Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2012, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2012, Blaðsíða 59
23.12. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 LÁRÉTT 1. Á sjálfan komu lagfæringar í byrjun út af ástandi. (11) 6. Sækjast eftir kind sérstaklega? (8) 10. Galnar með dug birtast þeim sem tekur heilan dag. (9) 11. Villur fá alræmda tölvu frá hliðhollum. (9) 12. Stærðfræði Snorra við koma sér til Íslands. (12) 14. Með erlendum og Orra á fjarlægum stað. (7) 15. Stykki frá íþróttafélagi nær að ringla íþróttaútbúnað. (11) 16. Há enn engu hjá Sláturfélaginu þrátt fyrir að vera dýrmæti. (5) 18. Kýs sex og fimmtíu fyrir brún hjá hliðhollum. (11) 20. Með hornmyndun keyrið að ræsinu. (7) 22. Sá sem fær fullt af peningum fyrir að lækna? (7) 24. Hjá froststúlku birtast gljúfur. Ég fyrst veit það. (11) 26. Greind bráð er sú sem er fljót að átta sig. (10) 27. Falls nutu einhvern veginn við klára. (9) 28. Set víst ramma til að sundra. (7) 29. Á lak tvívegis hjá uppeldistöð. (7) 30. Alltaf ákafur út af erlendri stjórn. (5) 31. Tungumálið sem þú lærir á undan öðru tungumáli um morg- uninn. (10) LÓÐRÉTT 2. Byrjunarhestur með leiðslu. (11) 3. Au er skaðlegur vökvi, ljósleitur. (9) 4. Kindaáfengi við mið er samsvörun. (11) 5. Strokhljóðfæri sem fæst fyrir úrelta gjaldmiðilinn. (5) 7. Sá sem getur orðið að Frakka hefur klæði. (9) 8. Lyftir húsgagni einn með fataskrauti. (10) 9. Vaða af þöku. (5) 13. Mild leikföng eru mikilsverð. (7) 16. Herra samþykki hvað ami að. (5) 17. Sær og iður með öfugt magn hjá töframanni. (12) 19. Við Vestmannaeyja rusk fær slá lista. (11) 20. Óefnilegur maður sem læsir tönnum í kolefni. (8) 21. Stamaði ruglaður og agnúaðist. (7) 23. Komu auga á huldufólk að því sagt var á svæði. (8) 24. Sjávarafurð í upplituð ílát. (7) 25. Flana innst með peninga. (8) Í keppni sem vakti talsverða at-hygli hér á landi og fram fór íPoderbrady í Tékklandi milli „Gamalla handa“ og „Snjóflygsna“ áttu sér stað mögnuð umskipti í seinni hálfleik. Lengst af benti flest til þess að þarna myndi enn eitt karlavígið falla. „Snjóflygsurnar“, þ.e. rússnesku skákkonurnar Val- entina Gunina og Alina Kas- hlinskaya, tékkneska skákkonan Kristína Havlikova og indverska skákdrottning Tania Sachdev, tefldu af miklum styrk, einkum þó hin und- urfagra Tania sem náði besta vinn- ingshlutfalli keppenda, sex vinn- ingum úr átta skákum og árangri upp á 2643 elo-stig. Wolfgang Uhlmann og Friðrik Ólafsson, sem tefldu fyrir „Hendurnar“ ásamt Vlastimil Hort og Oleg Romanishin, byrjuðu báðir illa og um tíma virtist mega afskrifa gamla Austur- Þjóðverjann. Einhvers staðar úr blámóðu fjarskans heyrðist þó hvísl- að að gamlir gæðingar færu stund- um hægt af stað. Í hálfleik var stað- an 10:6 „Snjóflygsunum“ vil og allt eins líklegt að þær ykju forskotið í seinni helmingi keppninnar. En viti menn: „Hendurnar“ unnu næstu viðureignir og söxuðu á forskotið. Fyrir lokaumferðina var svo jafnt, 14:14. „Snjóflygsurnar“ stóðu þó betur að vígi því þær höfðu hvítt í öllum skákum lokaumferðarinnar. Hafi það það verið taktík þeirra að semja jafntefli gegn Hort og Rom- anisin og reyna síðan að vinna Frið- rik og/eða Uhlmann þá mistókst það hrapallega: Friðrik og Uhlmann unnu báðir og tryggðu sigur „Hand- anna“ eða góðborgaranna eins og einhver vildi kalla liðið, lokanið- urstaðan 17:15. Hort og Romanishin fengu 4 ½ v. af átta en Friðrik og Uhlmann 4 vinninga hvor. Félagar Friðriks í liðinu hafa allir teflt á Ís- landi, Uhlmann á Fiske-mótinu 1968, Hort á Reykjavíkurskák- mótinu 1972 og oft eftir það en Romanishin var með á Reykjavík- urmótinu árið 2004. Þrjár sigurskákir Friðriks í þess- ari keppni voru vel tefldar. Í loka- umferðinni virtist staðan í jafnvægi þegar andstæðingi hans varð á meinleg yfirsjón og Friðrik lét ekki tækifærið sér úr greipum ganga: Kristina Havlikova – Friðrik Ólafsson Sikileyjarvörn – Alapin 1. e4 g6 2. d4 Bg7 3. c3 d5 4. e5 c5 5. h3 Rc6 6. Rf3 Bf5 7. Be2 cxd4 8. cxd4 Bxb1!? Óvæntur leikur. Friðrik lætur biskupaparið af hendi og reynir að byggja upp trausta stöðu fyrir ridd- arana. 9. Hxb1 e6 Alls ekki 9. …. Da5+ 10. b4! Dxa2 11. Hb2 og drottningin hefur ratað í mikil vandræði. 10. h4 h5 11. O-O Hér var upplagt að leika 11. b4 ásamt b5 við tækifæri og koma bisk- upnum fyrir á a3. 11. … Rh6 12. Bd3 O-O 13. Bg5 Db6 14. Dd2 Rg4 15. Be2 Hac8 16. Hbc1 Hfe8 Taflmennska hvíts hefur verið alltof bitlaus og Friðrik hefur náð að jafna taflið. 17. Hc3 Ra5 18. Hfc1 Hxc3 19. Dc3 Rc6 20. Bf4 a6 21. Bd3 Bh6 22. Bxh6 Rxh6 23. a3 a5 24. Dd2 Rg4 25. Bb1 Kg7 26. Hc3 He7 27. b3 Hc7 28. Re1?? Hér er kominn tapleikurinn. Tékkneska skákkonan lagði þá spurningu fyrir Friðrik hvort peðið á d4 væri „eitrað“ eður ei. Eftir dá- litla umhugsun komst Friðrik að réttri niðurstöðu. 28. … Rxd4! 29. Hxc7 Dxc7 30. f3 Nú rann upp fyrir henni ljós að 30. Dxd4 er svarað með 30. … Dc1! og vinnur manninn til baka. Þessi leikur breytir engu. 30. … Rxb3! 31. Dc2 Dxe5! Þar féll þriðja peðið og fleiri eru á leiðinni. Hvítur gafst upp. Helgi Ólafsson helol@simnet.is SKÁK Friðrik og Uhlmann tryggðu sigur „Handanna“ Verðlaun eru veitt fyrir krossgátu vikunnar. Senda skal þátttökuseðilinn í um- slagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegis- móum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 23. desember rennur út á hádegi 28. des- ember. Nafn vinningshafa er birt í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins 30. desember. Vinningshafar krossgátunnar 16. desember eru Óli og Bella Syðri-Reykjum II, Selfossi. Þau hljóta í verð- laun bókina Íslenskir kóngar eftir Einar Má Guð- mundsson. Forlagið gefur bókina út. KROSSGÁTUVERÐLAUN Nafn Heimilisfang Póstfang
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.