Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2012, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2012, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.12. 2012 Á Kjarvalsstöðum hefur verið opnuð sýn- ingin Hluti af heild en á henni eru nokkur hundruð verk eftir Jóhannes S. Kjarval, sem eru í eigu Listasafns Reykjavíkur. Verkin eru sýnd í anda svokallaðra salon-sýninga. Þau eru sett upp þannig að þau nánast þekja alla veggi Kjarvalssalarins, frá gólfi og upp í loft án nokkurrar reglu. Á sýningunni er lögð áhersla á óvænt samhengi verkanna, en þema, tímaskeið, viðfangsefni og tímaröð eru látin lönd og leið. Áhorfandanum er boðið að nálgast verk Kjarvals án fyrirmæla og skyggnist inn í hugarheim hans á eigin for- sendum. Kjarvalssafneignin samanstendur af 5.392 verkum eftir listamanninn. MÖRG KJARVALSVERK SÝND HLUTI AF HEILD Jóhannes S. Kjarval við trönurnar. Nokkur hundruð verka eru sýnd á Kjarvalsstöðum. Elsa Waage er meðal söngvara sem gleðja áheyrendur. Hér syngur hún í Il trovatore. Á Þorláksmessu býður Íslenska óperan upp á sína árlegu „Jólaró“ í anddyri Hörpu. Dag- skráin er milli kl. 17 og 18. Antonía Hevesi, píanóleikari Íslensku óp- erunnar, fær þá til liðs við sig gesti úr íslenska söngheiminum, þar á meðal söngvara sem tekið hafa þátt í sýningum Óperunnar á liðn- um misserum. Þar á meðal eru þær Elsa Waage, Auður Gunnarsdóttir, Sesselja Krist- jánsdóttir, Hallveig Rúnarsdóttir, Arndís Halla Ásgeirsdóttir, Ingveldur Ýr Jónsdóttir og Bylgja Dís Gunnarsdóttir. Flutt verða ein- söngslög og samsöngvar, jóla- og óp- erutónlist. Aðgangur er ókeypis. JÓLADAGSKRÁ ÓPERUNNAR JÓLARÓ Í HÖRPU Útvarpsleikhúsið sendir út tvö leikrit á Rás 1 um jólin. Á jóladag klukkan 13 verð- ur flutt Opið hús, nýtt leikrit eftir Hrafnhildi Hagalín. Leikstjóri er Kristín Eysteinsdóttir, Hallur Ingólfsson semur tónlist og Einar Sigurðsson annast hljóðvinnslu. Leik- ritið fjallar um fimm mann- eskjur sem hittast í húsi sem auglýst hefur verið til sölu. Leikendur eru Erlingur Gísla- son, Kristbjörg Kjeld, Unnur Ösp Stef- ánsdóttir, Bergur Þór Ingólfsson, Björn Thors og Ellert A. Ingimundarson. Á annan í jólum klukkan 20 verður útvarp- að Antigóníu eftir Sófókles, í þýðingu Helga Hálfdanarsonar. Hljóðritunin er frá 2009. Leikstjóri er Sigurður Skúlason og meðal leikenda eru Sólveig Arnarsdóttir, Jóhann Sigurðarson og María Heba Þorkelsdóttir. DAGSKRÁ ÚTVARPSLEIKHÚSSINS TVÖ JÓLALEIKRIT Hrafnhildur Hagalín Söngvararnir sem kalla sig „tenórana þrjá“, þeir Jóhann Frið-geir Valdimarsson, Snorri Wium og Garðar Thór Cortes, munuhefja upp raust sína fyrir fólk í miðborg Reykjavíkur á Þor- láksmessukvöld eins og þeir hafa gert mörg undanfarin ár. Syngja þeir á svölum Vallarstrætis 4, við jólabæinn á Ingólfstorgi, og hefst skemmtunin klukkan 21. Steinunn Birna Ragnarsdóttir sér um með- leik á píanó. Snorri segir tónleikana vera með svipuðu sniði og undanfarin ár. „Prógrammið verður á léttari nótunum og sitthvað sem fólk kannast við. Og eitthvert plott,“ segir Snorri dularfullur. Svo mikið er víst að allir munu þeir þenja raddir sínar og flytja vel valin jólalög og þekktar aríur af svölunum. Þegar Snorri er spurður hvort ekki sé hætta á því að keppn- isskapið taki yfir þegar þrír tenórar mætist í söng segir hann það alltaf gerast. „Það er reglan,“ segir hann hlæjandi. Bætir svo við að þeir séu allir góðir félagar og markmiðið sé að skemmta fólki í jóla- ösinni. „Það er komin rík hefð á þennan Þorláksmessusöng. Ætli þetta sé ekki tólfta árið sem tenórarnir þrír koma fram þetta kvöld. Það er orðinn fastur liður hjá mörgum að mæta að hlusta á tenórana. Við skemmtum okkur líka vel, það er orðið ómissandi fyrir okkur að hitt- ast og gera upp árið á þennan hátt.“ Þeir félagar búa að umfangsmikilli reynslu í óperum og á tónleika- sviði. Jóhann Friðgeir hefur sungið fjölda ópera og tónleika á Ís- landi. Snorri Wium er einnig vel þekktur og hefur komið víða við á söngferli sínum, í Þýskalandi og víðar. Þá hefur Garðar Thór sungið sig inn í hjörtu landsmanna á undanförnum árum. Tónleikarnir við Vallarstræti eru í boði Höfuðborgarstofu. TÓNLEIKAR Í MIÐBORGINNI Á ÞORLÁKSMESSUKVÖLD Tenórarnir þrír syngja valin jólalög og þekktar aríur TENÓRARNIR JÓHANN FRIÐGEIR VALDIMARSSON, GARÐAR THÓR CORTES OG SNORRI WIUM ÞENJA RADDBÖNDIN FYRIR VEGFARENDUR Í MIÐBORGINNI. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Garðar Thor Cortes Jóhann Friðgeir Snorri Wium Menning P ersónusköpun er þrautin mesta fyrir mig í skáldskapnum,“ segir Kristín Marja. „Maður er með ágengt fólk í höfðinu allan sólar- hringinn. Ég hef vaknað á köld- um janúarmorgni og talið sjálfri mér trú um að ég muni aldrei framar nenna að skapa per- sónur! En sjálfri finnst mér eins og það dofni yfir bókmenntunum ef karakterar eru ekki góðir. Það er ekki nóg að skrifa góðan texta eða hafa gott form á skáldsögu, hún kallar yf- irleitt á góðar sögupersónur.“ Þótt það sé erfitt að skapa sífellt nýjar per- sónur heldur hún því engu að síður áfram; þær eru lykilatriði í hverri sögu. „Já, því ég upplifi það sjálf þegar ég les góðar skáldsögur að ef höfundi hefur tekist vel upp með persónusköpun, get ég samsamað mig sögunni og hrifist. Í skáldsögum vill mað- ur fá víddir og breiddir, skáldsagan er hljóð- færi sem leikið er mismunandi á.“ Og hún leitar nýrra leiða fyrir hverja sögu. „Það er mikilvægt því ég get ekki verið að endurtaka sjálfa mig. Mér finnst fátt leið- inlegra en þegar fólk gerir það. Til að sköp- unarþörfin vakni og ég finni þessa innri gleði, verð ég að takast á við eitthvað nýtt og helst ögrandi.“ Kristín Marja brosir og segir það í raun þrautagöngu að vera að vinna við það að vera sífellt að skrifa og skapa. „Þess vegna verða menn að finna aðferðir sem vekja með þeim tilhlökkun og eftirvæntingu.“ Margar raddir segja söguna Skáldsögur Kristínar Marju Baldursdóttur hafa notið mikilla vinsælda lesenda, bæði hér heima og erlendis. Ný og hrífandi skáldsaga hennar, Kantata, er ólík fyrri bókum Krist- ínar Marju hvað varðar að þar eru ekki afger- andi aðalpersónur heldur er fylgst með hópi fólks, fjölskyldu sem lesandinn kynnist smám saman betur. Í ljós kemur að margir eiga sér leyndarmál og sífellt þéttari fléttan endar í mikilli dramatík. Heiti sögunnar, Kantata, vís- ar þannig í frásagnarháttinn. „Kantata er tónverk fyrir margar söng- raddir með undirleik og í mörgum þáttum,“ segir Kristín Marja. „Ég vildi hafa söguna eins og lesandinn fengi í hendur myndaalbúm fjölskyldu sem hann þekkir ekki, færi að skoða það og tæki smám saman að bera kennsl á og verða forvitinn um persónur sem kæmu aftur og aftur fyrir. Þegar ég var kom- in nokkuð áleiðis þá fannst mér eins og ég væri að semja kantötu. Þær eru einmitt svona: margar raddir segja söguna og svo er það undirspilið, hjá mér er það náttúran sem leikur veigamikið hlutverk. Í fyrri bókum mínum hafa alltaf verið af- gerandi aðalpersónur og það reyndist stremb- ið að byggja Kantötu upp, ég þurfti að stökkva milli persóna og það tók tíma að hverfa frá einni til þeirrar næstu. Sem betur fer eru þær þó ekki margar! Þessar umræddu persónur hafa verið að nálgast mig rólega frá árinu 2003, en þar eð aðrar persónur sátu um athygli mína ýtti ég þeim með vinsemd frá mér allt til ársins 2010 þegar ég gat byrjaði að skrifa söguna.“ Hver persóna Kristínar Marju hefur sinn svip, sín sérkenni og kenjar. Sagan er hins- vegar staðsett á óræðu svæði, hún neglir sögusviðið ekki niður, bara persónusöguna. „Ég skapaði land fyrir fólkið, en óneitan- lega minnir það á Ísland. Það gæti annars verið hvar sem er, en þó norrænt,“ segir hún. Eins og fyrr segir hafa skáldsögur Krist- ínar Marju notið mikilla vinsælda erlendis, ekki síst í Þýskalandi og Danmörku. Á liðnum árum hafa hópar komið hingað til lands að skoða slóðir sögupersónunnar Karitasar. „Ég hef hitt hópana og haldið stutta fyrir- lestra fyrir þá um Karitas, og hef reyndar haldið margra fyrirlestra um sögurnar í þess- um löndum, en ég fer nú talsvert hjá mér þegar fólk birtist hérna á rútum merktum Karitas. Það spyr mig meira að segja hvar það geti séð myndirnar sem Karitas málaði!“ Bankað upp á í janúar Það er lýsandi fyrir nákvæm vinnubrögð Kristínar Marju að nokkrar sögupersónur Kantötu hafa unun af laxveiðum og mik- ilvægir kaflar sögunnar gerast við veiðar. „Ég hef aldrei veitt á ævinni,“ segir hún. „En ég las allt sem ég náði í um stangveiði, lagðist meira að segja í að lesa um flugusöfn. Eftir að hafa fengið þá hugmynd að fara með persónurnar á staði, sem eru líklega þeir dýr- mætustu sem þjóðin á, vötnin og árnar, varð ég að lesa mér til. Og til að skynja hugs- unarhátt veiðimannsins enn betur lagði ég til atlögu við veiðimennina sjálfa. Einn tengda- sona minna sem hefur veitt frá barnæsku gaf mér bestu upplýsingarnar, svo og elsta dóttir mín sem hefur líka unun af stangveiði. Smám saman fór ég að skynja hugsanir mannins sem stendur úti í ánni. Sjálf hef ég aldrei haft löngun til að standa úti í á með stöng, tím- unum saman.“ Þessa dagana tekst Kristín Marja á við bókmenntaform sem er nýtt fyrir henni; hún er að skrifa leikrit. „ Ég hef nú reyndar glímt við formið áður, þótt ekki fari hátt. Og vitaskuld hafa persónur verið ágengar sem endranær. En svo virðist sem yfirstandandi jólastreita hafi fælt þær í burtu, þetta eru viðkvæmar sálir. Þekki ég hins vegar gömlu söguna rétt, verður líklega bankað upp á í janúar.“ Í NÝRRI SÖGU KRISTÍNAR MARJU ER EKKI ALLT SEM SÝNIST Með ágengt fólk í höfðinu „TIL AÐ SKÖPUNARÞÖRFIN VAKNI OG ÉG FINNI ÞESSA INNRI GLEÐI, VERÐ ÉG AÐ TAKAST Á VIÐ EITTHVAÐ NÝTT OG HELST ÖGRANDI,“ SEGIR KRISTÍN MARJA BALDURSDÓTTIR RITHÖFUNDUR. BÆKUR HENNAR HAFA EIGNAST MARGA AÐDÁENDUR OG KOMA HÓPAR FRÁ MEGINLANDI EVRÓPU AÐ SKOÐA SÖGUSLÓÐIRNAR. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.