Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2012, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2012, Blaðsíða 24
Óhefðbundin jólatré F ortíðarþráin svífur yfir vötnum í nýju jólatrjánum frá DEMO-handverki. Þessi handgerðu tré eru sköp- unarverk Magnúsar Ólafssonar og Dagnýjar Elsu Einarsdóttur, sem áður hafa getið sér gott orð fyrir ljós sín. Magnús er húsgagnasmíðameistari en Dagný Elsa hefur lagt stund á nám í húsgagnasmíði ásamt því að hafa lært hönnun. Hugmyndin að trjánum kemur frá jólatrjám sem voru á norrænum heimilum á fyrri hluta síðustu aldar. „Oftast smíðaði fólk sín eigin tré úr því efni sem féll til og skreytti þau gjarnan með mosa og lyngi, stundum voru sett lítil kerti á greinarnar í þar til gerðum klemmum. Síðar voru þau t.d. skreytt með heimagerðum, fléttuðum hjörtum og kram- arhúsum úr pappír sem hengd voru á grein- arnar,“ segir á vefsíðu fyrirtækisins en Sunnu- dagsblað Morgunblaðsins hafði samband við Magnús og forvitnaðist nánar um hugmyndina á bak við trén. „Greinarnar hjá okkur eru hallandi. Áð- ur fyrr voru þær bara láréttar. Á grein- unum eru líka trépinnar til að hengja skrautið á. Við höfum endurhannað þetta frá grunni,“ segir Magnús. Þrjár stærðir og þrír litir Trén koma í þremur stærðum, Yrki er 45 cm, Þöll 65 cm og Þinur 110 cm. „Minnsta tréð er ógurlega mikið krútt,“ segir Magnús og eru það orð að sönnu. Stærðin er þannig að líka væri hægt að nota það fyrir skartgripi. Trén sóma sér auðvitað öll sérstaklega vel sem jólatré og þá getur hver skreytt sitt tré eftir eigin höfði. Líka er hægt að nota þau við önnur tilefni eins og í skírnar-, fermingar- eða brúðkaupsveislur og þá fyrir skraut við hæfi eða kveðjur frá gestum. Trén eru seld í Aurum og auk þess að koma í þremur stærðum fást þau í þremur litum, ómáluð, ljósgræn eða dökkgræn. „Það er hægt að taka allar greinarnar af og kippa þeim út og auðvelt að setja það aftur saman. Þau eru seld í strigapoka,“ segir Magnús en þess má geta að lok- um að trén eru ennfremur öll númeruð. Jólatrén kosta frá 19.800 kr. til 36.800 kr. eftir stærð og lit. Trén eru seld í handhægum strigapokum. Ljósmyndir/Karl Petersson Hver og einn getur skreytt tréð eftir eigin höfði á látlaus- an eða litríkan hátt. HANDGERÐ JÓLATRÉ SEM HÆGT ER AÐ SKREYTA EFTIR EIGIN HÖFÐI HUGMYNDIN AÐ NÝJU JÓLATRJÁNUM FRÁ DEMO- HANDVERKI KEMUR FRÁ ÞEIM TRJÁM SEM VORU NOTUÐ Á NORRÆNUM HEIMILUM Á FYRRI HLUTA SÍÐUSTU ALDAR. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Trén fást í þremur litum og þremur stærðum. Hér er minnsta tréð, Yrki, sem er 45 cm á hæð, skreytt með litrík- um kryddpokum. *Heimili og hönnunGunnar Magnússon setti frumleika á oddinn í hönnun en verk hans komu nýverið út á bók »27 Stærsta tréð, Þinur, sem er 110 cm á hæð er hér skreytt á þann hátt að það líkist hefðbundnu jólatré.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.