Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2012, Blaðsíða 12
Úttekt 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.12. 2012 H itið kakóið, klæðið ykkur í peys- urnar, setjið á ykkur hugs- unarhatt, gefið hlátrinum lausan tauminn, nú eða keppnisskapinu. Það er komin spilastund. Fyrir mörgum eru jólin ekki annað en tækifæri til þess að sýna yfirburði sína í litlum leik sem miklu skiptir. Víða koma saman hópar sem ekki hafa sést lengi og spila. Sífellt verður fjölbreyttara úrval borð- spila og ef fólk hefur á annað borð eitthvað gaman af því að leika sér í spilum, þá ætti það að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi. Þrjú ný borðspil sem byggjast alfarið á ís- lensku hugviti komu út fyrir jólin, en það eru Orðabelgur, Rally og Skrípó. Mörg til viðbótar komu út ný fyrir þessi jól einnig, þýdd eða staðfærð. Orðabelgur er spil sem reynir á orðaforða og máltilfinningu, Rally snýst um að vera fyrstur í mark en í Skrípó leitast keppendur við því að búa til besta brandarann við teikn- aða mynd eftir þau Halldór Baldursson, Hugleik Dagsson, Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur og Sigmúnd. Álitsgjafar Sunnudagsblaðsins voru fengn- ir til að prófa spilin og segja svo frá upplifun sinni af þeim. Óhætt er að segja að þau séu ólík og miðuð að mismunandi markhópum. Mundu að spilaglaumur gleður hjarta og ekki kvarta, þó endir þú með Pétur svarta. ÞRJÚ NÝ ÍSLENSK BORÐSPIL KOMU ÚT FYRIR JÓLIN Jólaspilun kætir JÓLIN ERU Í HUGA MARGRA SPILATÍMI. SUMIR SPILA ÁVALLT SÖMU SPILIN EN BORÐSPILIN VERÐA SÍFELLT FJÖLBREYTTARI OG SKEMMTILEGRI. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Borðspilið Orðabelgur er bráðvel heppnað spil sem reynir á íslensku- kunnáttu þeirra sem spila. Allir eldri en átta ára geta verið með og spilið felur í sér margvíslegar þrautir og áskoranir sem tengjast orðum og orða- samböndum, en í grunninn er Orðabelgur einfalt spil og því tekur enga stund að læra gang þess. Markmið leiksins er að fylla orðabelgsspjald, sem hver og einn kepp- andi fær, með miðum til marks um að þeir hafi leyst samsvarandi þrautir. Leik lýkur þegar keppandi hefur fyllt orðabelginn og svarað að endingu rétt einni lokaspurningu úr málsháttablöðungi sem fylgir með. Lærdómsvinkillinn er ótvíræður því íslensk tunga lifnar heldur betur við og fær þátttakendur á öllum aldri til að brjóta heilann, rifja upp og draga ályktanir varðandi ýmsar þrautir sem upp koma. Samheiti, merking orðasambanda og réttar myndir málshátta eru aðeins fáein dæmi um viðfangsefnin sem þarf að fást við. Þá er vel til fundið að bjóða upp á mismunandi flóknar þrautir til að koma til móts við þátttakendur af yngri kynslóðinni. Það má því mæla með Orðabelg, ekki síst fyrir þá sem hafa gaman af því að leika sér með íslenskuna og vilja tilbreytingu frá hinu sígilda Fimbulfambi. ORÐABELGUR Jón Agnar Ólason Spilið Rally snýst um að keyra þvers og kruss um Ísland á rallíbílum með nöfn eins og Liljan og Svobbi. Spjöld eru dregin með hinum og þessum bæjarnöfnum. Fyrir að komast á milli bæja fá leikmenn stig sem fleytir þeim nær markinu á sértilgerðri rallístikunni og punkta sem er hægt að nota til að kaupa uppfærslur. Dæmi um slíkt eru jeppadekk sem veita þér aðgang að hálendinu. Það sniðuga við þetta spil er að ekki eru allir bílarnir jafngóðir – sumir komast bara áfram þrjá reiti í einu en aðrir sex, en fá á móti fleiri punkta. Bílar eru valdir af handahófi. Spilunin krefst ekki mikillar kænsku. Velgengni í þessu spili snýst að miklu leyti til um heppni. Spilið er ágætis skemmtun, en er ekki mjög krefjandi og mögulegar uppfærslur klárast fljótt svo punktarnir missa tilgang sinn um leið og uppfærslurnar eru uppurnar. Næsta öruggt má telja að spilið þykir skemmtilegt fyrir yngri hluta fjölskyldunnar og fyrir þann hóp er Rally vel heppnað. Fyrir hina sem eldri eru má alveg komast hjá því að láta sér leiðast með börnunum. RALLY Sólveig Rós Másdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.