Morgunblaðið - 31.12.2012, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 31.12.2012, Qupperneq 48
48 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. DESEMBER 2012 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Ef þú lætur verða af því að segja hug þinn muntu undrast hversu marga jábræður þú átt. Nú er rétti tíminn til að setjast niður með ástvinum og ræða málin. 20. apríl - 20. maí  Naut Þeir eru margir sem eiga allt sitt undir því að þú getir lokið þeim verkefnum sem þú hefur tekið að þér. Allir þurfa á því að halda af og til. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Vertu þolinmóður, að öðrum kosti getur þú skapað meiri ringulreið en þú ræður við. Ekki leyfa óttanum að ná yfirhöndinni í dag, hann verður minni á morgun. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er mikil spenna milli þín og kunn- ingja þíns og þú þarft að komast að því hvað veldur henni. Arfleifðin hjálpar þér við vinn- una, þú þarft samt að leggja þitt af mörkum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þér finnst sumar ákvarðanirnar sem þú tekur núna heldur furðulegar, en þér finnst þú leiddur áfram. Samskipti við ástvini, fjöl- skyldu og börn ganga vel. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú ert nú loksins að uppskera árangur erfiðis þíns og ert svo sannarlega vel að því kominn. Þér líður sem auðmanni þegar þú losar tilfinningalegan bagga af þér í kvöld. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú mætir áskorun og tekur hana alvar- lega. Dýrkaðu og lærðu að meta ástvini þína af svo miklum ákafa, að þeir finna návist þína líka þegar þú ert víðs fjarri. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þegar kastast í kekki milli manna verða þeir að hafa þroska til að gera út um málið á hávaðalausan hátt. En það þarf ekki að vera fyrirframákveðið eða vits- munalegt. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Jákvæðir straumar þjóta um sköpunargáfu þína og hugmyndaflug í dag. Leggðu þitt af mörkum og vertu óhræddur við að mæta hinum á miðri leið. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þetta gæti orðið eitthvað skrýtinn dagur í vinnunni því fólk er langt frá því að vera samvinnuþýtt. Ekki taka neitt sem fram fer persónulega. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Margur verður af aurum api og þótt peningar séu hreyfiafl margra hluta fer því fjarri að þeir séu allt. Ykkur langar til að aðstoða einhvern sem þið þekkið. 19. feb. - 20. mars Fiskar Láttu ekki ruglinginn í kringum þig hafa áhrif á starf þitt. Kannski á það þátt í að gera vinnuaðstöðuna hagnýtari. Ágamlárskvöld 1881 hélduskólapiltar á Möðruvöllum í Hörgárdal brennu allmikla. Nokkr- ir bjuggust sem álfar, stigu þeir dans og sungu kvæði eftir Hannes Blöndal (1863-1932), en hann braut- skráðist úr Möðruvallaskóla vorið 1882. Hann var lipurt skáld og skemmtilegt, fluttist vestur um haf og var þar blaðamaður um skeið en kom aftur heim og réðst til Lands- banka Íslands. Göngum háum hólum úr, höldum dans í kveld, látum aðra lýði leika sér við eld. Stígum stígum vorn dans; stynur freðin grund; silfurrúnir ritar máni ránar á sund. Horfum á og horfum á; höldar kveikja eld uppi á háum hólum á heilagt gamlárskveld. Stígum, stígum vorn dans o.s.frv. Sjá þeir ei og sjá þeir ei svartan álfafans sem á hálu hjarni harðan stígur dans. Stígum, stígum vorn dans o.s.frv. Verum kátir, kveðjum ár, kveðum snjallt og hátt; allir álfar dansa ávallt þessa nátt. Stígum, stígum vorn dans o.s.frv.. Allir flytja álfar sig áramótin við, hlaupa þá í hópum um hól og klettarið. Stígum, stígum vorn dans o.s.frv. Kveðjum dag og kveðjum ár, kveðum álfasöng; undir rámum rómi rymur fjallaþröng. Stígum, stígum vorn dans. o.s.frv. Höldum vora hóla í, hættum nú í kveld, látum aðra lýði leika sér við eld. Stígum, stígum vorn dans; stynur freðin grund; silfurrúnir ritar máni ránar á sund. Helgi Hálfdánarson þýddi nokkr- ar hækur eftir Síkí (1867-1902), jap- anskt skáld. Á hans dögum var lítið um flugeldasýningar hér á landi en eftir hæku hans að dæma hefur því verið öfugt farið í Japan: Flugeldum lokið, áhorfendurnir á braut – og þvílíkt myrkur! Annað japanskt skáld, Jajú (1701-1783), orti: Þennan nýársdag skal sá vera velkominn sem treður snjóinn. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Álfasöngur á Möðruvöllum Af einhverjum ástæðum lítur fólkgjarnan á áramót sem einskonar núllstillingu. Nýtt upphaf. Víkverji hefur aldrei almennilega náð utan um þá hugsun, enda er 1. janúar bara dag- urinn á eftir 31. desember. Kannski spilaði Víkverji ekki nóg Matador sem krakki? Farðu yfir byrjunarreit, fáðu 2.000 krónur, misstu 10 kíló og reyndu að lesa fleiri góðar bækur. Kannski er það af því að okkur finnst gott að fresta. Fólk sem ákveður í ágúst að hætta að reykja bíður oft til áramóta og andar því að sér eitri fjórum mánuðum lengur en það þarf. Fólk sem þarf að hreyfa sig meira bíður oft líka þar til í janúar, þegar allar líkamsræktarstöðvar eru yfirfullar af fólki sem nennir ekki að vera þar. Af því að áramót eru í aug- um margra meira upphaf en næsti dagur. Þess vegna er auðvelt að fresta. x x x Svo er til fólk sem bregst sam-stundis við. Eins og björgunar- sveitirnar okkar. Þegar útkall berst í síma björgunarsveitarfólks segir það ekki: „Ég ætla að fara í janúar!“ Nei, það hleypur strax af stað. Og um ára- mótin gefst okkur tækifæri til að styrkja það starf og taka óbeinan þátt í því. Björgunarsveitir eru vel að öllum styrkjum komnar, og ekki skemmir fyrir að við fáum hágæða flugelda í staðinn, til að lýsa upp einhvern dimmasta og vetrarlegasta himin sem fyrirfinnst. Nú sem oftar vill svo til að björg- unarsveitir eru önnum kafnar við að liðsinna samborgurum sínum, mitt í þeirri nauðsynlegu vertíð sem flug- eldasalan er. Við getum sýnt þakklæti okkar og ættum að gera það. x x x Áramót eru því bæði tíminn til aðbyrja á öllu sem við frestum og til að styrkja fólkið sem bregst sam- stundis við. Það mætti líta á það sem ljóðrænt jafnvægi, svo falleg er sú hugsun. x x x Bregðum blysum á loft, bleika lýs-um grund. Glottir tungl og hrín við hrönn og hratt flýr stund. Gleðilegt nýtt ár. víkverji@mbl.is Víkverji En vér, lýður þinn og gæsluhjörð, munum þakka þér um aldur og ævi, syngja þér lof frá kyni til kyns. (Sálmarnir 79:13) th or ri@ 12 og 3. is /3 1. 31 3 ...sem þola álagið! TRAUSTAR VÖRUR... VIFTUR Í MIKLU ÚRVALI Það borgar sig að nota það besta! www.falkinn.is • Bor›viftur • Gluggaviftur • I›na›arviftur • Loftviftur • Rörablásarar • Ba›viftur • Veggviftur Í klípu HÚN SAGÐIST VERA FARIN FYRIR FULLT AF MAT, OG STRUNSAÐI GRÁTANDI ÚT. EÐA VAR ÞAÐ „FYRIR FULLT OG ALLT“? eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞURFTIR ÞÚ ENDILEGA AÐ SEGJA BLAÐA- MANNINUM AÐ ÉG VÆRI 57 ÁRA?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... vinalegi tannlæknirinn ykkar. VIÐ HVAÐ VINNUR ÞÚ, HROLLUR? ÉG ER Í FERÐA- BRANSANUM. HVERT ERTU MEÐ FERÐIR? AÐALLEGA Á HVERFISKRÁNA. Í KVÖLD FÖGNUM VIÐ NÝJA ÁRINU MEÐ STRÖNGUM CROSSFIT-ÆFINGUM! BÍP BÍP BÚP BÍP BÍP BÚP BÚP ÉG MUN HEFNA MÍN! HALLÓ? ... HALLÓ? KLÚMP KLÚMP

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.