Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2012, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2012, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.12. 2012 Heilsa og hreyfing S jö glímumenn fóru á Ólympíuleikana í London 1908 á vegum Ungmennafélags Íslands. Þar sýndu þeir glímu tvívegis á aðalleikvanginum og forsprakki þeirra, Jóhannes Jósefsson, keppti í grísk-rómversk- um fangbrögðum. Þátttakan í leikunum í London vakti mikla athygli meðal landsmanna og íslenskir íþróttamenn litu bjartsýnir fram til næstu leika. Á þeim skyldu Íslendingar mæta, í það minnsta til að halda sýningu á glímunni. Í Lond- on varð Íslendingum ljóst að ættu þeir að gera sér vonir um sjálfstæða þátttöku í leikunum yrðu þeir að hafa samband við Alþjóðaólympíunefndina, jafnvel að stofna íslenska ólymp- íunefnd. Af því varð ekki og bið varð á því að eitthvað yrði gert til að undirbúa þátttöku í leikunum. Möguleikar á þátttöku í Ólympíuleikunum í Stokkhólmi kannaðir Guðmundur H. Sigurjónsson var einn Íslendinganna sem sýndu glímuna í London. Á Sambandsþingi Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) í júnímánuði 1911 flutti hann tillögu um að ungmennafélögin stæðu að stofnun íþróttasambands. Sú hug- mynd hafði verið rædd á jórðungsþingi Sunnlendingafjórð- ungs UMFÍ í lok maí og fimm manna milliþinganefnd falið að skoða málið. Ásamt Guðmundi skipuðu kunnir íþrótta- menn nefndina. Tillaga Guðmundar á sambandsþinginu var felld því margir óttuðust að slíkt samband gæti orðið keppi- nautur UMFÍ. Ekki er ólíklegt að tillagan hafi tengst Ól- ympíuleikunum í Stokkhólmi árið eftir. Guðmundur og fé- lagar hans í Ungmennafélagi Reykjavíkur höfðu áhuga á íslenskri þátttöku í leikunum. Í septembermánuði skrifaði hann í nafni félagsins bréf til Bjarna Jónssonar frá Vogi og bað hann að kanna möguleika á þátttöku Íslendinga í leik- unum, þ.e. hvort Íslendingar ættu kost á sjálfstæðri þátttöku í leikunum og sýningum á glímunni á leikunum sjálfum. Bjarni var viðskiptaráðunautur landsins, mikill áhugamaður um íþróttir og þekkti vel til á Norðurlöndum. Hann var um þær mundir staddur í Osló. Bjarni kom erindi Guðmundar strax á framfæri við Ís- landsvininn Ragnar Lundborg í Karlskrona sem beindi því til skipulagsnefndar leikanna í Stokkhólmi. Sú nefnd vísaði er- indinu til sænsku ólympíunefndarinnar og lét um leið dönsku ólympíunefndina vita af því. Danska nefndin brást snarlega við og lét skipulagsnefndina vita að Íslendingar væru danskir þegnar og því heyrði hugsanleg þátttaka þeirra í leikunum undir dönsku nefndina. Sigurjón spyrst einnig fyrir Um svipað leyti sendi Sigurjón Pétursson einnig erindi til sænsku ólympíunefndarinnar og fór þess á leit að íslensk íþróttafélög fengju að senda menn á leikana. Hann fékk þau svör að þar sem Ísland væri ekki sjálfstætt ríki og hefði eng- an lögskipaðan fána yrðu Íslendingar að leita til dönsku ól- ympíunefndarinnar og hún að flytja mál þeirra. Í byrjun nóvember skrifaði Sigurjón stutta grein sem birtist í Ísafold og Vísi. Í henni spyr hann íþróttamenn og íþróttavini hvort Íslendingar geti tekið þátt í leikunum í Stokkhólmi, hverja og hve marga væri hægt að senda og í hvaða íþróttum þeir geti keppt? Síðan segir hann: „Hvernig sem allt fer megum við til að senda menn til að sýna íslensku glímuna og það mega ekki vera færri en sex menn af öllu landinu, og það væri mest gaman, ef þeir gætu gert eitthvað fleira.“ Hann fullyrðir að Íslendingar muni, ef til kemur, geta fengið að koma fram sem sérstök þjóð við leikana og brýnir landa sína með því að þátttaka Íslendinga í leikunum sé mál sem komi öllum landsmönnum við og öllum félögum sem vilji vinna að heill og heiðri þjóðarinnar beri að taka það að sér. Sigurjón minnist ekki á nauðsyn þess að stofna íþróttasamband sem gæti staðið að þátttökunni. Í lok ársins lá fyrir að hvorki skipulagsnefnd leikanna né sænska ólympíunefndin vildu ganga gegn vilja dönsku ól- ympíunefndarinnar. Afstaða Dana var hins vegar skýr. Danska ólympíunefndin leit svo á að Ísland væri að ríkisrétti hluti af konungsríkinu Danmörk. Þar af leiðandi heyrðu ís- lenskir íþróttamenn undir danska ríkið og því væri loku fyrir það skotið að þeir gætu tekið þátt í leikunum sem sjálfstæð þjóð. Nefndin vænti þess að þeir Íslendingar, sem hygðust taka þátt í leikunum, færu eftir skipulagsskrá leikanna og létu nefndina um að tilkynna þátttöku þeirra rétt eins og hún myndi sjá um að tilkynna þátttöku annarra danskra þegna. Bréf Sigurjóns til dönsku ólympíunefndarinnar Þessi afstaða dönsku ólympíunefndarinnar kom fram í bréf- um sem áðurnefndur Bjarni Jónsson frá Vogi fékk frá sænsku skipulagsnefndinni í lok ársins. Trúlega hafa Sig- urjón Pétursson og félagar hans í Reykjavík fregnað af þess- um bréfum og séð í hendi sér að semja yrði við dönsku ól- ympíunefndina. Sigurjóni var það kappsmál að tryggja þátttöku Íslendinga í leikunum og sjálfur ætlaði hann að keppa í grísk-rómverskum fangbrögðum á leikunum. Hann stefndi að því að dvelja í Danmörku um veturinn við æfingar. Hinn 5. janúar 1912 skrifar hann dönsku ólympíunefndinni bréf. Í því leitar hann eftir samningum við nefndina. Hann segir að nokkrir íslenskir íþróttamenn hafi áhuga á því að taka þátt í leikunum í Stokkhólmi. Þeir hafi fregnað að Ís- lendingar uppfylli ekki þau skilyrði leikanna að þeir geti komið fram á þeim sem sjálfstæð þjóð sem óskir þeirra standi þó til. Því næst spyr Sigurjón hvort nefndin samþykki að taka á móti tilkynningu um þátttöku sex íslenskra íþrótta- manna í leikunum. Hann segir að Íslendingar hafi hugsað sér þátttökuna þannig að þeir kæmu fram sem sérstök sveit (særskilt islandsk hold) með Dönum en undir hinu löglega merki Íslendinga (hvítur fálki á bláum feldi). Einnig segir hann Íslendinga stefna að því að sýna glímu og ef til vill keppa í henni, jafnframt að einhverjir úr hópi þeirra keppi í öðrum íþróttagreinum, t.d. fangbrögðum, hlaupi og sundi. Undir bréfið ritar hann nafn sitt og titlar sig formann Íþróttasambands Íslands (Formand for Islands Idræts- forbund). Eins og á leikunum í London 1908 var það mikið hitamál meðal landsmanna með hvaða hætti Íslendingar kæmu fram í Stokkhólmi. Krafan var að Íslendingar kæmu þar fram sem sjálfstæð þjóð og á þann hátt að eftir því væri tekið. Forðast skyldi með öllu að lúta danskri forustu. Samningar við dönsku ólympíunefndina voru því í meira lagi eldfimir. Það skal látið liggja á milli hluta hvers vegna Sigurjón leyfði sér að skrifa undir bréfið sem formaður Íþrótta- sambands Íslands, sambands sem ekki hafði verið stofnað. Líklega hefur hann talið það vísast til að tryggja að danska nefndin myndi svara bréfinu og taka upp viðræður við hann um þátttöku Íslendinga í leikunum. Bréf Sigurjóns til stjórnvalda Nokkrum dögum síðar, hinn 10. janúar, ritaði Sigurjón ís- lenska stjórnarráðinu bréf í nafni íslenskra íþróttamanna og skýrði frá því að íslenskir íþróttamenn hefðu í hyggju að taka þátt í leikunum á sumri komanda og koma þar fram undir „skjaldarmerki voru“ og „við hlið hinna dönsku íþrótta- manna“. Hann bendir á að Íslendinga vanti „ýmis réttindi til þess að fá leyfi til sérstakrar þátttöku samkvæmt lögum Ól- ympíuleikjanna, verðum vér því að snúa oss til hinnar dönsku nefndar með umsókn þar að lútandi“. Síðar í bréfinu segir Sigurjón reyndar að þeir félagar hafi fengið tryggingu fyrir því að „vér fáum leyfi til þess að koma fram á Ólympíu- leikunum svo sem áður er um getið“. Í lok bréfsins fór Sig- urjón fram á að stjórnarráðið veitti styrk að upphæð 3.000 krónur til fararinnar. Með bréfinu fylgdi afrit af bréfinu til dönsku ólympíunefndarinnar frá 5. janúar. Sigurjón og fé- lagar ætluðu sem sé að standa fyrir þátttöku í leikunum og stjórnarráðið átti að veita þeim fé til að kosta förina. Í bréf- inu er ekki einu orði tæpt á því að til standi að stofna Íþróttasamband Íslands. Einungis er í bréfinu talað um að skipa skuli sérstaka nefnd til að velja þá íþróttamenn sem sendir yrðu utan. Boðað til stofnfundar í skyndi Sigurjón hafði kynnt sig sem formaður Íþróttasambands Ís- lands í bréfinu til dönsku ólympíunefndarinnar og jafnframt lýst því yfir að sambandið vildi semja við nefndina um þátt- töku í leikunum í Stokkhólmi. Það lá því beinast við að drífa í því að stofna sambandið og láta samninga við Dani í hendur þess. Um stofnun slíkra heildarsamtaka fyrir íþróttirnar í landinu hafði verið rætt fyrr. Sigurjón lét hendur standa fram úr ermum og fékk m.a. Guðmund Björnson landlækni og Axel V. Túliníus, fyrrverandi sýslumann, til liðs við sig. Með þeim boðaði hann til fundar í Bárubúð í Reykjavík hinn 18. janúar í þeim tilgangi að stofna íþróttasamband fyrir allt landið. Fundurinn var bersýnilega boðaður í skyndi. Ekkert blaðanna í Reykjavík sagði frá því að til stæði að halda hann og stofna sambandið. Eingöngu stjórnir allra íþróttafélag- anna í Reykjavík, níu að tölu, fengu boð um að senda fulltrúa á fundinn (fulltrúarnir voru um 30). Aðeins fulltrúar frá einu þessara félaga höfðu umboð til þess að samþykkja stofnun hins fyrirhugaða sambands. Svo virðist sem ekkert samráð hafi verið haft við stjórn UMFÍ eða íþróttasamtök utan Reykjavíkur. Yfir 160 íþrótta- og ungmennafélög voru um þetta leyti starfandi á landinu. Hugmyndin um stofnun íþróttasambands var vel tekið á fundinum en kom þó „nokk- uð flatt upp á suma“ eins og segir í fundargerð fundarins. Á því gaf Guðmundur Björnsson þá skýringu að menn hefðu eigi gert sér nógu ljóst hverja þýðingu slíkt samband myndi Fyrstu kynni Íslendinga af Ólympíuleikum ÍÞRÓTTASAMBAND ÍSLANDS VAR STOFNAÐ HINN 28. JANÚAR 1912. HELSTI HVATINN AÐ STOFNUN ÞESS VAR ÁHUGI ÍÞRÓTTAMANNA Í REYKJAVÍK Á ÞÁTTTÖKU Í ÓLYMPÍULEIKUNUM Í STOKKHÓLMI SUMARIÐ EFTIR. ÞAÐ VAR SIGURJÓN PÉTURSSON GLÍMUKAPPI, SÍÐAR KENNDUR VIÐ ÁLAFOSS, SEM GEKKST FYRIR STOFNUNINNI. STUTTU ÁÐUR HAFÐI HANN SKRIFAÐ BRÉF TIL DÖNSKU ÓLYMPÍUNEFNDARINNAR UM ÞÁTTTÖKU ÍSLENDINGA Í LEIKUNUM OG TITLAÐ SIG FORMANN ÍÞRÓTTASAMBANDS ÍSLANDS. Texti: Ingimar Jónsson ingimarj@ismennt.is Myndir: Íþróttabókin - ÍSÍ saga og samfélag í 100 ár HVERS VEGNA VAR ÍÞRÓTTASAMBAND ÍSLANDS STOFNAÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.