega erfitt að
ímynda okkur tilveruna í sveitinni
án þín. Að hafa þig ekki lengur
sitjandi í stólnum þínum að sjá til
þess að allt sé með röð og reglu á
bænum er nokkuð sem við munum
aldrei venjast. Margar af þínum
venjum sem fengu okkur til þess
Eiður Magnússon
✝ Eiður Magn-ússon fæddist í
Árnagerði, Fljóts-
hlíð 1. maí 1929.
Hann lést á Sjúkra-
húsi Suðurlands á
Selfossi á að-
fangadag jóla, 24.
desember 2012.
Útför Eiðs fór
fram frá Breiðaból-
staðarkirkju í
Fljótshlíð 29. des-
ember 2012.
að reka upp stór
augu, eins og þegar
þú baðst ömmu
stundum um að
brenna nokkrar af
flatkökunum sem
hún var að baka því
að þér þóttu þær svo
góðar svona við-
brenndar eða þá
þegar sjónin þín fór
að daprast og þú
byrjaðir allt í einu að
prjóna ullarsokka þér til dægra-
styttingar.
Í okkar huga verður þín alltaf
minnst sem þessa sterka, ákveðna
og þrautseiga manns sem þú
varst. Þó að vindar blésu á móti í
þínu lífi hélstu alltaf ótrauður
áfram og sigraðist á hverri hindr-
uninni á fætur annarri. Það er svo
margt sem við höfum lært af þér,
kæri afi. Í okkar augum varstu
sönn hetja sem lést ekkert stoppa
þig.
Þú munt alltaf eiga stað í hjört-
um okkar.
Elsku afi, hvíldu í friði.
Sóley Jóhannsdóttir
og Jökull Jóhannsson.
Mig langar í örfáum orðum að
minnast frænda míns, hans Eiðs.
Það fyrsta sem kemur upp í huga
minn eru stórskornar hendur
enda tók frændi alltaf hraustlega í
lúkuna á manni og kreisti aðeins.
Aðeins fann maður handabandið
þéttast eftir því sem árin liðu og
eins eftir því sem manni óx ás-
megin sem og afl til að taka á móti.
En alltaf hafði maður á tilfinning-
unni að ekki væri nýtt nema brot
af þeim handstyrk sem til staðar
var þar sem annar aðilinn var á
fullum styrk, eldrauður í framan
meðan frændi fylgdist glað-
hlakkalegur með manni í þessum
átökum. Samskipti milli þessara
bæja voru mikil sem og samskipti
þeirra bræðra, föður míns og Eiðs
enda ekki nema smáspölur þarna
á milli. Um margt var rætt og
skrafað í þá daga og sjaldnast var
frændi skoðunarlaus á hlutunum,
þar sem hann hafði ákveðna sýn á
hlutina og var samkvæmur sjálf-
um sér í þeim þó þær gengju
kannski þvert á meirihlutann eða
skoðanir annarra. Eftir því sem
árin liðu og maður flutti í bæinn,
þá minnkuðu samskiptin eðlilega
og eins ferðunum í Ormskot til
þeirra hjóna og Halldórs. En allt-
af var gott að koma í kotið og vel
tekið á móti manni með þéttu
handabandi sem fyrr.
Sendi Hjördísi, frændsystkin-
um mínum Halldóri og Siggu og
fjölskyldu mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur um leið og ég minnist
Eiðs með hlýju og góðum minn-
ingum úr bernsku. Blessuð sé
minning þín, frændi.
Sigurður (Siggi)
frá Árnagerði.
Tengdafaðir minn, Baldur
Berndsen Maríusson, var borinn
til hinstu hvíldar 28. desember
sl.
Ég kynntist Baldri þegar ég
var 17 ára gömul. Hann tók mér
heldur fálega í fyrstu en þegar
fram liðu stundir og hann sá að
samband okkar Magnúsar sonar
hans var varanlegt þá sneri
hann alveg við blaðinu. Á þeim
34 árum sem við Baldur höfum
verið samferða í gegnum lífið
hefur hann margsinnis og með
margvíslegum hætti sýnt mér
væntumþykju og stuðning.
Vænst þótti mér um hversu
innilega hann bauð mig vel-
Baldur Berndsen
Maríusson
✝ Baldur Bernd-sen Maríusson
fæddist í Reykjavík
18. apríl 1936.
Hann lést á Land-
spítalanum í Foss-
vogi 15. desember
2012.
Útför Baldurs
fór fram frá Nes-
kirkju 28. desem-
ber 2012.
komna í fjölskyld-
una þegar við
Magnús giftum
okkur og um bréf-
kornin sem hann
sendi okkur Magn-
úsi þegar við vorum
við nám í Kanada.
Eitt af meginein-
kennum Baldurs
var félagslyndi og
almennur áhugi á
fólki. Hann átti
fjölmarga vini og kunningja,
hafði unun af því að umgangast
fólk og var forvitinn um hagi
þess. Hann var vinur vina sinna
og var hreint ekki sama um
hvernig fólki reiddi af. Það var
hægt að treysta því að Baldur
hélt með sínu fólki og það var
gott að vera með honum í liði.
Þegar ég kynntist Baldri
vann hann hjá Flugleiðum og
hafði gert um langt skeið. Vinnu
sinnar vegna var hann oft lang-
dvölum að heiman og hafði þess
vegna ekki tækifæri til þess að
taka eins mikinn þátt í uppeldi
og umönnun barna sinna og
hann hefði kannski viljað. Bald-
ur fékk hins vegar annað tæki-
færi sem afi. Hann var í essinu
sínu þegar við Magnús eignuð-
umst son og það var stoltur afi
sem hélt á fyrsta barnabarninu
og nafna sínum, Baldri Karli
undir skírn. Ekki var gleðin
minni þegar annað barnabarnið,
Elín Inga bættist við. Þriðja
barnabarnið, Edda Sólveig,
dóttir Guðrúnar Eddu bættist
svo í hópinn fyrir 10 árum. Þar
sem Guðrún og Edda bjuggu í
sama húsi og afi og amma var
samgangurinn mikill. Baldur
varð þannig þeirrar gæfu að-
njótandi að fá tækifæri til að
taka mikinn þátt í lífi Eddu Sól-
veigar þeim báðum til mikillar
gæfu og gleði.
Baldur var líka einn af iðju-
sömustu mönnunum sem ég hef
kynnst. Hann var alltaf að þeg-
ar hann var heima við. Hann
dyttaði að húsinu utan sem inn-
an allan ársins hring og lagði
ómælda vinnu í sumarhús fjöl-
skyldunnar. Ég sá hann varla
öðruvísi heima við en með eitt-
hvað verkfæri á lofti, hvort sem
það var málningarpensill, borvél
eða hamar. Hann var alltaf að
búa í haginn fyrir fjölskylduna
sína.
Með þessum orðum kveð ég
tengdaföður minn með söknuði
og þakka samfylgdina og þann
einlæga stuðning sem hann
sýndi mér alla tíð í hverju því
sem ég tók mér fyrir hendur.
Andlát Baldurs bar að með
skjótum hætti en það er huggun
harmi gegn að þessum iðjusama
manni var hlíft við langvarandi
veikindum og skertri starfs- og
lífsorku. Við sem eftir erum leit-
um huggunar hvert hjá öðu.
Elsku Inga, Magnús, Guðrún,
Sirrý, Baldur, Elín og Edda ég
votta ykkur öllum mína dýpstu
samúð. Blessuð sé minning
Baldurs Berndsen Maríussonar.
Sigríður Haraldsdóttir.
Orð heimsins geta ekki lýst
þakklæti mínu fyrir að hafa átt
þig að elsku afi minn.
Það er sagt er að þeir sem
standi manni næst móti mann, og
þú átt svo sannarlega margt í
mér.
Strax á unga aldri langaði mig
að vera kaupmaður, líkt og afi eða
„Siggi sprettur“ eins og þú varst
jafnan kallaður á kaupmannsár-
unum þínum. Ég minnist þeirra
fjölmörgu samræðna sem við átt-
um meðan ég vann í hinum ýmsu
fataverslunum, og hvað þú varst
alltaf áhugasamur um hvernig
mér gekk og hvattir mig áfram
með góðum ráðum.
Það var ekki síst þínum stuðn-
ingi að þakka að ég hóf nám í við-
skiptafræði, og þá átti ég alltaf
góðan bakhjarl í þér hvort sem
það var í B.Sc- eða mastersnám-
Sigurður
Halldórsson
✝ Sigurður Hall-dórsson, fyrr-
verandi kaup-
maður, fæddist 26.
júní 1917. Hann
andaðist á Drop-
laugarstöðum 15.
desember 2012.
Útför Sigurðar
fór fram í kyrrþey
frá Grensáskirkju
28. desember 2012.
inu. Ég á erfitt með
að halda aftur af tár-
unum þegar ég
minnist þess dags
þegar þú sagðir mér
hversu stoltur þú
varst af árangri mín-
um í náminu.
Það er ekki öllum
auðvelt að hrósa
fólki og sýna hlýhug
í verki, en frá þér
fékk ég ávallt ást og
stuðning í einu og öllu.
Það er mér svo mikil huggun
harmi gegn hvað þú lifðir ótrúlega
góðu og farsælu lífi. Að ná 95 ára
aldri er merkur áfangi, og hvað þá
með þeim einstaka hætti sem þú
gerðir. Fram á síðasta dag varstu
með hugann við fjölskylduna og
ekkert komst að annað en að sjá
til þess að allir þér nærri hefðu
það gott. Ég er svo ánægður í
hjartanu að þú skyldir ná að
kynnast henni Mattheu Líf minni,
sem mun fá að heyra svo margt
um þig elsku afi minn.
Um leið og ég kveð þig með
miklum söknuði hugga ég mig
með því að minning þín mun lifa
með mér alla tíð elsku afi minn.
Sakna þín og elska. Guð blessi
þig og vaki yfir þér að eilífu.
Þinn elskandi
Ólafur P. Stephensen.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru vin-
samlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Neðst á for-
síðu mbl.is má finna upplýsingar
um innsendingarmáta og skila-
frest. Einnig má smella á Morg-
unblaðslógóið efst í hægra horn-
inu og velja viðeigandi lið.
Skilafrestur | Sé óskað eftir
birtingu á útfarardegi þarf
greinin að hafa borist á hádegi
tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi
eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, jafnvel þótt
grein hafi borist innan skila-
frests.
Lengd | Hámarkslengd minn-
ingargreina er 3.000 slög. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda stutta
kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 lín-
ur.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem aðstandendur
senda inn. Þar kemur fram hvar
og hvenær sá sem fjallað er um
fæddist, hvar og hvenær hann
lést og loks hvaðan og hvenær
útförin fer fram. Þar mega einn-
ig koma fram upplýsingar um
foreldra, systkini, maka og börn,
svo og æviferil. Ætlast er til að
þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður,
en ekki í minningargreinunum.
Undirskrift | Minning-
argreinahöfundar eru beðnir að
hafa skírnarnöfn sín undir
greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa not-
uð með minningargrein nema
beðið sé um annað. Ef nota á
nýja mynd skal senda hana með
æviágripi í innsendikerfinu.
Hafi æviágrip þegar verið sent
má senda myndina á netfangið
minning@mbl.is og gera um-
sjónarfólki minningargreina
viðvart.
Minningargreinar