Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2012, Page 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2012, Page 16
*Hópur fólks fer í Bása í Þórsmörk með Útivist ár hvert til að upplifa öðruvísi áramót á fjöllum »18Ferðalög og flakk Norsk jólastemming „Jule brus“ er ekkert líkt jólaöli eins og við þekkjum það heldur er þetta rauð- leitur drykk- ur, dísætur á bragðið. PÓSTKORT F RÁ DRAMME N Hér í Drammen er jólastemningin að ná hámarki, allir Norðmenn sveittir í jólaund- irbúningnum og ekki skemmir fyrir að jólasnjórinn þekur hús og jarðir. Jólainn- kaupin ganga líka vel, og allt bendir til þess að jólaverslunin í Noregi sé að ná hæstu hæðum, biðraðir á alla kassa í öllum búðum af fólki sem veit ekkert skemmtilegra en að strauja kortið fyrir alls kyns nytsamlegum hlutum sem detta ofan í jólapakkana. Jólamaturinn er ekkert líkur því sem við Íslendingar eigum að venjast, samanstendur af „pinnakjöti“, jólapulsu, ribbe-steik og medisterkökum sem maður skolar niður með norsku jólaöli sem kallast „Jule brus.“ Fyrir þá sem kjósa að bragða á betri drykkjum þá er Aass-jólaölið fáanlegt á öllum stöðum og bragðast mun betur. Þess má geta að Aass-bruggverksmiðjan í Drammen er elsta brugghús Noregs, stofnað árið 1834, og drekka Drammen-búar einungis Aass-bjór því allt annað er „óþverri.“ Gleðileg jól! Herjólfur Guðbjartsson starfar hjá Arctic Trucks í Drammen í Noregi. „Torgið í miðbænum er orðið að skautasvelli og hægt að skella sér í bæinn, taka einn skautarúnt með öllum krökk- unum og enda svo í hefðbundnum norskum jólamat á einu af betri veitingahúsum bæjarins, Gundersen,“ segir Herjólfur. Í miðborg Rómar, sem allar leiðir eru sagðar liggja til, hefur ver- ið mikið umleikis að und- anförnu. Á strætum eru sölu- tjöld þar sem ítalskir smávöru- kaupmenn falbjóða alls konar glys; jólaskreytingar, minjagripi, leð- urvörur, leikföng, fatnað, sælgæti og bakkelsi ýmiskonar. Ameríski jólasveinninn, gjarnan kenndur við Coca-Cola, stikaði um stræti Rómar á dögunum. Sama dag og tíðindamaður Morgunblaðs- ins var í borginni „bar til um þess- ar mundir“, eins og segir í jóla- guðspjallinu, að páfinn brá sér í bæinn. Í kaþólskunni gildir að 8. desem- ber er einn af hápunktunum; dagur flekklauss getnaðar Maríu meyjar. Samkvæmt pápískunni var María getin án synda og lifði þannig. Óhreinkaðist aldrei erfðasyndum. Þessi helgisiður er sterkur í Róm og löng hefð er fyrir páfamessu á þessum degi þar sem þúsundir sitja í spænsku tröppunum. Rjómatertan er kennileiti „Þetta er ótrúlega áhrifamikið. Ég hef nokkrum sinnum verið við þessa athöfn sem hefur sterk áhrif á alla,“ segir sr. Þórhallur Heim- isson, sem var leiðsögumaður hóps Íslendinga sem fóru um borgina á dögunum. „Róm er alltaf jafnynd- isleg og hefur upp á margt að bjóða. Í miðborginni eru hundruð kirkna og litríkt mannlíf og mörg söguleg mannvirki,“ segir Þórhall- ur og nefnir þar Colosseum, Pét- urskirkjuna og minnismerkið um Vittorio Emanuele II, síðasta kon- ung Ítalíu. Er það reist fyrir um öld; tilkomumikið kennileiti og minnir suma á rjómatertu. RÖLT UM RÓM Á AÐVENTU SVIPUR JÓLA FÆRIST NÚ YFIR RÓM. JÓLATRÉ ERU Á TORGUM OG LJÓSASERÍUR ERU VÍÐA. UM ALLAN HEIM ER NÚ HALDIN HÁTÍÐ. Myndir og texti: Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Colosseum er fyrirmynd allra íþróttaleikvanga í heimi. Á útimarkaði var mannfjöldi og sveinki lét að sjálfsögðu sjá sig. Horft yfir Péturstorgið úr höfuðkirkju kaþólskra. Margir fylgjast með hátíðarmessum þar, sem sjónvarpað er um jólin. Páfinn Benedikt brá sér í bæinn og birtist á skjánum, syndlaug líkt og María forðum. Engin er erfðasyndin Minnismerkið um Vittorio Emanuele II síðasta konung Ítalíu. Sr. Þórhallur Heimisson er hag- vanur í Róm og þekkir borgina vel. * „Á strætumhefur veriðkomið upp sölu- tjöldum þar sem ítalskir smá- vörukaupmenn falbjóða alls konar glys“

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.