Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2012, Blaðsíða 57
23.12. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57
Kristín Eiríksdóttir er í hópi
áhugaverðustu höfunda okkar af
yngri kynslóð. Hvítfeld er fjöl-
skyldusaga þar sem höfundi tekst
hvað eftir annað að koma lesanda
á óvart og afhjúpa þá lygi sem
persónur hafa vafið um sig. Þetta
er fyrsta skáldsaga Kristínar og
ber með sér að höfundurinn býr
yfir umtalsverðum hæfileikum.
Afar forvitnileg skáldsaga.
Forvitnileg
fyrsta skáldsaga
Það er engin
ástæða til annars
en að gera vel við
sig í mat og drykk
um jólin og þá
kemur sér vel að
eiga góða mat-
reiðslubók þar sem
mið er tekið af há-
tíð ljós og friðar.
Jólaréttirnir er
matreiðslubók eftir
Sigga Hall en þar
eru uppskriftir að helstu jólaréttum sem
hafa verið á borðum landsmanna und-
anfarna áratugi. Vitanlega eru svo myndir
með öllum réttunum. Bókin skiptist í fjóra
kafla: Jólahlaðborð og kaldir réttir,
Hátíðarréttir, Súpur og meðlæti og
Sætt á eftir.
Orð, krydd og krásir er bók eftir Sig-
rúnu Óskarsdóttur og Kristínu Þóru
Harðardóttur. Þar er að finna spennandi
rétti af slóðum Biblíunnar. Höfundarnir
sækja hugmyndir úr hinni helgu bók en hrá-
efnið er úr íslenskri náttúru. Þarna er að
finna uppskriftir að kálfakjöti með möndlu-
sósu, chilisúkkulaðiköku, hægelduðu sí-
trónulambalæri og súkkulaðibúðingi með
möndlusósu svo örfáir réttir séu nefndir.
Sannarlega öðruvísi matreiðslubók.
Orð, krydd og krásir.
ÝMISS KONAR
GÓÐGÆTI UM JÓLIN
Jólaréttir Sigga Hall.
Bókin Maxímús
Músíkús eftir Hall-
fríði Ólafsdóttur og
Þórarin M. Bald-
ursson kom nýlega út
í Bandaríkjunum og
forvitnilegt verður að
fylgjast með við-
brögðum þar í landi
en hin tónelska mús Maxímús hefur farið
víða um heim og fengið góðar viðtökur.
Reyndar hafa þegar komið viðbrögð við
útgáfunni í Bandaríkjunum því á Amazon US
er að finna umsögn móður sem sagði Max-
ímús Músíkús hafa bjargað helginni hennar.
Hún er ánægð með hljóðfærafræðsluna,
teikningarnar sem leiða lesandann inn í sög-
una og tónlistina sem fylgir með bókinni á
geisladiski. Hún endar umsögnina með orð-
unum: „Ég elska þessa bók. Hún er frábær til
að kynna tónlistina fyrir börnum.“
MAXÍMÚS MÚSÍKÚS BJARGAR
HELGINNI Í BANDARÍKJUNUM
Nýjasta bókin um Maxímús fjallar um ballettinn.
Hallfríður Ólafsdóttir
Íslendingablokk Péturs Gunn-
arssonar er ákaflega fallega stíl-
uð, eins og búast má við af höf-
undinum. Pétur er snjall
athugandi og lýsir tíðaranda og
samtíma oft á einkar næman
hátt og fyndni hans nýtur sín
ágætlega. Persónur bókarinnar,
sem eiga það sameiginlegt að
búa í sömu blokk, eru þó mis-
eftirminnilegar. Gömlu menn-
irnir bera af og stela senunni
hvað eftir annað. Bókin er
helst til stutt, hefði mátt vera
miklu lengri.
Næmar
lýsingar
á tíðaranda
Skáldsögur
og saga
skáksnillings
ÁHUGAVERÐAR BÆKUR
ÞÓTT ÞAÐ SJÁIST KANNSKI EKKI Á METSÖLU-
LISTUM ÞÁ ERU ÞETTA SKÁLDSAGNAJÓL.
FLESTIR AF OKKAR REYNDUSTU SKÁLDSAGNA-
HÖFUNDUM SENDA FRÁ SÉR VERK OG YNGRI
HÖFUNDAR BLANDA SÉR Í SLAGINN OG MEGA
EKKI GLEYMAST. ÆVISAGA BOBBYS FISCHERS
HLÝTUR SVO AÐ KALLA Á ATHYGLI.
Bragi Ólafsson er svo frumlegur og sér-
stakur höfundur að hann getur aldrei
orðið allra. Hann sýnir allar sínar bestu
hliðar í Fjarverunni sem fjallar um próf-
arkalesarann Ármann og atburði í lífi hans
og þar kemur Geirfinnsmálið meðal ann-
ars við sögu. Hér er nóg um neyðarlegar
uppákomur, vandræðagang og erjur, en
fáir lýsa slíku betur en Bragi. Auk þess býr
verkið yfir lúmskum húmor. Þessi bók
stækkar kannski ekki lesendahóp Braga
en ætti að gleðja aðdáendur hans.
Vandræðagangur
og lúmskur húmor
Endatafl, ævisaga Bobbys Fischers eftir Frank Brady, ætti að vekja
áhuga hér á landi enda tengdist skákmaðurinn Íslandi sterkum
böndum. Þetta er saga snillingsins sem var á mörkum vitfirringar
og höfundi tekst vel að sýna þverstæður í karakter hans. Afar
læsileg, grípandi og eftirminnileg ævisaga um merkilegan ein-
stakling. Bókin fékk mjög góða dóma erlendis. Bók sem allir
skákáhugamenn hljóta að óska sér í jólagjöf.
Grípandi ævisaga
um erfiðan snilling
* Sjúgið hunang af hverju strái ensnertið aldrei sorann af botninum.Bríet Bjarnhéðinsdóttir BÓKSALA 9.-15. DESEMBER
Allar bækur
Listinn er byggður á upplýsingum frá Rannsóknasetri verslunarinnar
1 Gísli á UppsölumIngibjörg Reynisdóttir
2 ReykjavíkurnæturArnaldur Indriðason
3 HáriðTheodóra Mjöll
4 KuldiYrsa Sigurðardóttir
5 ÓsjálfráttAuður Jónsdóttir
6 UndantekninginAuður Ava Ólafsdóttir
7 ÚtkallÓttar Sveinsson
8 Aukaspyrna á AkureyriGunnar Helgason
9 HúsiðStefán Máni
10 MegasMagnús Þór Jónsson
Uppsafnað frá áramótum
1 ReykjavíkurnæturArnaldur Indriðason
2 Grillréttir HagkaupsHrefna Rósa Sætran
3 Gísli á UppsölumIngibjörg Reynisdóttir
4 Heilsuréttir fjölskyldunnarBerglind Sigmarsdóttir
5 Iceland Small WorldSigurgeir Sigurjónsson
6 HáriðTheodóra Mjöll
7 Fimmtíu gráir skuggarE.l. Jones
8 KuldiYrsa Sigurðardóttir
9 Heilsuréttir HagkaupsSólveig Eiríksdóttir
10 Eldar kviknaSuzanne Collins
MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR
Hvar er allt fólkið, sagði bóndi,
hjákonan var ekki á pallinum.