Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2012, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2012, Blaðsíða 45
vegar pínulítið um jól og svo aftur á þorra þegar snjöll- um matargerðarmönnum og sprenglærðum hefur tek- ist að búa til ónýtan mat úr prýðilegu hráefni til að gera landanum kleift að gera sér glaðan dag. Þess á milli borðar hinn upplýsti íslenski nútímamaður ekki annað en það sem Matvælastofnun Bandaríkjanna, Matvælastofnun ESB og svo á annan tug íslenskra matvæla-, eftirlits- og hollustustofnana hefur sagt þeim að megi. Hverjum smáskammti sem keyptur er fylgir löng innihaldslýsing sem fæstir botna í en vita að er dulmál fyrir að varan sé vænleg til átu. Þar á meðal eru ein 500 E-efni eða fleiri og fer fjölgandi. Það hlyti að geta verið bæði gaman og spennandi ef hægt væri að fá keyptan búðing sem Matvælastofnun Bandaríkjanna og Evrópusambandsins hefðu samþykkt og þar sem búið væri að hræra í öllum þeim E-um sem þekkt væru um þær mundir. Bæði væri gaman að vita hvernig sá búðingur væri á litinn, hvernig hann bragðaðist og eins mat landlæknis hversu marga mánuði maður ætti eftir ólifaða eftir að hafa neytt hans. Jólabækurnar segja allt aðra sögu En þeir sem halda að eitt einkenni þess að öllu fari aft- ur sé að nútíminn hafi ekki áhuga á sögu sinni ættu að kíkja niður í Eymundsson ekki seinna en á Þorláks- messu. Útgáfulistar forlaganna segja nefnilega allt aðra sögu. Einar Kárason var að koma með þriðju bók- ina og ekki þá lökustu í prýðilegum flokki þar sem hann færir lesendum Sturlungu á léttari hátt en sú gamla gerði og skáldar í eyður án þess að skemma neitt, sem tekur að nefna. Hann byrjaði á því þarfa verki að gera Þórð Kakala að þeirri viðfelldnu hetju sem hann er. Flestir töldu og höfðu úr íslenskum rútu- bílasöng, að sá ógæfumaður hefði verið fræknastur sem fyllibytta og ekkert hefði bjargað æru hans annað en sú lukka að fá að deyja endanlegum brennivíns- dauða í tæka tíð. Og það var myndarlegt að gera Sturlu Þórðarsyni skil í seinustu bókinni, enda hafði hann verið í og með og undir öllu brauði á öld Sturl- unga, svo nælt sé frá Lúter. Þórarinn Eldjárn er ekki á fjarlægum slóðum með snilldarverki sínu, Hér liggur skáld, þótt efnistök séu ólík. Og svo geta menn fikraði sig eftir sögunni og alls staðar eru að koma út bækur sem snerta hana á þessu ári. Nýju ljósi er varpað á Njálu. Það er greint frá merkum uppgreftri hér og þar, þar sem leitað er lið- innar tíðar á setrum sögunnar, bæði í Reykholti og á Skriðuklaustri. Og þegar nær okkur dregur er bók um átökin um „uppkastið,“ það undarlega mál sem svo mjög laskaði Hannes Hafstein, mál sem var allt að því illskiljanlegt þegar það reis sem hæst og ýfði þjóðina og lengi síðan. Upp með fánann, bókin um uppkastið færir mönnum, nýja sýn á það. (Tímasetningin er góð því nú eru valdsmenn með nýtt „Uppkast“ – raunveru- legt uppkast – og heimta að það sé gert að stjórn- arskrá, helst þannig að menn láti vera að lesa það fyrst.) Stórvirki Og Þorsteinn Jónsson heldur áfram með sitt stórvirki, Reykjavík. Fólkið sem breytti Reykjavík úr bæ í borg. Þetta framtak er ævintýralegt, og er Þorsteinn aug- ljóslega að bjarga einstökum menningarverðmætum og varpar til nútímans, nánast upp á dag, hvernig líf fólks, hárra sem lágra og húsakynni voru í höf- uðstaðnum einmitt þegar stjórnmálamenn óðu um æfir út af „uppkastinu“. Það er órækt dæmi um hve menn- ingarsnautt lið stýrir borgarstjórn um þessar mundir að borgin skuli ekki hafa stutt þetta stórmerkilega framtak með neinu sem nemur. Margt hefur núver- andi borgarstjórn gert til að tryggja að skömm hennar verði lengi uppi, en þetta er eitt af því tryggilegasta til árangurs. Ný bók er komin af norðanmanninum Nonna, sem aðeins tólf ára gamall hélt í útrás, sem engan skaðaði, þvert á móti. Nonni á taug í okkur mörgum. Og nú var einnig að koma út 20. bindið í stórvirkinu Kirkjur Íslands. Sannkallaður gleðigjafi. Fagurt verk, vandað rit í hvívetna, þar sem miklar kröfur eru gerðar til alls efnis og vafalítið fer hér einnig fram markvert menningarlegt björgunarstarf. Ritstjórarnir, Þor- steinn Gunnarsson og Jón Torfason og sá afbragðs- hópur sem þeir hafa fengið til liðs við sig, eiga miklar þakkir inni. Og það sem næst er nútíma Ekki verður fleira talið og þó aðeins hætt vegna pláss- leysis. En næst nútímanum eru bækur Svavars Gests- sonar, Hreint út sagt, sem fengur er að og bók Styrmis Gunnarssonar, Sjálfstæðisflokkurinn - Átök og upp- gjör, sem er fróðleg mjög enda er stóran hluta merki- legra heimilda bókarinnar hvergi að finna nema hjá höfundinum. Og þótt margt hafi breyst og flestu hafi farið aftur, eins og Sókrates hefur bent á, sýna tvær síðastnefndu bækurnar og þá ekki síður síðustu fjögur ár samtíma- sögunnar, að sturlungaástandið, sem nefnt var í upp- hafi bréfs, er ekki með öllu úr sögunni þrátt fyrir allar þessar aldir. „Eigi skal höggva!“ var sagt. Og 15 stiga spurningin í Útsvari gæti verið: Hver sagði þetta við hvern? Var það Snorri, þegar Árni Beiskur mundaði sig til höggs, eða var það Geir, þegar Steingrímur Beiskur bjóst til hins sama? Morgunblaðið/RAX 23.12. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.