Morgunblaðið - 31.12.2012, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 31.12.2012, Qupperneq 53
MENNING 53 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. DESEMBER 2012 Út er komið fjórða um-hverfisritið í samnefndriritröð Hins íslenskabókmenntafélags. Bókin heitir Kolefnishringrásin og er eftir Sigurð Reyni Gíslason, vísinda- mann hjá jarðvísindastofnun Há- skólans. Bókin skiptist í 12 kafla og fjalla fyrstu sex kaflarnir um hringrás kolefnisins. Síðari hlutinn fjallar aftur á móti um loftslagsvandann og áhrif mannsins á kolefnishringrás- ina. Tólfti kaflinn fjallar um leiðir til að binda kolefni en á því sviði hefur Sigurður Reynir vakið athygli fyrir leiðir til bindingar kolefnis í bergi. Kaflar tíu og ellefu tengja viðfangs- efnið við Ísland og er það vel. Auðséð er að höfundur hefur mikla yfirsýn yfir viðfangsefnið og að hann býr yfir mikilli þekkingu. Ritstjóri rit- raðarinnar, Trausti Jónsson, ritar í eftirmála að bókinni sé ætl- að að vera aðgengileg almenningi. Er hún hér ritrýnd á þeim for- sendum fyrst og fremst. Fyrst ber að nefna að bókinni er skipt eftir efnisþáttum með aðal- og undirköflum og er jafnan stutt í nýj- an kaflahluta og rammagreinar. Sá galli er á hönnun bókarinnar að rammagreinar eru ekki nógu af- markaðar frá texta, þótt letrið sé að vísu smærra. Daufur grár litur er hafður í bakgrunni til aðgreiningar og mætti hann vera dekkri, enda getur sá sem les hratt dregið þá ályktun að rammar séu hluti af meginmáli. Rammarnir innihalda ítarefni og getur þetta því hægt á lestrinum. Margir kaflar eru stuttir og er lesturinn því oft brotinn upp. Þá spillir það flæði bókarinnar að stundum er vísað til erlendra fræði- manna eingöngu með eftirnafni en það er gegn íslenskri hefð í alþýð- legum ritum. Hefði höfundur jafn- framt mátt kynna vísindamennina betur fyrir lesendum sem aldrei hafa sett sig inn í umhverfis- og loftslagsmál. Annað sem nefna verður er að höfundur vitnar öðru hvoru í hug- tök á ensku sem hann síðan þýðir. Hefði hér verið betra að láta ís- lenska hugtakið duga, jafnvel þótt það sé nýtt og ekki öllum tamt, en vísa til enska orðsins í neðanmáls- grein. Tilgangur bókarinnar er að koma efninu á auðskilið mál fyrir ís- lenska lesendur og sýnist þetta því vera stílbrot. Þrátt fyrir ofangreint og ýmislegt annað smálegt er bókin vel heppn- uð. Bókin er mjög fróðleg og nægir að nefna áhugaverðar lýsingar á flutningi koldíoxíðs frá andrúms- lofti í sjó. Skýringarmyndir og ljós- myndir prýða bókina en ein örk er í lit. Hér er á ferð læsilegt rit með skýrum og góðum texta. Höfundi tekst best upp þegar brennandi áhugi hans á efninu kemst til skila. Hefði hann gjarnan mátt taka les- endur í fleiri ferðalög um jarðskorp- una, enda eru þær lýsingar afbragð. Nefna verður að vel er til fundið að málverk eftir Matisse sé á fram- hlið kápunnar, enda er Sigurður Reynir fágaður heimsmaður með franska menntun. Á bakhliðinni er umsögnum ofaukið. Þar hefðu tvær en ekki fjórar dugað. Hringrás kolefnisins krufin til mergjar Kolefni „Höfundi tekst best upp þegar brennandi áhugi hans á efn- inu kemst til skila,“ segir m.a. um bók Sigurðar Reynis, Kolefnis- hringrásin. Umhverfismál Kolefnishringrásin bbbmn Eftir Sigurð Reyni Gíslason. Hið íslenska bókmenntafélag 2012. 250 bls. BALDUR ARNARSON BÆKUR Í 2D OG 3D MEÐ ÍSLENSKU TALI DON’T EVER CROSS ALEX CROSS FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR OGMÖGNUÐSPENNUMYND JÓLAMYNDIN2012 Í 2D OG 3D MEÐ ÍSLENSKU TALI STÓRKOSTLEG ÆVINTRÝRAMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA JÓLATEIKNIMYNDIN Í ÁR! NAOMI WATTS TILNEFND TIL GOLDEN GLOBE VERÐLAUNA BESTA LEIKKONA Í AÐALHLUTVERKI 100/100 „Fer beint í efsta sæti yfir þær myndir sem fólk verður að sjá á árinu.“ 100/100 „Ógnvænlega vel gerð.“ JÓLAMYND 2012  -B.O. MAGAZINE  - NEW YORK DAILY NEWS -H.S.S., MBL  -H.V.A., FBL  -V.J.V., SVARTHÖFÐI.IS „LIFE OF PI ER TÖFRUM LÍKUST”  -EMPIRE  EGILSHÖLLÁLFABAKKA VIP HOBBIT: AN UNEXPECTED JOURNEY3D KL. 1 - 4:30 - 8 - 11:30 HOBBIT: UNEXPECTED KL. 4 -6 - 10 HOBBIT:ANUNEXPECTEDJOURNEYVIP KL. 1 - 4:30 - 8 - 11:30 THE IMPOSSIBLE KL. 5:50 - 8 - 10:30 SAMMY 2 ÍSLTAL KL. 1:30 - 3:40 - 5:50 SAMMY 2 ÍSLTAL3D KL. 1:30 RED DAWN KL. 8 - 10:10 RISE OF GUARDIANS ÍSLTALI KL. 1:30 - 3:40 RISE OF GUARDIANS ÍSLTALI3D KL. 3:40 RISE OF THE GUARDIANS ENSTALI KL. 8:20 WRECK-IT RALPH ÍSL.TALI KL. 1:30 ARGO KL. 10:30 AKUREYRI THE IMPOSSIBLE KL. 8 - 10:20 RED DAWN KL. 8 - 10:20 RISE OF THE GUARDIANS ÍSLTAL3D KL. 2 - 4 RISE OF THE GUARDIANS ENSTAL KL. 6 SAMMY 2 ÍSLTAL KL. 2 - 4 - 6 KRINGLUNNI NÚMERUÐ SÆTI LIFE OF PI 3D KL. 5:20 - 8 - 10:40 THE IMPOSSIBLE KL. 5:30 - 8 - 10:30 SAMMY 2 ÍSLTAL KL. 1 - 3:10 RISEOFGUARDIANS ÍSLTAL3DKL.1:30-3:40-5:50 RISE OF THE GUARDIANS ÍSLTALKL. 1 - 3:10 PLAYING FOR KEEPS KL. 8 SKYFALL KL. 10:10 KEFLAVÍK HOBBIT: UNEXPECTED JOURNEY KL. 4 - 8 THE IMPOSSIBLE KL. 8 - 10:20 RISE OF THE GUARDIANS ÍSLTAL3D KL. 1:30 SAMMY 2 ÍSLTAL KL. 2 - 4- 6 HOBBIT: AN UNEXPECTED JOURNEY 3D KL. 1 - 4:30 - 8 - 10:20 - 11:20 HOBBIT: UNEXPECTED KL. 3:40 - 7 LIFE OF PI 3D KL. 3- 5:20 - 8 - 10:40 THE IMPOSSIBLE KL. 5:30 - 8 - 10:30 SAMMY 2 ÍSLTAL3D KL. 1 SAMMY 2 ÍSLTAL KL. 3:20 RISE OF GUARDIANS ÍSLTAL3DKL. 1 WRECK-ITRALPH ÍSLTAL3D KL. 1 ÞRIÐJUDAGS TILBOÐ Í DAG -SÉÐ & HEYRT/VIKAN SÝNINGARTÍMAR GILDA FYRIR NÝÁRSDAGGleðilegt Nýtt Ár Útsalan hefst miðvikudaginn 2. janúar v/Laugalæk • sími 553 3755

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.