Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2012, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.12. 2012
Ekki er úr vegi að rifja upp nokkrar
þingvísur úr því hlé er gert á þing-
störfum og líður að hátíðum.
Um leið er vert að vekja athygli á
því, sem er sérstakt hugðarefni of-
anritaðs, en það er að ekki hafa verið
haldnar þingveislur um nokkurt
skeið. Það var góður siður að hrista
hópinn saman og halda gömul gildi í
heiðri, en í slíkum veislum var gerð
krafa um að talað væri í bundnu
máli.
Það er merkilegt þegar gluggað
er í þingvísur að alltof sjaldan eru
þær jákvæðar og þannig hefur það
alltaf verið. Freistandi er að álykta
að það hafi löngum verið þjóðarsport
að tala þingið niður. Sem dæmi má
nefna gamla vísu eftir ókunnan höf-
und:
Andskotinn við einteyming
alþinginu ríður.
Úrslit þess er afdæming
allur sér það lýður.
Einar Friðgeirsson á Borg var
líka ómyrkur í máli:
Mér leiðast tekur þetta þing
og það sem kemur frá þeim.
Sæki nú einhver sjóvettling
og setji í kjaftinn á þeim.
En vísurnar eru af öllum toga.
Sagt er að Páll lögmaður Vídalín
hafi ort þegar Björn Pétursson á Bu-
starfelli tapaði máli á Alþingi:
Kúgaðu fé af kotungi,
svo kveini undan þér almúgi;
þú hefnir þess í héraði
sem hallaðist á alþingi.
En stundum eru þingmenn vin-
sælir, eins og hjá Sigurði Breiðfjörð:
Að Hlíðarenda heim nú venda af þingi.
Gunnar fríði og flokkur manns.
Fagna lýðir komu hans.
Og skemmtileg er vísa þing-
mannsins Eiríks Einarssonar frá
Hæli.
Þeir sem eiga á þingi sess
og þurfa að éta.
Verða að beygjast eins og S
en ekki Z.
Alþingi í
bundnu máli
Samtals hafa 187 frumvörp til
laga verið lögð fram á yfir-
standandi þingi. Stefnt var að
því að afgreiða 39 fyrir
jólahlé, en þar með væru 148
óafgreidd.
92 stjórnarfrumvörp hafa
verið lögð fram á þinginu og
var stefnt að því að 30 yrðu
að lögum fyrir jólahlé, en 62
eru þá óafgreidd.
86 hafa verið lögð fram af
þingmönnum og 2 eru orðin
að lögum. 9 hafa verið lögð
fram af nefnd eða meirihluta
nefndar og 7 eru orðin að
lögum.
Þingið verður sett á ný
mánudaginn 14. janúar.
Þingkosningar verða laug-
ardaginn 27. apríl.
Þ
að skýtur óneitanlega
skökku við eftir nán-
ast fordæmalaust
átakakjörtímabil að
þingmenn skuli
skyndilega verða sammála um að
halda jólin heima hjá fjölskyldum
sínum. Hingað til hafa skylming-
arnar staðið yfir þar til korteri
fyrir skaup.
Minnihlutastjórn
Ástæðan er eflaust sú að stóru
málin eru ekki tilbúin úr stjórn-
arráðinu, auk þess sem ríkis-
stjórnin hefur ekki lengur afl til
að halda þinginu í gíslingu.
Kvarnast hefur úr meirihlutanum
jafnt og þétt allt kjörtímabilið,
allt frá því deilurnar stóðu sem
hæst um Icesave-málið. Eftir að
Róbert Marshall yfirgaf skútuna
er ríkisstjórnin orðin minni-
hlutastjórn, sem skákar í skjóli
nýju framboðanna Hreyfing-
arinnar og Bjartrar framtíðar. Þá
er ljóst að formenn stjórnar-
flokkanna njóta ekki trausts allra
í þingflokksherbergjunum
og því er erfiðara að
smala köttum til að keyra
óvinsæl mál í gegnum
þingið.
Kvartað hefur verið und-
an málþófi stjórnarand-
stöðu. Og víst er fyrir því
löng og hvimleið hefð sem
Steingrímur J. Sigfússon
og Jóhanna Sigurðardóttir
þekkja mætavel. Sú síðarnefnda á
raunar Íslandsmetið – enginn hef-
ur talað lengur í pontu á Alþingi.
En ekki verður horft framhjá því,
að það er áhrifaríkasta leiðin fyr-
ir stjórnarandstöðuna til að hafa
áhrif. Ekki síst á tímum þar sem
mikið er í húfi og lítið traust rík-
ir milli flokkanna á þingi.
Rammaáætlunin
Það kom fram hjá Steingrími J.
Sigfússyni í Kastljósi á dögunum
að ríkisstjórnin hefði lofað að
ganga frá rammaáætluninni þegar
stöðugleikasáttmálinn var gerður,
en að í því hefði ekki falist að
hlustað yrði á sérfræðinganefnd-
ina eða mat faglegrar verkefnis-
stjórnar, en henni hafði verið fal-
ið að leggja fram tillögur sem
gætu orðið grundvöllur að þver-
pólitískri sátt.
Steingrímur segir það nóg að
ná í gegn rammaáætluninni á
kjörtímabilinu, þó ljóst megi vera
að stjórnarandstaðan og eins
Samtök atvinnulífsins og ASÍ hafi
reitt sig á að ráðist yrði í þá
virkjunarkosti sem teldust væn-
legir. Enda segir í umsögn Orku-
stofnunar um þingmálið að „hag-
kvæmustu og best rannsökuðu
virkjanakostirnir séu fluttir úr
orkunýtingarflokki í biðflokk“, en
þar er m.a. átt við þrjár vatns-
aflsvirkjanir í Þjórsá á Suður-
landi, Hvammsvirkjun, Holtavirkj-
un og Urriðafossvirkjun.
Þetta er eitt af þeim stóru mál-
um sem gengið verður til at-
kvæða um í þinginu eftir áramót
og ljóst má vera að næstu kosn-
ingar munu að miklu leyti snúast
um orkunýtingu þjóðarinnar.
Stór mál á biðlista
Annað stórt mál sem bíður er
fiskveiðistjórnunarfrumvarpið, en
Steingrímur hefur ekki treyst sér
til að leggja málið fram, þar sem
óvíst er um stuðning þingflokks
Samfylkingarinnar. Á meðal þing-
manna sem setja fyrirvara við
stuðning sinn eru Mörður Árna-
son og Ólína Þorvarðardóttir.
Þá bíður stjórnarskrármálið
fram yfir áramót en ríkisstjórnin
leggur á það áherslu að ljúka því
sem fyrst. Ríkisstjórnin telur sig
hafa byr til þess úr þjóðar-
atkvæðagreiðslunni og gefur lítið
fyrir dræma kosningaþátttöku.
Enn er beðið umsagna sérfræð-
inga um þennan hornstein lýðræð-
isins. Sérfræðingar sem leitað
hefur verið til hafa varað við
verulegri réttaróvissu í veigamikl-
um málum, sem ekki sjái fyrir
endann á. En sumir þeirra hafa
talað um að einstakir kaflar gætu
verið tilbúnir til afgreiðslu og
vera má að stjórnarandstaðan
fallist á það ef til samráðs kemur.
Eins og vant er, þá eru spurn-
ingamerkin mörg yfir hátíðarnar
og kannski óvenju mörg inn í
kosningaárið.
Það var létt yfir
þingmönnum í um-
ræðum í þinginu
undir lok vikunnar.
En sumir í þungum
þönkum.
Morgunblaðið/Eggert
62 ÓAFGREIDD
STJÓRNARFRUMVÖRP
Katrín
Júlíusdóttir
og Guðbjartur
Hannesson.
Stærstu málin
bíða ársins 2013
STÓRU MÁLIN UM RAMMAÁÆTLUNINA, STJÓRNARSKRÁNA OG FISKVEIÐISTJÓRNUNARKERFIÐ BÍÐA FRAM YFIR
JÓLAHLÉ ILLA GENGUR AÐ SMALA KÖTTUM ÚTLIT FYRIR AÐ YFIR 60 STJÓRNARFRUMVÖRP VERÐI Á BIÐLISTANUM.
* Það sem klárast eru fyrst og fremst fjárlögin. Fiskurinn er ekkikominn fram, greidd verða atkvæði um rammaáætlun eftir ára-mót og stjórnarskráin er á furðulegum stað.
Bjarni Benediktsson
Þjóðmál
PÉTUR BLÖNDAL
pebl@mbl.is