Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2012, Blaðsíða 16
*Hópur fólks fer í Bása í Þórsmörk með Útivist ár hvert til að upplifa öðruvísi áramót á fjöllum »18Ferðalög og flakk Norsk jólastemming „Jule brus“ er ekkert líkt jólaöli eins og við þekkjum það heldur er þetta rauð- leitur drykk- ur, dísætur á bragðið. PÓSTKORT F RÁ DRAMME N Hér í Drammen er jólastemningin að ná hámarki, allir Norðmenn sveittir í jólaund- irbúningnum og ekki skemmir fyrir að jólasnjórinn þekur hús og jarðir. Jólainn- kaupin ganga líka vel, og allt bendir til þess að jólaverslunin í Noregi sé að ná hæstu hæðum, biðraðir á alla kassa í öllum búðum af fólki sem veit ekkert skemmtilegra en að strauja kortið fyrir alls kyns nytsamlegum hlutum sem detta ofan í jólapakkana. Jólamaturinn er ekkert líkur því sem við Íslendingar eigum að venjast, samanstendur af „pinnakjöti“, jólapulsu, ribbe-steik og medisterkökum sem maður skolar niður með norsku jólaöli sem kallast „Jule brus.“ Fyrir þá sem kjósa að bragða á betri drykkjum þá er Aass-jólaölið fáanlegt á öllum stöðum og bragðast mun betur. Þess má geta að Aass-bruggverksmiðjan í Drammen er elsta brugghús Noregs, stofnað árið 1834, og drekka Drammen-búar einungis Aass-bjór því allt annað er „óþverri.“ Gleðileg jól! Herjólfur Guðbjartsson starfar hjá Arctic Trucks í Drammen í Noregi. „Torgið í miðbænum er orðið að skautasvelli og hægt að skella sér í bæinn, taka einn skautarúnt með öllum krökk- unum og enda svo í hefðbundnum norskum jólamat á einu af betri veitingahúsum bæjarins, Gundersen,“ segir Herjólfur. Í miðborg Rómar, sem allar leiðir eru sagðar liggja til, hefur ver- ið mikið umleikis að und- anförnu. Á strætum eru sölu- tjöld þar sem ítalskir smávöru- kaupmenn falbjóða alls konar glys; jólaskreytingar, minjagripi, leð- urvörur, leikföng, fatnað, sælgæti og bakkelsi ýmiskonar. Ameríski jólasveinninn, gjarnan kenndur við Coca-Cola, stikaði um stræti Rómar á dögunum. Sama dag og tíðindamaður Morgunblaðs- ins var í borginni „bar til um þess- ar mundir“, eins og segir í jóla- guðspjallinu, að páfinn brá sér í bæinn. Í kaþólskunni gildir að 8. desem- ber er einn af hápunktunum; dagur flekklauss getnaðar Maríu meyjar. Samkvæmt pápískunni var María getin án synda og lifði þannig. Óhreinkaðist aldrei erfðasyndum. Þessi helgisiður er sterkur í Róm og löng hefð er fyrir páfamessu á þessum degi þar sem þúsundir sitja í spænsku tröppunum. Rjómatertan er kennileiti „Þetta er ótrúlega áhrifamikið. Ég hef nokkrum sinnum verið við þessa athöfn sem hefur sterk áhrif á alla,“ segir sr. Þórhallur Heim- isson, sem var leiðsögumaður hóps Íslendinga sem fóru um borgina á dögunum. „Róm er alltaf jafnynd- isleg og hefur upp á margt að bjóða. Í miðborginni eru hundruð kirkna og litríkt mannlíf og mörg söguleg mannvirki,“ segir Þórhall- ur og nefnir þar Colosseum, Pét- urskirkjuna og minnismerkið um Vittorio Emanuele II, síðasta kon- ung Ítalíu. Er það reist fyrir um öld; tilkomumikið kennileiti og minnir suma á rjómatertu. RÖLT UM RÓM Á AÐVENTU SVIPUR JÓLA FÆRIST NÚ YFIR RÓM. JÓLATRÉ ERU Á TORGUM OG LJÓSASERÍUR ERU VÍÐA. UM ALLAN HEIM ER NÚ HALDIN HÁTÍÐ. Myndir og texti: Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Colosseum er fyrirmynd allra íþróttaleikvanga í heimi. Á útimarkaði var mannfjöldi og sveinki lét að sjálfsögðu sjá sig. Horft yfir Péturstorgið úr höfuðkirkju kaþólskra. Margir fylgjast með hátíðarmessum þar, sem sjónvarpað er um jólin. Páfinn Benedikt brá sér í bæinn og birtist á skjánum, syndlaug líkt og María forðum. Engin er erfðasyndin Minnismerkið um Vittorio Emanuele II síðasta konung Ítalíu. Sr. Þórhallur Heimisson er hag- vanur í Róm og þekkir borgina vel. * „Á strætumhefur veriðkomið upp sölu- tjöldum þar sem ítalskir smá- vörukaupmenn falbjóða alls konar glys“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.