Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2012, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2012, Blaðsíða 28
*Matur og drykkir Margar leiðir eru færar þegar blanda á jólablönduna þar sem uppistaðan er malt og appelsín »32 R óbert Häsler, yfirmatreiðslumaður og einn þriggja eigenda Striksins á Akureyri, er alinn upp við að borða rjúpur á aðfangadagskvöld. Eiginkona hans var jafnheppin svo ekki er vandi að ákveða hvað er í matinn hjá þeim! „Ef engar rjúpur væru þá myndi ég vera með hrein- dýr,“ segir Akureyringurinn, sem veiðir alla sína villi- bráð sjálfur, og gefur lesendum hér girnilega upp- skrift. Róbert lærði sitt fag á Hótel Sögu og vann einnig á 1919 hóteli þar til hann stofnaði Strikið ásamt fleirum. Í dag, laugardag, eru einmitt liðin sjö ár síðan staðurinn var opnaður. Í tilefni dagsins verður boðið upp á súpu og salathlaðborð með afmælisköku á 777 krónur á milli kl. 12 og 17. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Robert Häsler, yfirmatreiðslumaður á Strikinu á Akureyri og einn eigenda staðarins. YFIRMATREIÐSLUMAÐUR STRIKSINS Á AKUREYRI Villt er gott MARGIR LEGGJA SÉR HREINDÝR TIL MUNNS Á JÓLUM. RÓBERT HÄSLER ER REYNDAR EKKI EINN ÞEIRRA, EN GEFUR HÉR GÓMSÆTA UPPSKRIFT. 1 kg hreindýrafillé 20 g ferskt rósmarín 20 g ferskt garðablóðberg 200 g portobellosveppir 400 g íslenskir kjörsveppir 6 stk. bökunarkartöflur 100 g rifinn parmesanostur 1 haus brokkólí ½ haus blómkál 250 g gulrætur 200 g ferskur aspas 500 g smjör Sykur Salt og pipar Uppskrift ætluð fimm manns. Kjötið er brúnað upp úr ís- lensku smjöri, ásamt fersku garða- blóðbergi og rósmaríni. Einungis kryddað með salti og pipar. Kjötið er sett í ofn á 180 gráður í u.þ.b. 20 mín., einnig er gott að nota kjarnhitamæli og þá er steikin tekin út úr ofni þegar hún er búin að ná kjarnhitanum 50C° og látin standa á eldhúsbekknum með viskustykki yfir þangað til kjarnhiti nær 58C° (rautt). Hvíldin tekur 10-15 mín. Portobellosveppir og kjör- sveppir eru skornir mjög þunnt og steiktir á pönnu upp úr smjöri og kryddaðir með salti og pipar. At- hugið að sveppir rýrna mikið í steikingu. Kartöflurnar eru skorn- ar þunnt eins og lasagnaplötur. Þessu er síðan raðað í eldfast mót og byrjað er á kartöflum og síðan sveppum og rifinn parmesanostur er alltaf settur ofan á sveppina. Þetta er síðan endurtekið, kart- öflur-sveppir-parmesan-kartöflur- sveppir-parmesan eða þangað til formið er orðið fullt. Kartöflur eiga að vera efsta lagið á kökunni. Brokkólí, gulrætur, blómkál og aspas er skorið niður í litla bita og steikt upp úr smjöri og kryddað með salti og pipar. Búin er til syk- urbráð, einungis úr sykri og vatni, sykurinn er bræddur í karamellu (passa að brenna ekki) og sett er vatn til að þynna hana, þetta síðan sigtað og smá karamella sett út á grænmetið. Klettasalat er skolað og dressað með ólívuolíu og balsamico. Hlut- föll u.þ.b. 90% olía og 10% balsam- ico. RAUÐVÍNSSÓSA 30 gr villisveppir 1 grein rósmarín 2 greinar timjan 1 laukur 3 hvítlauksgeirar 1 dl púrtvín 200 ml rjómi 200 ml vatn 1 dl íslensk aðalbláber Grænmetið allt skorið niður og steikt rólega í potti, vínið sett útí og látið malla í 10 mín. Rjóma og vatni bætt í, bragðbætt með salti og pipar, þykkt eftir hentugleika. Bláberin eru síðan sett út í 5 mín- útum áður en maturinn er tilbúinn. Heilsteikt hreindýrafillé
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.