Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2012, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2012, Blaðsíða 40
Þ að var tískudrottningin Coco Chanel sem á þriðja áratugnum kynnti fyrst „litla svarta kjólinn“, eða „the little black dress“ („lbd“) eins og hann kallast upp á enskuna, til sögunnar sem tískuflík á síðum bandaríska Vogue. Var þar um að ræða nettan, vel sniðinn, svartan kjól, oftar en ekki í styttri kant- inum, sem hægt var að nota bæði í leik og starfi. Lagði hún þar með línurnar fyrir klassískt „trend“, sem seint eða aldrei fellur úr gildi. Kostir litla svarta kjólsins eru óum- deildir. Hann er allt í senn; tímalaus, praktísk og falleg flík, sem á alltaf við (nema kannski á fjöllum!). Hægt er að fá hann í ýmsum tilbrigðum, m.a. klassískan með V-hálsmáli, með ermum eður ei, blúndum í bland eða peplum-sniði með smá pils-vængjum á mjöðmunum, svo fátt eitt sé nefnt. Frægasta sniðið kemur án vafa úr smiðju Huberts de Givenchys, sem Audrey Hepburn klæddist svo eftirminnilega í kvikmyndinni Breakfast at Tiffany’s. Einfalt mál er að klæða þennan klassíska kjól bæði upp og niður, t.d. við fallegt skart, skó eða feld, sandala, jakka eða annað. Á meðal þekktra aðdáenda má nefna stjörnurnar Angelinu Jolie, Scarlett Johans- sen, Victoriu Beckham og Ditu Von Teese, sem allar láta reglulega sjá sig í þessari klassík, hvort heldur sem er á rauða dregl- inum eða annars staðar. Einn slíkur ætti í öllu falli að vera stað- albúnaður í fataskáp hverrar konu, enda betri kaup í fáum flíkum. Svo ef einhver er í vandræðum með eigin jólakjól í ár, eða gjöfina fyrir konuna, er ekki úr vegi að skella sér í betri búðir bæjarins. Þar er töluvert úrval af „þeim litla svarta“ að finna og í nokkrum útgáfum. Jólakötturinn er líka eflaust alveg nógu vel haldinn hjá Grýlu!! Audrey Hepburn í Breakfast at Tiffany’s. LITLI SVARTI KJÓLLINN Tímalaus klassíkFallegur svart-ur silkikjóll fráEllu. Verð:70.000 kr. MARGIR FÁ ÞÁ EITTHVAÐ FALLEGT FATAKYNS FYRIR EÐA YFIR JÓLAHÁTÍÐINA. LITLI SVARTI KJÓLLINN ER FYRIRTAKS JÓLAGALLI OG -GJÖF, ENDA TÍMALAUS KLASSÍK. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is Klassískur kjóll frá Zöru. Verð 11.995 kr. Sophia Loren glæsileg á sjötta ára- tugnum. Coco Chanel Úr vor-/sumarlínu Victoriu Beckham fyrir 2013 40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.12. 2012 Föt og fylgihlutir HÁLSPRÝÐI HERRAMANNA Eflaust huga margir að hálstaustískunni fyrir þessi jólin eins og svo mörgu öðru. Samkvæmt heimildamönnum Morg- unblaðsins gætir ýmissa grasa í þessum efnum nú um stundir. Þykk ullarbindi, bæði íslensk hönnun eins og frá Kormáki og Skildi eða hinu sænska Portia, hafa t.a.m. notið töluverðra vinsælda. Prjónuð, einlit eða þver- röndótt silkibindi hafa einnig verið að ryðja sér til rúms en þau fást m.a. í Herragarðinum. Lífga þau óneitanlega upp á jakkaföt. Þá sjást öll mynstur, ekki síst hið skáröndótta, jafnt í klassískum silkibindum sem og úr ull. Í slifsadeildinni ber ullarþverslaufan höfuð og herðar yfir annað. Virðist almennt andi Ivy League- og Oxbridge-háskólanema fyrri tíma, í bland við herratískuna sem birtist í Mad Men-sjónvarpsþáttunum, svífa yfir vötnum – á sama tíma og fjölbreytnin ræður ríkjum. Fjölbreytt hálstau
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.