Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2012, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2012, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.12. 2012 Um miðjan mánuðinn sat ég alþjóðlega ráð-stefnu í Berlín þar sem fjallað var umstríðsglæpi og hvernig á þeim skal tekið í samfélagi þjóðanna. Umræður á ráðstefnunni hafa verið mér ofarlega í huga síðan og langar mig til að deila þönkum með lesendum. Í kjölfar heimsstyrj- aldarinnar síðari voru væntingar um betri heim. Til sögunnar komu Sameinuðu þjóðirnar, skipulegur vettvangur til að taka á málum sem heiminn varða – umhverfið, mannréttindin, stríð og frið. Stofnanir voru settar á laggirnar í þessu skyni og sáttmálar undirritaðir. Einn þeirra sneri að stríðsglæpum og þjóðarmorði. Kveikjan að þessum merka sáttmála voru stríðsglæpir þýsku nasistanna og stríðs- glæpadómstóllinn sem kenndur er við Nürnberg í Þýskalandi þar sem réttað var yfir nokkrum þeirra á árunum 1945-1946. Þessi sáttmáli leit dagsins ljós í árslok árið 1948 og var undirritaður 1951. En síðan ekki söguna meir. Í nær hálfa öld var stríðsglæpasáttmálanum lítið sem ekkert beitt og þær skuldbindingar sem þar er að finna því nánast orðin tóm. Ekki skorti þó tilefnin. Í heimsstyrjöldinni síðari höfðu fleiri framið alvarlega stríðsglæpi en Þjóð- verjar. Má þar nefna kjarnorkuárásir Bandaríkja- manna á japönsku borgirnar Hiroshima og Naga- saki og mannskæðar loftárásir á Dresden og fleiri borgir í Þýskalandi. Þessi voðaverk og fleiri hefðu átt erindi fyrir stríðsglæpadómstól á þeim tíma. En ekk- ert slíkt gerðist. Og ekki heldur á þeim áratugum sem fóru í hönd. Ástæðan var Kalda stríðið. Valda- blokkir stóðu andspænis hvor annarri, gráar fyrir járnum, annars vegar Vesturveldin með Bandaríkin í broddi fylkingar og hins vegar sú blokk sem var kennd við austrið og laut Sovétríkjunum. Heimurinn var að sönnu margskiptari og flóknari, en á þessu tímaskeiði var það aðeins „austur og vestur“ sem máli skipti á taflborði valdastjórnmála í heiminum. Og við það taflborð var ískalt. Svo kalt að allt fraus, þar á meðal draumarnir og vonirnar sem heims- byggðin hafði bundið við nýjar stofnanir og sáttmála sem tryggja áttu mannréttindi og frið. Í „hreinsunum“ Stalíns í Sovétríkjunum og þving- uðum þjóðflutningum í valdatíð hans var beitt skefja- lausri grimmd og ofbeldi og voru fórnarlömbin talin í milljónum. Í Víetnam var háð grimmúðugt stríð þar sem Bandaríkjamenn beittu fullkomnustu tækni sem völ var á til að myrða fólk á kvalafullan hátt; í Kambódíu frömdu svokallaðir Rauðir khmerar fjöldamorð, af stærðargráðu og grimmd sem á hlið- stæðu í illvirkjum nasista. En samt hélt stjórn þeirra sæti sínu hjá Sameinuðu þjóðunum, í krafti fullveld- issjónarmiða, jafnvel eftir að Víetnamar höfðu steypt henni af stóli. Á Austur-Tímor murkaði Indónesíu- stjórn lífið úr þriðjungi íbúanna. Í áratugi var ekkert aðhafst af hálfu Sameinuðu þjóðanna, enda allt þar á forsendum stórveldanna sem héldu samtökunum í gíslingu í krafti neitunarvalds. Svo er vissulega enn. En nú loksins má sjá þess merki að Kalda stríðinu sé lokið. Í aldarlok voru sett- ir á laggirnar tveir stríðsglæpadómstólar, annars vegar vegna glæpa í löndum fyrrum Júgóslavíu og hins vegar Rúanda. Og fleiri hafa nú siglt í kjölfarið, svo sem Kambódía og Síerra Leóne. Árið 2002 var alþjóðlegi sakadómstóllinn settur á laggirnar á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna. Stórveldin þráast að vísu við og segjast ekki ætla að hlíta honum – vilja enn hafa sína stríðsglæpi út af fyrir sig! Umræða sem nú á sér stað á alþjóðlegum vett- vangi vekur von um breytingar. Ég er sannfærður um að senn munu linast þau heljartök sem stórveldin hafa á alþjóðasamfélaginu. Það er að þiðna í frysti Kalda stríðsins. Úr frysti kalda stríðsins ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Ögmundur Jónasson ogmundur@althingi.is Heimsendir Heimsendir var mönnum ofarlega í huga á fésbókinni: Óttar Norðfjörð sagði: „Það er enginn heimsendir í dag. Þvert á móti, heimurinn verður betri með hverjum deginum.“ Árni Vilhjálmsson sagði: „Heimsk-endir. Þið eruð öll heimsk! Endir.“ Snorri G. Bergsson: „Jæja, ég fékk jólapakkana ekki heimsenda, held- ur voru þeir áframsendir í vinnuna :) Því er ekki heimsendir, held- ur áframsendir.“ Lögreglan á höfuðborg- arsvæðinu lagði orð í belg í málinu: „Af dag- bók lögreglunnar er það að frétta að í nótt voru fáein mál í höndum lögreglumanna; fíkniefnatengt og tilraun til innbrots. Ekkert bólar á heimsendi, eins og spáð var, en við látum vita ef við fréttum eitthvað.“ Fjármálin Andrés Magn- ússon blaða- maður var ánægður með grein í Morg- unblaðinu eftir Arnar Sig- urðsson: „Til að setja hlutina í samhengi má nefna að gámur af sykri sem nú kostar 9 m. kr. mun hækka í 22 m. frá og með mars á næsta ári. Inn- flytjendur á sykri hugsa sér að sjálfsögðu gott til glóðarinnar og hafa pantað margra ára birgð- ir enda fyr- irhuguð tolla- hækkun ígildi yfir 200% rík- istryggðrar ávöxtunar! Eðli málsins samkvæmt mun ríkissjóður ekki fá krónu úr syk- urskatti ætluðum til smásölu næstu árin en almenningur mun hinsvegar verða fyrir tugmilljarða búsifjum með hækkun vöruverðs auk þess sem hver 0,1% hækkun vísitölu neysluverðs hækkar verð- tryggðar skuldir landsmanna um 25 milljarða!“ AF NETINU um gott heimilishald, nýtni og aðhaldssemi úr smiðju tímaritisins okkar Húsfreyjunnar, sem og frá Leiðbeiningastöð heimilanna sem Kven- félagasambandið rekur. Mér finnst það t.d. áhyggjuefni hvað fólk hendir miklum mat. Það er mjög auðvelt að búa til fína rétti úr marg- víslegum matarafgönum sem hafa ekki alveg klárast. Margar tegundir afganga af kjöti eða grænmeti má t.d. nota í súpu, sem kalla mætti því spennandi nafni naglasúpu.“ Sigurveig S. Bergsteinsdóttir, formaður Kvennasambands Eyjafjarðar, lýsir einnig yfir mikilli ánægju með bókina í samtali við Morg- unblaðið og telur að hún muni nýtast vel fólki á öllum aldri. Hún segir kvenfélagskonur á Eyja- fjarðarsvæðinu hafa verið mjög duglegar við sölu á bókinni. „Nokkur kvenfélög á svæðinu pöntuðu stórt upplag. Ég get ímyndað mér að hjá mörgum kvenfélagskonum verði bókin jóla- gjöfin í ár til barna og barnabarna,“ segir Sig- urveig. Bókin á örugglega eftir að nýtast vel, sér-staklega ungu fólki sem er að hefja heim-ilishald og fyrir kvenfélögin er hún líka kærkomin fjáröflun til styktar mikilvægu sam- félagsstarfi,“ segir Una María Óskarsdóttir, for- seti Kvenfélagasambands Íslands (KÍ), um Þú ert snillingur, bók sem vefsíðan matarkarfan.is gaf nýverið út í samvinnu við Kvenfélaga- sambandið og Leiðbeiningastöð heimilanna. Una María Óskarsdóttir segir kvenfélags- konur mjög ánægðar með það framtak forsvars- manna vefsíðunnar að leita til KÍ og Leiðbein- ingastöðvar heimilanna um útgáfuna. „Matarkarfan gefur bókina út og ber alla ábyrgð á henni, en kvenfélögin um allt land fengu bókina í forsölu og gátu notað hana til fjáröflunar fyrir sitt mikilvæga starf. Mér finnst bókin mjög áhugaverð, hún er skemmtilega sett upp, það er auðvelt að fletta upp í henni og finna margskonar sparnaðarráð. Bókin byggist á birtum og óbirtum gömlum og góðum ráðum Jólagjöf kvenfélagskvenna? Una María Óskarsdóttir, forseti Kvenfélaga- sambands Íslands, er yfir sig hrifin af bókinni. Morgunblaðið/Kristinn 44 ára gömul kona, Samantha Kidd, þarf að koma fyrir dóm í Bretlandi í næsta mánuði grunuð um að hafa gengið sex sinnum í skrokk á spúsa sínum, Eddie Kidd, á fjögurra mán- aða tímabili á þessu ári. Það sætir tíðindum í þessu sambandi að Eddie Kidd er lamaður eftir mótorhjólaslys fyrir sextán árum, þar sem hann hlaut jafnframt heilaskaða. Hann lauk þó Lundúnamaraþoninu á fimmtíu dögum í fyrra. Samönthu hefur verið skipað að halda sig fjarri Eddie uns dómur liggur fyrir. Lamdi lamaðan mann Eddie Kidd á ekki sjö dagana sæla. AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.