Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2012, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2012, Blaðsíða 53
23.12. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53 Í hinu óvenjulega sýn- ingarými Gallerí Skilti að Dugguvogi 3 verður á laug- ardag kl. 17-19 opnuð sýning á „Vörðu“ eftir Guðjón Ketilsson myndlistarmann. Verkið er sett upp á skilti við innganginn í húsið. 2 Vegfarendum í miðborginni sem leggja leið sína um Tryggvagötu býðst að sjá sýningu Söru Björns- dóttur, HA, inn um glugga Listasafns Reykjavíkur frá kl. 17 til 24. Um er að ræða innsetningu þar sem Sara leysir upp hið fasta rými A-salarins með lif- andi myndum af rýminu sjálfu. 4 Jónas Sigurðsson og Óm- ar Guðjónsson koma fram á tónleikum á Hlemmi á laug- ardag kl. 15. Er það liður í tónleikaröðinni „Hangið á Hlemmi“, þar sem gestum miðborgarinnar er skemmt með lifandi tónlist. 5 Plötugrúskarar og poppunn- endur eiga von á góðu á laugardag því þá verður markaður með nýjum ís- lenskum vínylplötum á Kex Hosteli milli kl. 13 og 20. Meðfram mark- aðinum verða tónleikar, meðal ann- ars með Snorra Helgasyni, Moses Hightower, Ghostigital, Þóri Georg, Prins Póló, Pascal Pinon og fleiri. 3 Bubbi Morthens heldur sína árlegu Þorláksmessutónleika í fyrsta skipti í Hörpu og hefjast þeir kl. 22. Því má treysta að kóngurinn taki mörg sín kunnustu lög fyrir aðdáendur, en fyrir marga þá syngur hann inn jólin þetta kvöld. VIÐBURÐIR HELGARINNAR 1 Haukur Tómasson tónskáld samdiFléttu fyrir tvo kóra Hallgríms-kirkju, Mótettukórinn og Schola cantorum, og Kammersveit Reykjavíkur sem skipuð var sextán hljóðfæraleikurum. Hörður Áskelsson stjórnaði flutningnum. Texti verksins er samsettur úr ljóðum íslenskra skálda, lífs og liðinna. Flutningur á verkinu á Listahátíð í Reykjavík í fyrrasumar er nú kominn út á tveimur diskum, hljóm- og mynddiski. „Textinn í verkinu er náttúruljóð íslenskra skálda. Við erum svo heppin að eiga gíf- urlegt magn af skáldskap um íslenska nátt- úru sem ég sótti í,“ segir Haukur um Fléttu. „Við undirbúning verksins las ég mikið af ljóðum og valdi að lokum þrettán mislöng ljóð. Þar af eru sex stutt eftir Sjón sem mynda einskonar rauðan þráð gegnum verk- ið. Hann á einnig eitt lengra ljóð en önnur eru eftir Snorra Hjartarson, Stefán Hörð Grímsson, Hannes Pétursson, Pétur Gunn- arsson og Þorstein frá Hamri.“ Haukur segist hafa byrjað á því að velja ljóðin en hann hafi jafnframt verið með óljósa hugmynd um uppbyggingu tónlistar- innar. „Ég reyndi að raða ljóðunum þannig að þau mynduðu heild og jafnframt eins konar sögu. Þau fara gegnum árstíðirnar, eru um gróandina í upphafi, eyðileggingu og myrkur í miðju og fara loks aftur inn í birtuna.“ Hann segir ólíkt að semja verk sem ann- ars vegar eru sungin og hins vegar verk sem eingöngu eru leikin. „Til dæmis reyndi ég að gæta þess að textinn myndi heyrast og að línurnar væru sæmilega sönghæfar. Síðan eru ýmiskonar hugmyndir í ljóðunum sem óneitanlega lita tónlistina og ég fæ innblástur úr. Það var nóg af hugmyndum að vinna með í ljóðunum; maður getur ekki látið tónlistina taka völdin og fara í sína átt heldur þarf tónlistin alltaf að hverfast um efnið,“ segir Haukur. Verkið var flutt á Listahátíð fyrir einu og hálfu ári, finnst tónskáldinu mikilvægt að fá upptökuna gefna út í kjölfarið? „Já. Upptakan er frá tónleikunum, hljóð og mynd, og ég var afskaplega ánægður með það hvað flutningurinn tókst vel. Það er ekki algengt að tónleikaflutningur sé gefinn svona út en þetta tókst mjög vel og ég er ánægður með að verkið sé komið á svona aðgengilegt form.“ Eins og heyra má standa kórar og tónlist- armenn sig afskaplega vel og Haukur segist strax á fyrstu æfingu hafa fengið á tilfinn- inguna að flutningurinn yrði góður. „Og það gekk eftir,“ segir hann. FLÉTTA EFTIR HAUK TÓMASSON TÓNSKÁLD GEFIN ÚT Tónverk með náttúruljóðum ÚT ER KOMINN Á HLJÓÐ- OG MYNDDISKUM FLUTNINGUR TVEGGJA KÓRA OG HLJÓMSVEITAR Á FLÉTTU HAUKS TÓMASSONAR. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Það var nóg af hugmyndum að vinna með í ljóðunum,“ segir Haukur Tómasson tónskáld. „Ég vildi hafa söguna eins og lesandinn fengi í hendur myndaalbúm fjölskyldu sem hann þekkir ekki, færi að skoða það og tæki smám saman að bera kennsl á og verða forvitinn um persónur sem kæmu aftur og aftur fyrir,“ segir Kristín Marja um Kantötu. Morgunblaðið/Einar Falur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.