Morgunblaðið - 31.12.2012, Side 50

Morgunblaðið - 31.12.2012, Side 50
50 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. DESEMBER 2012 Munið að slökkva á kertunum Hafið ekki mishá kerti of nálægt hverju öðru. Hiti frá lægra kerti getur brætt hærra kertið. Slökkvilið höfuborgasvæðisins VIÐTAL Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Þ að má kannski segja að markmið mitt hafi að hluta til verið að skrifa um vísindi fyrir almenn- ing á þann hátt sem er vel þekkt á öðrum málsvæðum,“ segir Árni Kristjánsson, dósent í sálfræði við Háskóla Íslands, en Háskólaútgáfan gaf nýlega út bók hans, Innra augað. Árni hefur áður skrifað hátt í fimmtíu vísindagreinar í erlend vís- indatímarit á sviði taugasálfræði og sjónskynjunarvísinda frá því hann hóf doktorsnám við Harvard- háskóla 1997, en þetta er í fyrsta skipti sem hann reynir að ná til hins almenna lesanda. „Mikið af því efni sem er skrifað um vísindi er þungt þar sem vísindamenn skrifa hver fyrir annan. Ég lít á það sem hlutverk okkar sem gegnum stöðu við Háskóla Íslands að þróa orð- ræðu um vísindi á íslensku. Von- andi getur bókin gegnt hlutverki í að stuðla að því að hægt verði að ræða um sálfræði og þekking- arfræði á íslensku í meira mæli en nú er. Viðfangsefni bókarinnar er sjón- skynjun. Ef maður spyr: Með hverju sjáum við? er svarið oft að við sjáum með augunum og að vissu leyti er það rétt en það telst ekki fullnægjandi svar. Þegar við opnum augun örvast ljósnæmar frumur í augnbotni sem síðan senda skilaboð til heilans en heilinn vinnur úr skilaboðunum. Heilinn er því stærsta skynfærið. Talið er að um 50% heilans komi að úrvinnslu á þessum sjónrænu skilaboðum. Boðskapurinn í bókinni er sá að þegar við opnum augun hefjist um- fangsmikið túlkunarferli þar sem heilinn reynir að komast að nið- urstöðu um hvað er á ferð í um- hverfinu. Við þekkjum öll dæmi um myndir sem túlka má á mismunandi vegu og þau dæmi sýna fram á að það sem við sjáum eru ekki þeir ljósgeislar sem berast auganu held- ur upplýsingar sem í þeim má finna.“ Hugurinn sem óskrifað blað En á þetta við um skynjun al- mennt? „Já. Rétt eins og heilinn þarf að túlka sjónsviðið þarf hann sem dæmi með sama hætti að henda reiður á hljóðheiminum. En mest er vitað um sjónskynjun. Aristóteles sagði að maðurinn mæti sjón- skynjun öðru fremur og eru það orð að sönnu. Fyrir aðrar tegundir skipta önnur skynfæri meira máli. Gæludýraeigendur fara nærri um mikilvægi þefskyns fyrir t.d. hunda og ketti.“ Þú segir að hugurinn ráði sjón- skynjun. Er þetta viðurkennd skoð- un í dag? Augun sem lýsandi kyndlar  Sjáum við með augunum eða með heilanum?  Fræðileg bók fyrir almenning um sjónina komin út fremur. Fyrsta ber að nefna kvik- myndina Lo imposible eftir Juan Antonio Bayona sem sýnd er í ís- lenskum kvikmyndahúsum um þessar mundir með enskum titli, The Impossible og er að auki með enskumælandi leikurum í aðal- hlutverkum. Sú hefur skilað jafn- virði 6,9 milljarða króna í kassann á Spáni. Spænska teiknimyndin Las aventuras de Tadeo Jones hefur einnig gert það gott, skilað jafnvirði 3,1 milljarðs króna í kassann og er sú langvinsælasta, spænska kvikmyndin til þessa. Þriðja myndin er svo Tengo ganas de ti sem hefur skilað jafnvirði um tveggja milljarða króna í kassann. Lo imposible og Las aventuras de Tadeo Jones voru framleiddar að hluta af kvikmyndadeild fyrirtæk- isins Telecinco sem hefur auglýst þær grimmt á þeim sjö sjónvarps- stöðvum sem það rekur á Spáni. Markaðsherferð Telecinco virðist hafa skilað góðum árangri. Spænskt efnahagslíf hefur verið í mikilli lægð hin síðustu ár og mik- ið atvinnuleysi þjakað landsmenn. Það virðist hins vegar ekki hafa komið niðri á aðsókn að spænsk- um kvikmyndum því miðasölu- tekjur af þeim hafa aldrei verið hærri en á árinu 2012, ef marka má frétt á vef kvikmyndaritsins Variety. Þar segir að miðasölu- tekjur af spænskum kvikmyndum stefni í að verða 108 milljónir evra, um 18,4 milljarðar króna. Rætist sú spá hefur 11 ára gamalt met verið slegið því árið 2001 náðu miðasölutekjur áður óþekkt- um hæðum. Þetta er ekki síður merkilegt í ljósi þess að spænsk yfirvöld hækkuðu söluskatt af bíómiðum úr 8% í 21% fyrir um fjórum mán- uðum. Bíómiðinn hækkaði því töluvert í verði og hefði mátt ætla að það bitnaði á aðsókn. Þrjár spænskar kvikmyndir hafa hins vegar freistað Spánverja öðrum Tekjur aldrei hærri af spænskum kvikmyndum Ómögulegt Úr kvikmyndinni Lo imposible, eða Hinu ómögulega.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.