Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2012, Blaðsíða 39
23.12. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39
J
ackie Kennedy gekk að eiga John F.
Kennedy 12. september 1953. Brúð-
kaupið fór fram í St. Mary’s-kirkjunni
á Newport á Rhode Island. Þennan
dag geislaði frú Kennedy af gleði enda
átti hún framtíðina fyrir sér. Hún var ung,
rík og búin krækja í myndarlegasta stór-
laxinn. Seinna, þegar hún var orðin „first“,
fylgdist heimurinn með henni. Kastljós
fjölmiðla beindist ekki síst að klæðaburði
hennar sem þótti glæstur. Frú Kennedy
féll frá 1994, þá 65 ára að aldri. Á sinni
margbrotnu ævi hafði hún ýmsa fjöruna
sopið, bæði í leik og starfi. Það sem er eft-
irtektarvert er hvað hún var tignarleg og
glæsileg og það var aldrei að sjá á henni að hún glímdi við erfiðleika í
einkalífinu. Enda ástæðulaust að láta ótíðindi og erfiðleika stýra fatastíln-
um. Ef það er eitthvað sem getur glatt okkur á erfiðum tímum þá er það
að klæða okkur fallega. Þess vegna er um að gera að skarta alltaf sínu feg-
ursta, hvað sem á dynur. Þetta vissi ein best klædda kona síðustu aldar
enda sækja tískuhönnuðir nútímans innblástur í fatastíl hennar.
Frú Kennedy kunni að klæða sig og hafði nef fyrir vönduðum fatnaði.
Hún tók ástfóstri við Chanel-dragtir og átti töluvert stærra og vandaðra
kjólasafn en kynsystur hennar. Ein af uppáhaldsflíkunum var síða hvíta
sláin sem hún klæddist yfir síðum hvítum síðkjól og glóði eins og demant-
ur.
Á skalanum 1-10 fá slár alveg 9,5 í smartheitum. Þær hafa verið tölu-
vert áberandi í tískunni upp á síðkastið en þær þurfa að vera vandaðar og
fínar svo það sé gaman að þeim. Falleg slá er eitthvað sem hægt er að
nota ár eftir ár enda henta þær sérlega vel við hátíðleg tilefni. Það er nota-
legt að skella sér í slá yfir jólakjólinn þegar farið er á milli húsa á hátíð
ljóssins og svo geta slár hresst mikið upp á drungalegan mánudag þegar
dagleg rútína tekur aftur við í janúar 2013.
Ein flottasta sláin sem fæst hérlendis þessa dagana er ullarsláin frá ís-
lenska tískuhúsinu Ellu. Sláin kemur bæði í svörtum og camel-lit og fer
hún ákaflega vel yfir axlirnar. Hún er falleg
við hnésíð pils og kjóla, síðbuxur og síð-
kjóla. Það sem er svo dásamlegt við hana er
að hún stendur alveg ein og sér og það þarf
enga trefla eða skinn til að poppa hana upp.
Sláin er hneppt og með standkraga og minnir
óneitanlega á hina undursamlegu Jackie
Kennedy.
Ef áramótaheitið er að vera alltaf
eins og klippt út úr tískublaði á nýja
árinu, sama hvað á gengur, þá verð-
ur þú að eiga slá í fataskápnum.
Tala nú ekki um þegar jan-
úarljótan yfirtekur líf okkar og
maginn þrýstist vandræða-
lega vel út í hversdagbux-
urnar. Þá er gott að fela sig
inni í lekkerri slá, setja hárið
í hnút og mikinn eye-liner í
kringum augum. Bera höf-
uðið hátt og hugsa til Jackie
því fyrst hún „púllaði það“
þá getur þú það líka.
martamaria@mbl.is
Slá frá íslenska tískuhúsinu Ellu.Jackie Kennedy í hvítu slánni.
Fyrst Jackie
„púllaði það“
getur þú það líka
Slá í haustlitunum.
Það er
smart
að vera
í slá yfir
þröngar
buxur.
Munstruð slá.
Act Heildverslun - Dalvegi 16b
201 kópavogur - 577 2150 - avon@avon.is
Remington herrarakvélar síðan 1937
Hágæða rafmagnsrakvélar
fyrir daglegan rakstur
Útsölustaðir um allt land
merkið sem fólkið treystir
Munið að slökkva
á kertunum
Veljið kertastjaka sem eru óbrennanlegir,
stöðugir og leiða ekki hita
Slökkvilið
höfuborgasvæðisins